Einangraðir Íslendingar

Ég vek athygli á slóð háskólakennarans gunnlaugur.annall.is þar sem hann Gunnlaugur A. Jónsson týnir út þá stjórnmálamenn í öllum flokkum  sem honum finnst bera af.  Í skrifum hans birtist ljóslifandi það að við hrífumst með fólki úr ýmsum flokkum. Þetta er vaxandi tilhneiging og eiginlega synd að við skulum ekki hafa aðlagað kosningakerfi okkar að þessum vaxandi veruleika þannig að við gætum kosið bæði flokka og fólk.

Aðförin að Ómari Ragnarssyni er hallærisleg enda kemur hann til með að fá mörg atkvæði út á hana. Það er satt að segja undarlegt hvað margir geta verið rætnir í garð Ómars eftir að hann fór í pólitík og sýnir hvað menn eru lítilla sanda.  Kæran dæmir sig sjálf. 

Flestar þær þjóðir sem komust áfram í Eurovision í kvöld eiga í nálægum löndum sterka minnihlutahópa.  Við Íslendingar erum tiltölulega einangraðir, höfum einangrað okkur hérna uppá skerinu með strangri innflytjendalöggjöf og með því að taka ekki á móti (pólitískum) flóttamönnum og einnig með því að flytja sjálfir fáir út nema þá til Skandinavíu..og við erum auðvitað fá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef misst alla tiltrú á flokkakerfið og það sem það stendur fyrir og þeirri spillingu sem getur þrifist og þrífst í skjóli þeirra..en hrífst mun frekar af stjórnmálum án pólitískra flokka og vil fá að kjósa menn og málefni..fólk sem treyst er af verkum sínum og getu. Það er framtíðin og sterk vaxandi krafa hugsandi fólks.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband