Kjósum aftur!

Kjósendur hafa ekki svarað neinum spurningum og engin tímamót er í
sjónmáli.  Það er jafntefli eða þrátefli.  Álver eða ekki?
Virkjanir? Meiri velferð? Evrópa?  Engin skýr svör. Ríkisstjórn
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði ríkisstjórn um ekki neitt! 
Myndi hún nálgast Evrópu? Auka jöfnuð að einhverju marki? Stoppa
stóriðju? Slík stjórn myndi springa fljótlega ef Samfylkingin ætlaði
sér eitthvað innan hennar og ef ekki þá lognast út af úr leiðindum og
Samfylkingin missa þriðjung fylgis síns. Hún yrði engin tímamótastjórn,
engin Viðeyjarstjórn eða Viðreisnarstjórn. Sömu sögu er aðs egja um
hinn kostinn sem er í spilunum Framsókn, VG og Samfylking undir forystu
Ingibjargar:  Stóriðja? Evrópa? Sömuleiðis innan þeirrar stjórnar
slíkar gjár að hún gæti aldrei orðið tímamótastjórn! Engin sátt umm
hvert halda skuli með íslenskt samfélag.  Það er ekkert fleirra í
spilunum. Núverandi ríkisstjórn yrði eins og afturganga. Úr því sem
komið er yði sennilega best að fá minnihlutastjórn
(Framsóknarflokksins) sem gæti reynt að halda öllum góðum þar til kosið
yrði aftur.
mbl.is Miklar sviptingar í þingsætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

Góður!

Bjarni Harðarson, 13.5.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband