Að hugsa hlutina upp á nýtt!!

Bændasamtökin eru farin að tala fyrir því að fólk ætti að geta búið á tveimur stöðum og skipt útsvari sínu. Þetta myndi koma til móts við fjöldann allan af fólki sem á sumarhús og vill leggja sitt af mörkum á báðum stöðum og öðlast réttindi eftir því. Þessi aðgerð myndi sömuleiðis styrkja fámennar byggðir og það sjónarhorn ræður sjálfsagt afstöðu bænsasamtakanna.

 

Þetta myndi líka hjálpa fólki sem vill fylgja börnum sínum til skólavistar í annað hérað en þarf nú að skilja til þess að öðlast þann nauðsynlega rétt sem fylgir lögheimili.  Hjón verða nefnilega nú að hafa sama lögheimili.

 

Þetta yrði einnig got fyrir fólk sem býr í sveitarfélögum þar sem er einn leikskóli, einn skóli, sem sagt eitt af hverju, en vill eiga valkost.

 

Þetta gæti náð til fleirri sviða.  Sóknarbarn í Neskirkju sem dvelur langdvölum í Rangárþingi ætti að geta skipt sóknargjaldi sínu og greitt þannig einnig til litlu sveitarkirkjunnar sem það sækir kannski fremur en hina.

 

Það má alveg hugsa hlutina upp á nýtt með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband