Ólýðræðislegir sveitarstjórar!

Maður les í Staksteinum að  Vilhjálmur borgarstjórihafi fengið heldur óblíðar viðtökur í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins þegar borgarfulltrúar stóðu frammi fyrir orðnum hlut í orkurisamálum.

Út um allt land standa sveitarstjórnir –yfirleitt minnihluti og oft á tíðum meirihluti frammi fyrir orðnum hlut.  Allt of margir sveitastjórar kunna ekki að vinna í lýðræðislegu umhverfi. Umræðan fer sjaldnast fram þar sem hún á að fara fram-meðal kjörinna fulltrúa- fyrr en eftirá.

Stjórnarhættir sem ekki eru bjóðandi fulltrúum almennings.  Ég hélt reyndar að Vilhjálmur væri af hinni gerðinni.  Leiðtogi sem leggði mál fram á réttum stöðum, tímanlega.

En svo bregðast krossrtré sem önnur tré og sagan kennir okkur að fulltrúalýðræðisferlið er ekki mikils virt þegar um mikla peningalega hagsmuni er að tefla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú ættir að kannast við vinnubrögð af þessu tagi frá yfirgangssömum "sveitarstjóra".....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.10.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Kolgrima

Þetta var óvænt - og algjörlega með ólíkindum. Hef stundum horft á gerræðislegar ákvarðanir sveitarstjórna og hugsað þá með mér að svona nokkuð gæti ekki gerst í Reykjavík! En það er greinilegt að ýmislegt getur gerst þar, og það mun verra og heldur betur stærra í sniðum en annars staðar. Það er slæmt að borgarstjóri skuli geta gert bindandi samning um áhættufjárfestingar í öðrum löndum upp á 20 milljarða án þess að spyrja, að því er virðist, nokkurn mann.

Ég man ekki eftir að þessu hafi verið lofað fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Kolgrima, 5.10.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Haddi kom með skotið sem ég ætlaði að eiga....

Sigþrúður Harðardóttir, 7.10.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband