Slysið á Vatnajökli 1953!

Þegar þetta er skrifað eru þýsku jöklaklifrararnir sem leitað er í Vatnajökli enn ófundnir og allir vona að þeir finnist á lífi þó óneitanlega fari líkur á því minnkandi.  Eina vonin er eiginlega sú að þeir séu ekki á jöklinum.

Óneitanlega rifjast upp slysið á Vatnajökli 1953 þegar tveir skoskir jarfræðinemar  týndust á leið sinni á Hvannadalshnjúk. Þeir höfðu verið í rannsóknarferð á Vatnajökli  nokkur hópur nema ásamt prófessor sínum J.D. Ives, skoðað jökulinn og nánasta umhverfi hans og safnað sýnishornum. Þeir höfðu þegar hér er komið sögu bækistöð á jöklinum fyrir ofan Miðfellstind í Skaftafellsfjöllum. Þetta var upp úr miðjum ágúst.  Illt veður hafði gengið yfir en ekki skaðað leiðangurmenn sem biðu í tjöldum sínum. Eftir að veðrinu slotaði og rétt áður en heim skyldi farið báðu tveir stúdentar leyfis til að skíða á Hvannadalshnjúk og átti það að vera tveggja daga ferð.  Veðurútlit var gott og leyfið veitt. Það er skemmst frá því að segja að þeir sáust ekki framar. Gerður var út leiðangur hinna færustu fjallgöngumanna. Leitað var úr lofti en hvorki fannst af þeim tangur né tetur.  Talið var að mennirnir tveir hefðu skíðað í sprungu sem geta verið djúpar og þverhníptar ofarlega á jöklinum. Ekki ólíklegt að sprungur hefðu lokast af snjó í bylnum sem nýgenginn var yfir. Ekki var talið að þeir hefðu lifað lengi í helkaldri sprungunni jafnvel þó þeir hefðu lifað fallið.

Þetta hörmulega slys er gömlum Öræfingum enn í fersku minni og öðrum þeim sem að komu. Ragnar Stefánsson heitinn þjóðgarðsvörður í Skaftafelli gerir grein fyrir atburðum í Skaftefellingi –héraðstímariti A- Skaftfellinga sennilega árið 1987.Fyrir u.þ.b. ári síðan fundust leifar af útbúnaði mannanna á þessum slóðum, ef ég man rétt.

Enginn má skilja orð mín svo að ég telji einsýnt með afdrif mannanna þýsku. En sjálfsagt er að halda því á lofti að Vatnajökull er stórvarasöm skepna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viktoría Rán Ólafsdóttir

Þyrlufloti US hersins notar málmleitartæki til að finna fólk sem hefur lent í snjóflóðum og fleira í óbyggðum. Slíkir málmleitar geta víst fundið ísklifurbúnað og bindingar á búnaði niður að 100 metra dýpi.

Ég velti því fyrir mér hvort það væri ekki ódýrara að  fjárfesta í slíkum búnaði heldur en að siga okkar ágæta fólki  blint út í þetta hrjóstruga landsvæði???

Viktoría Rán Ólafsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband