Kirkjunni kastað án umræðu?

Slit ríkis og kirkju fara nú fram án sérstakrar auglýsingar. Í nýju frumvarpi til grunnskólalaga er hugtakið kristilegt siðgæði tekið út og í staðinn sett umhyggja og sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.  Í bréfi frá menntamálaráðherra til allra skólastjóra landsins  eru skýr fyrimæli um að ekki megi gefa frí til fermingarfræðslu eða fermingarfræðsluferðalaga. Kirkjumálaráðherra vill leggja kirkjumálaráðuneytið niður.  Prestinum á Þingvöllum var hent út fyrir nokkrum árum til þess að rýma fyrir forsætisráðherra.  Prestar fá nú ekki lengur aðgang að leikskólum höfuðborgarsvæðisins með fræði sín og fleira mætti eflaust nefna til.

Niðurstaðan er sú að tengsl ríkis og kirkju eru að rofna og eru nú einkum fjárhagslegs eðlis. 62. grein stjórnarskrárinnar er að verða nafnið eitt: ,,Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda”

Þetta fer fram að mestu umræðulaust í íslenska samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er miður að þetta skuli gerazt án umræðu, en hitt er annað mál að ríkið á alls ekki að vesenast í trúmálum.  Ef foreldrar vilja ala börn sín upp í kristinni trú, verða þeir að gera það utan skólatíma.  Það er sensus communus.

Sigurjón, 29.11.2007 kl. 09:38

2 identicon

Umræðulaust er það ekki, reyndar er það svo að í svona málum á ekki að þurfa neina umræðu; trúarbrögð eiga ekkert með að fara í skóla, þetta liggur í augum uppi

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það sem presturinn á við er að umræðan hefur ekki farið fram á forsendum kirkjunnar.

Önnur umræða er ekki umræða að hans mati. 

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég fagna þessari þróun og tel löngu kominn tími á þetta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er það Baldur kannski ástæðan fyrir útrás kirkjunnar .... Snúa bara vörn í sókn?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Stundum heldur maður að fólk sé orðið "ofsatrúaðir" trúleysingjar með ekkert umburðarlyndi og það er ekki vel.

Einar Þór Strand, 29.11.2007 kl. 12:31

7 identicon

Það er kominn tími til að kirkjan og prestarnir hætti að troða dellu í börnin okkar. Ef einhverjir foreldrar vilja að börnin þeirra trúi því að konan hafi verið búin til úr rifbeini eða að jörðin sé aðeins 6000 ára gömul þá þeir um það, en prestar eiga ekki að vera með sinn boðskap í skólum landsins, er ekki nóg fyrir þá að hafa allar þessar kirkjur út um allt?

Valsól (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:38

8 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Ég get ekki annað en ályktað að þetta verði þá stefna ríkistjórnarinnar, ef þetta frumvarp verður samþykkt.  Þá er bara næsta skref að stofna kristna skóla og gefa fræðslu kristinna fræða meira vægi.  Nú þá væri ekki verra að ríkisvaldið skilaði kirkjunni öllum eignum hennar, bæði þeim sem er búið að taka ófrjálsri hendi og þeim kirkjujörðum sem enn eru ósnertar.  Það ætti að verða eitthvað af peningum í að byggja skóla fyrir það.  Annars er það skrítið að upplifa þessa höfnun á kristnum gildum og sorglegt.  Menntamálaráðherra er með þessu trúlega að vinna geng stjórnarskrá sem hann hefur lofað að verja á Alþingi (,, Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda” ). Með þessum gjörningi er verið að slíta sátt sem ríkt hefur í þjóðfélaginu um hin kristnu gildi og hafa verið undirstaða velfarnaða íslensku þjóðarinnar. Er þá næsta mál að breyta íslenska fánanum, jú það er krossmark í honum og má það standa óhaggað ?

Ólafur H Einarsson, 29.11.2007 kl. 14:17

9 identicon

Ég deili áhyggjum Baldurs og tek undir með Einari Þór um að ofsatrúleysingjana - þeir eru síst betri en ofstrúaðir hvað umburðarleysi og einstrengingshátt varðar.

Telst ég þó seint mjög trúaður. 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:27

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Enginn hefur hafnað kristnum gildum eins og umburðarlyndi og kærleik! Þetta er ekki rétt túlkun. Hið rétta er að trúarbrögð eiga ekki einkaréttinn á siðagildum, þau eru sammammleg og mikið eldri en t.d. kristni!

Næsta skref vona ég svo sannarlega að verði að breyta stjórnarskránni.  Tími til kominn!

kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:42

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

þeir eru síst betri en ofstrúaðir hvað umburðarleysi og einstrengingshátt varðar.

Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki sorglegt.  Er það umburðarleysi að vilja ekki kristniboð í leik- og grunnskólum?

Er það einstrengnisháttur að sætta sig ekki við slíkt. 

Nú þá væri ekki verra að ríkisvaldið skilaði kirkjunni öllum eignum hennar, bæði þeim sem er búið að taka ófrjálsri hendi og þeim kirkjujörðum sem enn eru ósnertar.

Ólafur mætti endilega kynna sér hvernig kirkjan komst yfir þessar eignir.  Hann myndi fljótt sé að megnið af þeim voru teknar "ófrjálsri hendi". 

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 15:18

12 identicon

Það sem Matthías segir um tilvitnun mína, staðfestir akkúrat það sem ég segi um ofsatrúleysingja.  Þeir eru eins og guðlausir Gunnar í Krossinum.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:23

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Björgvin Valur...hvað er það að vera EKKI guðlaus? Eða útskýrðu bara það að vera guðfastur?

Er viss um að fæstir skilja hvað þú ert að meina með þessu svokallaða "guðleysi"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:29

14 identicon

Ólafur, hvernig fékk kirkjan jarðirnar og ef hún ætlar svo að múta okkur enn og aftur með þessum illa fengnu jörðum þá skulum við kalla það réttu nafni: landráð, sýnir gersamlega að trú sundara þegnum en sameinar þá ekki.
Hlífðu okkur við tali um trúarlegaskóla... það er einnig landráð í mínum huga að börn verði í trúarskóla X þar sem þeim verður innrætt hatur að þeim sem aðhyllast ekki sömu trú...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:45

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það sem Matthías segir um tilvitnun mína, staðfestir akkúrat það sem ég segi um ofsatrúleysingja.  Þeir eru eins og guðlausir Gunnar í Krossinum.
Hvað ertu eiginlega að meina Björgvin Valur?  Hverjir eru öfgar okkar ofsatrúleysingjanna?  Hvað er svona öfgafullt? 

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 16:12

16 Smámynd: Vignir Arnarson

Það er alveg með ólíkindum að fullorðið fólk skuli banna þetta,við sem eldri erum og sjáum ekkert athugavert við þetta eins og þetta hefur verið enda er þetta einmitt það sem við vorum leidd í gegnum.

Líður okkur þá ekki eins og fórnalömbun í dag?

Var það virkilega svona slæmt að nú meiga prestar ekki heimsækja börnin í leikskólan (nema eiga þau sjálfir   baldur minn).

Vignir Arnarson, 29.11.2007 kl. 16:28

17 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ég er mjög fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Það sem er að gerast núna er ekki að gerast án umræðu, en hins vegar án hinnar formlegu umræðu á vettvangi löggjafans og kirkjunnar. Þegar þeir sem eiga að fjalla um heit mál vilja það ekki eða þora því ekki, greiðir fólk atkvæði með fótunum, þ.e. fer sínar leiðir. Viðskilnaður ríkisins við kirkjuna verður sennilega svipaður og við krónuna, undanhald án áætlunar.

Æi, hvað á að leita langt aftjur í tímann til að komast að því hvaða eignir ríkiskirkjan á með réttu? Miðað við það að þjóðlendumál eru að vitna aftur í Landnámabók, gæti það rifjað upp mörg óþægileg mál að komast að því hvernig kirkjan komst yfir sumar eignir sínar.

Soffía Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 16:47

18 identicon

Eru það ekki öfgar að halda úti heimasíðu þar sem fólk er hvatt til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni?  Mér sýnist Vantrú vera orðin að trúfélagi því hvað er það annað en trúboð að hvetja fólk til að kasta trú sinni?  Mín vegna má fólk trúa eða ekki trúa - sem nokkurnveginn hlutlausum áhorfanda, sýnist mér þetta vera orðið svona.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:50

19 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er rétt. það vantar hina formlegu umræðu, umræðan hefur verið hér á netinu en þá oft í sleggjustíl. Ég hefði haldið að við gætum haldið í hinn kristna grunn og um leið leyft fjölmenningunni að blómstra.  Takk fyrir fjöruga umræðu.  Bæti kannski við í nótt þegar hljóðnar. kv. B

Baldur Kristjánsson, 29.11.2007 kl. 17:07

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eru það ekki öfgar að halda úti heimasíðu þar sem fólk er hvatt til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni?

Hvað er öfgakennt við það?  Við viljum að trúfélagaskráning gefi rétta mynd af trúarviðhorfum þjóðarinnar.  Við vitum að svo er ekki (rannsóknir sem guðfræðideild og Þjóðkirkjan hafa gert sýna það).

Mér sýnist Vantrú vera orðin að trúfélagi því hvað er það annað en trúboð að hvetja fólk til að kasta trú sinni?  

 Ef þú ert þarna að vísa í starf okkar við að leiðrétta trúfélagaskráningu þá höfum við líka skráð einstaklinga í trúfélög.  Við reynum að fræða fólk um trúarboð og veita mótvægi gegn boðun hindurvitna.  Ég skil ekki enn hvað þér finnst svona öfgakennt.

Mín vegna má fólk trúa eða ekki trúa - sem nokkurnveginn hlutlausum áhorfanda, sýnist mér þetta vera orðið svona

Ég skrifaði grein um þig fyrir þremur árum og vissi þó ekkert af þér.  Hún heitir upphafning sinnuleysis

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 17:29

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hefði haldið að við gætum haldið í hinn kristna grunn og um leið leyft fjölmenningunni að blómstra.

Baldur, að sjálfsögðu  getið þið haldið í ykkar kristna grunn, en gerið það bara í kirkjunum.  Enginn hefur viljað banna nokku foreldri að fara með börnin sín í sunnudagaskóla.

Vinaleið er glæný, hún er ekki hluti af neinum "grunni".  Það sama gildir um kristniboð í leikskólum.

Það er merkilegt að reynt sé að gera öfgafólk úr þeim sem mótmæla þessum yfirgangi Ríkiskirkjunnar en ekki hinum sem standa fyrir því að aðskilja eigi börn eftir trúarskoðunum foreldra þeirra í leik- og grunnskólum. 

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 17:31

22 identicon

Seint verð ég með réttu ásakaður um sinnuleysi og það er greinilegt að þú veist ekkert um mig, Matthías.  Hinsvegar ber allt sem þú segir að sama brunni - þið unnið fólki ekki að hafa engar skoðanir á trúmálum, þið pirrist við þjóðkirkjusinna og því er auðvelt (alltof auðvelt til að láta tækifærið framhjá sér fara) að skilgreina ykkur sem öfgafólk.

Jú, mér þykir það öfgafull forræðishyggja að reyna að hafa vit fyrir fólki þegar kemur að því að trúa eða ekki trúa.  Þá gildir einu hvora leiðina reynt er að sveigja fólk.  Vantrú og Krossinn eru andlegir tvíburar.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:06

23 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jú, mér þykir það öfgafull forræðishyggja að reyna að hafa vit fyrir fólki þegar kemur að því að trúa eða ekki trúa.

Er þá ekki Þjóðkirkjan dæmi um öfgafulla forræðishyggju?  Gildir það sama ekki um leikskólatrúboð hennar og Vinaleiðina?

Hvar liggur hógværðin eiginlega í þessum málum?

Vantrú heldur úti einni vefsíðu, skrifar stundum blaðagreinar  og stendur fyrir litlum viðburðum.  Ef við erum öfgafullt forræðishyggjufólk, hvað er þá ríkiskirkjubáknið eiginlega? 

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 18:23

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltof of skortir stórlega á vitræna umræðu í íslensku þjóðfélagi, í þessu efni sem öðru, - alltaf stutt í upphrópanir og að reynt sé að níða skóinn niður af andstæðingnum. Við erum hreint ekki þjóð hinnar gáfulegu umræðu, eins og við viljum þó sjálf meina - heldur hinnar vanþróuðu umræðu og einhliða ákvarðana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:03

25 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ekki er öll vitleysan eins sem betur fer,megi góðar vættir ....................kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.11.2007 kl. 20:04

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltof of= Alltof oft

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:06

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Menn mega trúa því sem þeim sýnist og vilji þeir trúa á einhvern skapara sem heldur því blákalt fram í eigin trúarriti að jörðin sé flöt og hvíli á risastórum stöplum þá er það bara frábært mál mín vegna. En þeir eiga sjálfir að fjármagna klúbbastarfsemi í kringum slíkt. Það er út í hött að skattgreiðendur haldi úti milljarða atvinnuleysisgeymslu vegna einhverrar löngu afdankaðrar vitleysu.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 20:12

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he, Baldur, heldur þú virkilega að guðfræðin hafi ekkert þróast frá tímum Galileis...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:26

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gréta sú augljósa staðreynd að maðurinn hefur verið á endalausum flótta með þetta sköpunarverk sitt þennan meinta guð - eftir því sem tíðarandinn hefur breyst - sýnir augljóslega að þetta er bara hagsmunatengt konsept, valdatæki. Þegar menn eru á endalausum málefnalegum flótta með vonlausar lygasögur (skv. augljósri og allsendis óhrekjanlegri kenningu þá er vonlaust að sanna ósanna hluti) þá er það vegna vonlausrar og upploginnar hugmyndafræði. Q.E.D.

Baldur Fjölnisson, 29.11.2007 kl. 21:40

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gréta. Guðfræðin getur ekki þróast, því hún byggir á sömu naglföstu ritningum og á tímun Galileos.  Það er kominn tími á að svæfa þessa gömlu hjátrú, því manngildin eru betur sett án kennisetninganna úr höfðum fornra bedúína með sólsting eða raknarrakaspámanna á meskalíntrippi.  Trúarbrögðin bæta engu við nema aðskilnaði, skelfingu og yfirgangi. Þau hafa eignað sér hin góðu gildi, sem manninum eru eðlileg og selja þau svo í bland við illskuna.  Gott væri að byrja á að banna notkun orðsins Guðs, eins og skipað er um í Mósebókum og rífa síðan öll musteri og skurðgoð þessara valdsjúku sukkópata.  Sem væri í raun bæði samkvæmt Móse og Kristi ef menn vilja skoða grannt.

Vissuð þið að samkvæmt orði guðs má ekki lána peninga með vöxtum. Það var ákveðið að taka það út á sínum tíma af því að það hentaði ekki kirkjulegri pólisíu. Skyldi vera fleira, sem er skáldað og skrumskælt í þessari bók? Ég get fullvissað ykkur um að svo sé. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2007 kl. 22:01

31 Smámynd: Magnús V. Skúlason

En hugsaðu þér, Jón Steinar, þrátt fyrir þetta viðhorf þitt, þá elskar Jesú þig. Finnst þér það ekki merkilegt?

Magnús V. Skúlason, 29.11.2007 kl. 22:19

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jesús Jósefson er dáinn! Það er pabbi minn einnig, en hann elskaði mig örugglega meira en Jósefson, Magnús Viðar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.11.2007 kl. 22:42

33 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ef orðið kirkja eða feministi kemur fyrir í bloggi, þá er fjandinn laus. Eru kannski til kristileg samtök feminista? Spyr sá, sem ekki veit...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.11.2007 kl. 22:53

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ásgeir Kristinn...en eru feministar á sérstökum launum, eins og prestar t.d. frá ríkinu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 00:11

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón...ég hef ekkert á móti því að fólk (meðvitað) trúi þessari vitleysu...ég vil bara ekki ÞURFA AÐ BORGA FYRIR ÞAÐ Í GEGNUM SKATTKERFIÐ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:15

36 Smámynd: Ingólfur

Það er ekkert athugavert við þetta nýja lagafrumvarp. Það sem er eitthvað athugavert við er að í áratugi hefur siðgæði í grunnskólalögum verið eignað kristninni.

Kristnin hefur engan einkarétt á siðgæði og kristniboð á ekki að stunda í skólum. Samt hefur það viðgengist lengi og prestar sífellt að seilast lengra i þeim efnum.

Ég hef lengi gagnrýnt kirkjuna og þið getið alveg kallað mig ofgatrúlausan, (ég er reyndar hvorki öfgasinnaður né laus við alla trú) en takið eftir því að ég gagnrýni kirkjuna eingöngu vegna þess að hún fer út fyrir sitt valdsvið. Hún stundar trúboð í skólum og leikskólum, hún leggst hart gegn því að fólk skrái sig sjálft í það trúfélag sem það kýs og hún lætur alla landmenn borga allan launakostnað sinn.

Við erum fyrir löngu búin að borga upp þessar jarðir sem þjóðin tók til baka af kirkjunni.

Ef kristnir vilja stunda sína þá skal ég ekki standa gegn því. Og ef kristnir foreldrar vilja innræta börnum sínum kristið siðgæði umfram almennt siðgæði þá geta þeir séð um það sjálfir, eða sennt börnin í kirkjuna.

En á meðan kirkjan stundar trúboð í skólum að þá mun hún þurfa að þola gagnrýni frá mér. 

Ingólfur, 30.11.2007 kl. 01:18

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ingólfur Harri...ég tek undir hvert einasta orð og þessi umræða er svo sannarlega tímabær (án öfga).

Vil ég líka upplýsa hér...

sbr..

Sóknargjöld og aðrar tekjur

Þjóðkirkjan fær sóknargjöld fyrir hvern skráðan safnaðarmeðlim skv. lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999. Þau nema um 8500 krónum árlega fyrir hvern einstakling sem orðinn er 16 ára og miðast við skráningu þann 1. desember. Auk þess fær kirkjan framlag úr Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjumálasjóði[5], svo að tekjur hennar af hverjum einstaklingi nema um 11.300 krónum árlega[6]. Fyrir utan þessi framlög greiðir ríkissjóður prestum, biskupi og starfsfólki biskupsstofu laun[7], samkvæmt samningi frá 1997, og kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum.

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0kirkjan#S.C3.B3knargj.C3.B6ld_og_a.C3.B0rar_tekjur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:50

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afkristnunina í þjóðfélaginu verður að stöðva, ef ekki á illa að fara. Ofsi Matthíasar Ásgeirssonar, Jóns Steinars Ragnarssonar, að ég tali ekki um sóðakjaft Jóns Frímanns og Baldurs Fjölnissonar, færa mér heim sönnun á því.

Reyndar er Jón Steinar tvísaga, þar sem hann vill öll trúarbrögð í burtu, þar með kristnina og helga bók hennar, sem hann kallar skrumskælda, en vill taka upp lög Móse, sem eru hluti af Biblíunni, þegar hann talar um að banna notkun orðsins Guðs.

Fjárhagslegur aðskilnaður ríkis og kirkju er eitt, en sú ákvörðun að taka kristið siðgæði út úr grunnskólalögum er annað. Það er mjög misráðið. Orð og kenningar Krists eru grundvöllur siðgæðis þorra Íslendinga, sama hvað niðurrifsöfl vantrúar gusa og bægslast, þeir fá ekki breytt þeirri staðreynd. Kristni í þúsund ár hefur mótað hugsunarhátt okkar allra meira og minna.

Ég vil síðan benda Önnu Benkovic á að Jesús reis upp og Hann lifir í dag. Það er sagnfræðileg staðreynd sem engum rykföllnum fræðimanni hefur tekist að afsanna. Með fullri virðingu fyrir föður hennar þá er hann ennþá í gröf sinni, en Jesús reis upp.

Theódór Norðkvist, 30.11.2007 kl. 02:53

39 Smámynd: Ingólfur

Þegar þú segir að 1000 ár af kristni hafi mótað hugsunarhátt okkar og þar með siðgæði okkar. Hvað ertu þá hellst að tala um? Þegar kristni var hér komið á með hótunum, eða þegar við brenndum galdramenn og drekktum konum fyrir hórdóm, eða þegar við hálshjuggum biskupinn og syni hans.

Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju kristilegt siðgæði á eitthvað betur heima skólunum en almennt siðgæði, eða bara mitt siðgæði? Ég kann vel muninn á réttu og röngu og er íslenskur í húð og hár.

Þegar þú ert búinn að því þá getur þú kannski reynt að réttlæta það af hverju trúboð ætti að líðast í menntastofnunum. 

Ingólfur, 30.11.2007 kl. 03:16

40 identicon

"Ég hefði haldið að við gætum haldið í hinn kristna grunn og um leið leyft fjölmenningunni að blómstra." Þetta er orðrétt haft eftir þér, Baldur.

Viltu nú ekki sýna sjálfum þér þá virðingu að kynna þér fyrst hvað hugtök þýða áður en þú talar fyrir hugmyndinni sem að baki þeim býr.

Þú hefur í hverjum pistlinum eftir annan talað fyrir "fjölmenningu" og "fjölmenningarsamfélagi" og oft hefur mér þótt þú frekar leiðinlegur í viðmóti við þá sem vilja halda í samfélagsgerð sína og gera innflytjendum að aðlagast henni. En aldrei grunaði mig að þú vissir ekki hvað hugtökin sem þú notar þýða.

"Ég hefði haldið að við gætum haldið í hinn kristna grunn og um leið leyft fjölmenningunni að blómstra." Opnaðu nú augun, Baldur. Í fjölmenningarsamfélagi er enginn trúargrunnur! Í fjölmenningarsamfélagi þá leyfir ekki einn menningarheimur öðrum annað. Þeir standa jafnfætis, Baldur.

Hefurðu verið að mæra fjölmenningu og fjölmenningarsamfélag í þeirri trú að þín trú yrði grunnur og að það væri i þínu valdi að leyfa öðrum. Nei, Baldur, fjölmenningarsamfélag er: Velheppnuð sambreiskja ólíkra menningarheima, eins og segir í íslenskri orðabók. Í fjölmenningarsamfélagi þá standa ólíkir menningarheimar jafnfætis.

Ef þú ert ekki enn búinn að opna bæði augu þá skaltu drífa í því, vegna þess að þín trú og mín trú samþykkja aðskilnað stjórnmála og trúar, en önnur stærstu trúarbrögð heims, íslam, hafna aðskilnaði stjórnmála og trúar.

Ætlarðu að halda áfram að mæra fjölmenningarsamfélag og tala fyrir því, núna þegar þú ættir að vita að það getur hvergi orðið til, það verður aldrei annað en hugmyndafræði. Tvenn trúarbrögð sem önnur vilja aðskilnað stjórnmála og trúar og hin sem hafna alfarið aðskilnaði stjórnmála og trúar geta aldrei verið jafnfætis í samfélagi. Af þeirri ástæðu er tómt mál að tala um fjölmenningarsamfélag.

Jú, Baldur ræðum endilega saman áður en ákvörðun er tekin, en viltu ekki áður kynna þér hvað hugtökin sem þú notað þýða? Ef þú þarft læriföður leitaðu þá til biskups þíns, hann virðist gera sér grein fyrir því að fjölmenningarsamfélag er hugmyndafræði, að slík samfélagsgerð er hvergi til og verður aldrei neins staðar til, vegna þess að ólíkir menningarheimar munu hvergi standa jafnfætis í samfélagi. Af því að þá stöndum við frammi fyrir stjórnleysi.

Viljirðu kynna þér málin til hlítar leggðu þig þá eftir því að heyra orð Ayaan Hirsi Ali, þar fer vel gefin og vel gerð kona, sem ólíkt þér notar hugtök sem hún skilur. Þess vegna segir hún að einstaklingar eru jafnir en ekki menningarheimar og bendir réttilega á að meðan einn menningarheimur hlúir að einstaklingunum þá leggur annar menningarheimur sig eftir því að hundelta einstaklingana sína og drepa þá, m.a. vegna þess að þeir gengu af trúnni og gengu til liðs við kristni.

Guðrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 05:27

41 identicon

Þetta er ansi athyglisverð umræða sem ég rekst á hérna. Það er einkennandi í þessari umræðu hvernig kristnir láta að sé verið að ráðast á þá þegar rætt er um aðskilnað kirkju og ríkis. Er það virkilega ennþá þannig að kristin gildi sem eiga að heita réttlæt og góð vilja neita fólki um þann meðfædda rétt að velja og hafna því sem að það trúir?

Það er ótrúleg skrumskrælning af höndum þeirra er aðhyllast ennþá núverandi kerfi milli ríkis og kirkju að þeir sem að kjósa að trúa ekki kristnum fræðum og vilja ekki að ríkispeningar fari í að byggja upp og styrkja það sem er ekki þeirra, séu í herferð gegn kristni og vilji þeim illt. Nei við látum krossferðir vera í höndum ykkar trúaðra, við viljum aðeins rétt til að velja og hafna. Kristinn gildi eru að grunni afar góð en mér sárnar að sjá þegar þeir sem boða umhyggju og umburðalyndi fylgja ekki sínum eigin boðum.

Theódór, hvernig er uprisning krists "sagnfræðileg staðreynd" eins og þú segir þegar eina hemildin fyrir því er að finna í Bíblíunni? Er þá ekki eins að segja að Ilíons-kviða Hómers sé sagnfræðileg staðreynd? Staðreyndin er sú að Biblían er ekki staðreynd heldur mörg afar gömul rit sem að hafa farið í gegnum ótal margar þýðingar,  breytingar, og MANNLEGAR (ekki guðlegar) ritskoðanir, það er sagnfræðileg staðreynd kæri Theódór...! Það er ekki okkar sem trúum ekki, að afsanna sögur í biblíunni heldur ykkar að sanna þær, vísindi viðurkenna að kenningar séu kenningar þangað til þær eru sannaðar á meðan að kristnin heldur í staðhæfingar að fyrst að eitthvað er ritað í biblíuna sé það satt og rétt þrátt fyrir engar sannanir. þannig tala vísindin um "þróunarkenninguna" þrátt fyrir að það séu mun meiri og haldbærri sannanir fyrir þeirri kenningu en Adam og Evu og Aldingarðinum. Mér finnst ekkert af því að trúa eða vera kristinn en mér finnst mikið að því þegar trúarhópar vilja taka rétt fólks til að gera upp sinn eigin hug varðandi trúmál eða vilja einungis að sín gildi séu kennd í grunnskólum eða hvar sem er.

Ég er ekki hér til að tala um hver hefur rétt fyrir sér og hver ekki, ég er ekki það hrokafullur að þykjast vita að guð sé ekki til eða að einhver trú er rétt en ekki hin. Ég lifi mínu lífi þannig að ég reyni að gera náunganum gott og reyni að virða rétt fólks til að lífa sínu lífi eins og það kýs. En ég ætla mér að berjast á móti því þegar einhver reynir að troða sínum gildum eða fræðum án þess að kynna fólki fyrir öðrum hugmyndum og leifa þeim að kjósa hverju það trúir.

 Takk fyrir,

 Júlli 

Kjartan Júlíus Einarsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:13

42 identicon

Menn hamast við að lýsa vanþóknun sinni á Kristinni trú.  Það líkist trúboði, hvernig fólk lætur, eins og nefnt hefur verið hér, og mér sýnist að því líði yfirleitt frekar illa.  Það getur með engum orðum lýst hve vitlaus trúin er og kemur aftur og aftur fram til að reyna að lýsa því. 

Boðskapur Krists var friðarboðskapur og kærleiksboðskapur.  Ég skil ekki með nokkru móti hvernig þeir sem kalla sig trúlausa (virðast þó þurfa á haldreipi að halda), geta hamast svona á móti honum.  Vegurinn sem Kristur sagði okkur að ganga er þröngur og við eigum mörg erfitt með að tolla á honum, hvort sem við erum "trúaðir" eða "trúlausir".  Ég hef engan séð bjóða upp á gæfusamari veg fólki til handa.

Kristnir menn þurfa þó ekki að örvænta þótt prestum sé úthýst úr skólum, ég vona þó að svo verði ekki.  Í annarri frétt á Mbl.is er frétt þar sem Menntamálaráðherra skýrir sitt mál betur.  Boðskapur Krists getur þó ekki skaðað nokkurn mann að mínu mati.  En það er á heimilunum sem trúin dafnar og þroskast, það er mest undir foreldrunum komið hvernig Kristinni trú vegnar.  Það hefur líka sýnt sig að í verstu harðstjórnarríkjum, þar sem Kirkjunni hefur verið úthýst, hefur trúin lifað af á heimilunum áratugum saman.

Elvar E (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:19

43 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Í fjölmenningarsamfélagi skilgreina einstaklingar og hópar sig sjálfir og engin mismunun er í gangi vegna uppruna fólks. litarháttar, trúarbragða eða annars slíks. Það breytir því ekki að hver þjóð á sér menningu og sögu sem er samofin lífi þjóðarinnar og er áberandi. Þetta er vel hægt að sameina. Ég hygg að Guðrún gæti sótt ýmislegt í mína smiðju varðandi fjölmenningu. Mér er hugtakið ekki ókunnugt. 

 Vil taka fram að prestar vinna mikið starf oft á tíðum á vettvangi sem flestum finnst gott að þurfa ekki að vera á - óþarfi að hnýta í þessa ágætu stétt einsa og ýmsir trúleysingjar hafa tamið sér.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.11.2007 kl. 10:04

44 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir orð Baldurs um að óþarfi sé að amast út í presta sem slíka (þó að mér finnist eðlilegt að þeir trúi allir sem einn á eingetningu og upprisu)...hitt er svo annað mál að á Íslandi eru til margir prestar og eru nokkrir á ríkislaunum í kjaradómi, á meðan aðrir prestar eru það ekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:05

45 identicon

Fyrsta skref að sátt er að loka á trúboð í skólum, annað skref er að afnema ríkistrú; þá getum við talað saman á jafnréttisgrundvelli

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:10

46 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=I5cXWElb-GE

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 12:20

47 Smámynd: Ingólfur

"...þín trú og mín trú samþykkja aðskilnað stjórnmála og trúar, en önnur stærstu trúarbrögð heims, íslam, hafna aðskilnaði stjórnmála og trúar.

..."

Guðrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 05:27

Guðrún, Í Tyrklandi fyrir skömmu varð allt vitlaust þegar ljóst var sá maður sem hafði mestan stuðning í embætti forseta væri sérstaklega trúaður. Þar er nefnilega lögð áhersla á að skilja á milli stjórnmála og trúar.

Á Íslandi hins vegar er hins vegar varla sá stjórnmálamaður sem vogar sér að tala fyrir aðskilnaði vegna ótta við að fá kirkjuna upp á móti sér. En samt hefur lengi verið vitað að mikill meirihluti landsmanni vilja aðskilnað.

Því höfum við þurft að búa við sérgreiðslur til þjóðkirkjunnar, trúboð í skólum og á síðustu árum líka í leikskólum, í upphafi hvers þings messar biskup yfir þingmönnum og í fyrstu kosningum Ólafs Ragnars varð það að kosningamáli hvort hann væri nú kristinn, vegna þess jú að hann skipar biskupinn.

Ber þetta merki um að kristnin vilji aðskilnað ríkisog kirkju?

Ingólfur, 30.11.2007 kl. 12:44

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Af hverju þarf það sem stofnað er til sem umræðu ævinlega að leiðast út í hnútukast og karp um keisarans skegg? ......trúleysingjar, reynið vinsamlegast einu sinni að halda ykkur við umræðuefnið, í stað þess að hafa uppi ykkar venjubundna vandlætingarraus...

Af hverju ekki að ræða aðskilnað á vinsamlegum nótum og vera sammála um að vera ósammála...

Halda trúleysingjar virkilega að það sé hægt að rjúfa aldagömul tengsl með einu pennastriki? Gera þeir sér enga grein fyrir þeim breytingum sem gera þyrfti á stonunum ríkisins og regluverki ef þetta á að vera framkvæmanlegt. Nær væri að ræða þá hluti, en að halda sí og æ og í síbylju að þylja upp meintar ávirðingar kirkju og kristni gegn almenningi hér á landi sem annars staðar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 15:20

49 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

stonunum=stofnunum

halda=halda áfram

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 15:21

50 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Annars eru einræðisvinnubrögð menntamálaráðuneytisins, þó ég sé að vísu fylgjandi þeim breytingum sem það gerir, dæmigerð fyrir flumbrubanginn og tillitsleysið í samskiptum sem einkennir þessa þjóð, aldrei virðist mega ræða hluti fyrirfram, heldur er allt of oft vaðið í framkvæmdir án alls fyrirvara eða samræðna.Þó er ég ekki að mæla með að við tökum upp hætti dana og svía að diskútera hluti fram í rauðan dauðann, en fyrr má nú aldeilis vera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 15:30

51 Smámynd: Ingólfur

Gréta hvað er umræðuefnið? Er það ekki spurningin sem Baldur veltir fram, hvort það sé verið að kasta kirkjunni úr skólunum án þess að nokkur umræða sé um það?

Ég get ekki betur séð en nóg sé um umræðuna en að það standi á því að kirkjan fari úr skólunum.

Kristnin er vissulega partur af sögu okkar og sjálfsagt að kenna það í íslandssögunni. Einnig er sjálfsagt að kenna sérstaklega kristnar vísanir og tákn í íslensku, þar sem þau eru mikið notað í íslenskum ljóðum og sögum.

Það er líka sjálfsagt að hafa kristinfræðslu sem hluta af trúarbragðafræðslu, svo lengi sem kristnin sé ekki ástunduð eða boðuð í skólanum.

Hins vegar hefur kirkjan ekkert að gera í skólunum og furðulegt af hverju hún er komin þangað inn til að byrja með. Kirkjan sinnir boðun ákveðinna trúarbragða og á því ekki heima í grunnskólunum frekar en ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Hvað þá að það eigi að hleypa þeim inn í leikskólana.

Það hefur verið meirihluti fyrir því í fjölmörg ár að aðskilja ríki og kirkju en ekki bara eitthver hávær minnihluti.

Ef restinni finnst það slæmt að börn þeirra fái ekki að njóta boðun kirkjunnar, að þá tekur það auðvitað bara börnin með þegar það fer í messur í kirkjunni sinni. Til þess eru þær nú einu sinni. 

Ingólfur, 30.11.2007 kl. 16:23

52 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrirgefðu, Ingólfur, en ég þurfti aðeins að anda frá mér pirringi mínum á þeim skorti á málefnalegri umföllun sem sumir aðilar gera sig seka um í nánast  hvert einasta skipti sem þeir setja fram athugasemdir hér á moggablogginu um skrif fólks sem eru á öndverðri skoðun við það sem þeim sjálfum finnst satt og rétt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:28

53 Smámynd: Hilmar Einarsson

Það er með eindæmum hversu hatrömm sú barátta er sem sértrúarhópurinn siðmennt hefur ástundað með trúboði sínu undir yfirskyni mannréttinda Einn forsvarsmanna sértrúarhópsins sat á föstudagskvöldið fyrir svörum í “Íslandi í dag” ásamt þjóðkirkjupresti.  Í þessum umræðum kom fram að það munu ekki vera borgarar af erlendu bergi brotnir sem knýi á slíkar breytingar sem nú er um deilt, heldur séu það þrýstihópar Íslendinga sem standa utan trúfélaga.  Einnig kom fram að þessir hópar virðast misnota og bera fyrir sig það sem kallað hefur verið fjölmenningarsamfélagið.  Slíkt framferði er siðlaust, en kemur ekki á óvart í ljósi þess sem kom fram í umræðunum.  En kannski er þetta í takt við siði og sannfæringu einstakra "trúleysingja" sem virðast halda það að það sé íslensku þjóðfélagi til framdráttar að hver einstaklingur móti þannig þau gildi og siðfræði sem eru honum þóknanlegar, sprotnar upp úr hugarfylgsnum misþroskaðra gáfumenna. Fulltrúi siðmenntar taldi í þessum umræðuþætti þetta ekki ekki vera spurningu um fjölmenningarsamfélag, þvert á þann rökstuðning sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum varðandi þessar breytingar.  Nú er farið að fela sig á bak við “mannréttindi” “þetta sé einföld spurning um mannréttindi, allra, ekki bara sumra”, hægt sé aðsegja sem svo “að kristilegt siðferði er kannski þröng lýsing á hluta þjóðarinnar, siðferði er ekki einkaorð þjóðkirkjunnar eða kristilegra safnaða.”   Í þessari umræðu tók fulltrúi siðmentar sjálfan sig sem dæmi um húmanista sem telur sig lifa eftir ákveðnum siðferðilegum gildum, sem falla kannski ekki allveg saman með kristilegum gildum og telur hann okkur nú búa í þjóðfélagi”þar sem veraldleg gildi hafi sem betur fer unnið á og að veraldarhyggja hafi sem betur fer unnið á í vestrænum þjóðfélögum”.  Það er nefnilega það….. Svo sem áberandi er hér að ofan er hópurinn sem vill kirkju og kristni út í hafsauga endurspglar hversu hatrammir andstæðinga er við að eiga.  Þetta er svo öfgafullur hópur að venjulegt fólk í íslensku samfélagi veigrar sér við að yrða á þetta lið sem bregst oftar en ekki við með formælingum og fordæmingu ef nokkur maður vogar sér að stíka fram kirkju og kristni til varnar. Sjá nánar: http://goldengate.blog.is/blog/goldengate/Trúboð hinna "trúlausu" Húmanísku veraldarhyggjumanna

Hilmar Einarsson, 30.11.2007 kl. 22:05

54 identicon

Ingólfur Harri, mér virðist að þú hafir ekki áttað þig á því sem ég skrifaði, vegna þess að þú blandar saman aðskilnaði stjórnmála og trúar annars vegar við aðskilnað ríkis og kirkju hins vegar. Hin evangelíska lútherska kirkja tekur undir aðskilnað stjórnmála og trúar, eins og er hér á landi. En íslam (sem er m.a. lagabókstafur trúar múslíma) hafnar aðskilnaði stjórnmála og trúar. Aðskilnaður ríkis og kirkju er svo allt annað mál, og um það mál hef ég ekki sagt eitt orð.

Varðandi Tyrkland, þá var það Attaturk (en hann er mikilsmetinn í Tyrklandi þótt liðnir séu margir áratugir frá því hann dó og Tyrkir kalla hann gjarnan "föður sinn") sem í forsetatíð sinni kom því á að stjórnmál og trúmál eru aðskilin í Tyrklandi, þrátt fyrir að shaira-lögin kveði á um annað. Honum var mikið í mun að Tyrkir samsömuðu sig Vesturlöndum en ekki nágrönnum sínum í arabalöndunum. Andstaðan við núverandi forseta Tyrklands var vegna ótta margra um að hann myndi falla frá ákvörðun Attaturks og blanda saman trú og stjórnmálum. Enn eiga Tyrkir eftir að sjá hvort hann stendur við loforð sitt um að gera það ekki.

Hvort prestar "messa" yfir börnum í leikskólum, veit ég ekki. Ég er fullt eins tilbúin að trúa því að þeir spjalli við börnin um kristin gildi og finnst það ofureðlilegt því að samfélag okkar byggir á kristnum gildum.

Þig misminnir að umræðan um trú Ólafs Ragnars hafi verið vegna þess að hann skipar biskupinn. Hún var vegna þess að forseti Íslands er æðsti yfirmaður kirkjunnar.

Baldur, þú virðist ekki horfa á málið frá hinni hliðinni, sem er sú að þegar menningarheimar eru sagðir standa jafnfætis í samfélagi þá þýðir það það að þeir koma allir að stjórn samfélagsins.

Guðrún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:20

55 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Ingólfs Harra: Kristilegt siðgæði er gott siðgæði og byggist á boðorðunum tíu og orðum Krists um kærleika til Guðs og manna. Kærleikur til Guðs og manna fer saman. Á hverju öðru vilja menn byggja siðgæðið? Kóraninum, sem segir að það sé skylda að drepa þá sem eru annarrar trúar?

Upprisa Jesú er studd meiri og traustari sagnfræðilegum heimildum en nokkur annar atburður frá þeim tíma. Margir sagnfræðingar frá 1. öld nefna Jesú Krist á nafn.

Theódór Norðkvist, 30.11.2007 kl. 22:37

56 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Theódór...siðareglur eru gamlar og þurfa ekki Guði á bak við sig. Heilbrigð skynsemi er nóg.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 22:47

57 Smámynd: Ingólfur

Guðrún,

Hvernig getur þú sagt að stjórnmál og trú séu aðskilin ef ríki og kirkja eru það ekki?

Mér finnst fínt að börnum séu kennd góð gildi, jafnvel að prestar geri það. Hins vegar samþykki ég ekki að prestar fari í skólana og selji góð gildi í nefni einnar trúar.

Þeim er frjálst að gera það í kirkjum sínum en ekki í opinberum menntastofnunum í samfélagi þar sem á að vera trúfrelsi.

Ég er sjálfur mjög fylgjandi gullnu reglunni. Hún er ekkert sérstaklega kristin heldur er að finna í mörgum trúarbrögðum, eldir og yngri en kristninni.  En þó bið ég kristna um að spyrja sig, hvernig þeim finndist það ef meirihluti landsmanna tæki upp islam og upp úr því fengju muslimskir klerkar, einir trúmanna, að heimsækja börnin ykkar í leikskólana og spjalla við þau um islömsk gildi. Hvernig þætti ykkur það, jafnvel þó þeir veldu bara út "góðu" gildin úr kóraninum?

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 02:05

58 Smámynd: Ingólfur

Theódór,

Bilblían segir það líka að þú eigir að drepa þá sem eru annarar trúar, allavega ef þeir reyna að boða hana.

Jesú segir reyndar að við eigum ekki að sjá um framkvæmd dómsins, heldur muni hann sjá um það þegar hann kemur aftur, en lögmálið stendur þó samt sem áður.

Það er nefnilega vandamálið að það eru ekki öll kristin gildi svo góð og við þekkjum báðir fjölmörg dæmi um kristna söfnuði sem hafa valið sér gildi sem við mundum aldrei samþykkja í íslensku samfélagi í dag.

Er þá ekki betra að velja gildin eftir því hvort þau eru góð eða slæm, en ekki eftir því úr hvaða trúarbók þau koma.

Það er margt gott í biblíunni, flest er einnig að finna í öðrum trúarbrögðum og í öðrum trúarbrögðum er einnig margt gott sem ekki endilega í kristninni.

Ég vil endilega að börnum séu kenndir góðir siðir, en ekki bara kristnir siðir og alls ekki að kristnin hafi eitthvern einkarétt á þeim. Slíkt mun bara kynda undir átök milli trúarhópa. 

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 02:26

59 Smámynd: Ingólfur

P.S. Getur eitthver útskýrt það fyrir mér hvernig það er öfgatrú(leysi) og "trú"boð að vilja að trúboð sé ekki stundað í grunn og leikskólum?

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 02:28

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geturðu nefnt mér dæmi um slæm kristileg gildi? Geturðu nefnt mér eitthvað eitt gott úr öðrum trúarbrögðum, sem ekki er að finna í kristni?

Í kristni er lögð áhersla á góða breytni, en það er enginn að halda því fram að það hafi ekki verið til guðsótti eða góðir siðir áður en kristnin kom til og hún hafi einkarétt á slíku. Hvaðan fengu trúleysingjar þá hugmynd?

Félagið Siðmennt er samansett af orðunum siður og mennt. Er Siðmennt að gefa í skyn að þeir hafi einkarétt á sið og menntun. Það voru til siðir áður en Siðmennt kom til, hvaða hroki er þetta að gefa í skyn að félagið Siðmennt hafi fundið upp siði?

Það var líka til menntun löngu áður en Siðmennt var stofnuð. Hefur Siðmennt höfundarrétt á orðinu mennt?

Ef Ingólfur Harri vill einhverja fjölmenningar- eða trúarbragðasúpu hér á landi, þá líst mér ekki á það. Hér hefur kristin trú og hugsun verið ráðandi afl og ef menn vilja kasta því, vegna þrýstings frá öðrum menningarhópum frá öðrum löndum, af því að hér býr fjöldi útlendinga með aðra siði, þá eru þeir hinir sömu að segja að við séum ekki lengur sjálfstæð þjóð og ráðum ekki lengur okkar eigin málum.

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 08:39

61 Smámynd: Ingólfur

Í raun er hægt að hægt að finna flest gildi í kristni, góð og slæm, og því er það misjafnt eftir trúarhópum og einstaklingum hvað þeir kalla kristin gildi. Sumir kristnir menn segja að það séu kristin gildi sem segi þeim bæði að ráðast gegn samkynhneigðum og að veita einhverjum fyrirgefningu.

Leiðtogi kaþólikka leggur áherslu á þau kristnu gildi sem segir að það sé rangt að nota smokkinn, og berst fyrir því að hann sé ekki notaður til þess að stöðva útbreiðslu á AIDS í Afríku.

í okkar heiðna sið var mikil áhersla lögð á það að maður ætti að axla ábyrgð á gerðum sínum. Í kristni er lögð meiri áhersla á iðrun sem er ekki alveg sami hluturinn.

Varðandi einkarétt á eitthverju að þá hef ég aldrei heyrt Siðmennt lýsa yfir að þeir eigi eitthverja sérstaka siði, en kirkjunnar menn tala oft eins og fyrirgefning og kærleikur sé eitthvað sér-kristið fyrirbrigði og biskupinn flokkar saman trúleysingja og siðleysingja. 

Ég hef aldrei notað fjölmenningu sem rök fyrir afnámi trúboðs í skólum og þó ég sé ekki á móti fjölmenningu að þá vil ég ekkert frekar að öðrum trúarbrögðum en kristni sé troðoð ofan í börnin.

En af hverju finnst þér í lagi að kristni, sem er upprununn lengst suður í löndum, sé boðuð í skólunum? Er það bara af því kirkjan hefur komist upp með það í þúsund ár að boða landsmönnum sína trú og halda annari trú úti.

Maður hefði nú haldið að eftir 1000 ár væri ekki lengur þörf fyrir trúboð lengur og að fólk fengi sína trúarinnrætingu þegar það fer í messur.

Ef þú trúir því virkilega að við breytumst sem þjóð ef við hættum að stunda trúboð í skólum að þá ertu í raun að viðurkenna að þjóðin er ekki kristnari en svo að hún hætti að kalla sig kristna ef börnin fá sjálf að velja. 

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 13:54

62 Smámynd: Theódór Norðkvist

í okkar heiðna sið var mikil áhersla lögð á það að maður ætti að axla ábyrgð á gerðum sínum. Í kristni er lögð meiri áhersla á iðrun sem er ekki alveg sami hluturinn.

Þetta er misskilningur. Í Biblíunni er hvað eftir annað tekið fram að maðurinn verði dæmdur af verkum sínum. Iðrun merkir að iðrast gjörða sinna og snúa við frá þeim til betri breytni. Sönn iðrun er viðsnúningur.

Ég hef engan heyrt halda því fram að fyrirgefning og kærleikur sé sérkristið fyrirbæri, en kristin trú leggur áherslu á þetta tvennt. Það er ekki það sama og segjast hafa einkarétt á því. Ef einhver tileinkar sér kærleika og fyrirgefningu án þess að hafa heyrt um Jesú Krist þá fagna ég því.

Skólar eru innrætingarstofnanir í eðli sínu, það er eins og sumir skilji það ekki. Ef kristnum gildum á að henda út úr skólunum þá kemur bara einhver önnur innræting í staðinn og ekki víst að hún sé af hinu góða.

Það er hlutverk skólanna að sinna uppeldishlutverki, innræta börnum góða siði og gildi og gera þau hæf til að takast á við lífið. Ég vil meina að kristin gildi og trú sé best til þess fallin, þó ekki séu allir sammála um það.

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 14:15

63 Smámynd: Ingólfur

Það er mikill munur á iðrun og yfirbót og að axla ábyrgð á gerðum sínum.

Þú getur iðrast þess að hafa myrt mann og gert yfirbót með því að vinna gegn ofbeldi annar staðar, án þess nokkurntíman að axla ábyrgð og viðurkenna opinberlega (ekki bara fyrir guði) morðið. 

Ekki það, iðrun og yfirbót hefur sína kosti líka.

Fyrst þú viðurkennir að kristni hefur ekki einkarétt á góðum gildum að þá hlýtur þú að sjá að það er vel hægt að kenna börnunum góða siði og gildi án þess að gera það með kristnu trúboði. Eða telur þú þau gildi sem setja á inn í nýju grunnskólalögin eitthvað slæm?

P.S. Skólarnir eiga ekki að sinna uppeldishlutverki, það er hlutverk foreldra. Skólinn er menntastofnun og inn í því getur vel flokkast að kenna börnum góða siði, en ekki að ala þau upp. 

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 14:43

64 Smámynd: Theódór Norðkvist

Að segja að sérhver maður verði dæmdur af verkum sínum, er það ekki það sama og að segja að sérhver maður sé ábyrgur gjörða sinna?

Þessi gildi hljóma alls ekki illa. Ég vil meina að kirkjan sé ekki að stunda trúboð inni í skólum, þó línan á milli fræðslu og trúboðs sé oft óskýr. Ef ég man rétt þá er talað um lýðræðislega hugsun, sem eitt af þessum "nýju" gildum.

Nú hefur verið lokað á vinaleiðina í einhverjum grunnskólum út af nöldri fáeinna foreldra, aðallega trúlausra. 70-80% foreldra vilja vinaleiðina í grunnskólum. Ég get ekki séð lýðræðið í því, þú verður endilega að benda mér á lýðræðislega gildið í því að hávær minnihluti nöldurseggja eigi að fá að eyðileggja þennan möguleika fyrir þeim mikla meirihluta sem vilja hann.

Börnin mótast af því umhverfi sem þau eru í. Þau eru hálfan daginn í skólanum og því er skólinn sjálfkrafa uppeldisstofnun, þó að sjálfsögðu hvíli höfuðábyrgðin hjá foreldrum. 

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 15:19

65 Smámynd: Ingólfur

Nei það er ekki það sama að leggja áherslu á að þú sem einstaklingur eigir að axla ábyrgð á gerðum þínum (í meðan þú lifir) og svo það að einhver æðri máttur munu dæma þig af verkum þínum þegar þú deyrð.

Samkvæmt rúv er lýðræði ekki nefnt þarna heldur vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildum. Lýðræði er reyndar fínt að kenna og ég lærði um það í grunnskóla. Þá lærði ég líka að lýðræði mætti ekki verða einræði meirihlutans heldur þyrfti að taka tillit til minnihlutans og virða mannréttindi.  Mannréttindi er nefnilega ekki hægt að fella niður af ósk meirihlutans.

En hvaðan hefur þú það að 70-80% vilji vinaleiðina inni í grunnskólunum, og eru þeir þá líka tilbúnir að opna fyrir trúarlega sálargæslu annara trúarbragða líka?

Ég veit það hins vegar að mikill meirihluta landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju. Og  það sést vel í könnunum Gallúps að sá hópur hefur verið að stækka.

Það er hins vegar kirkjan (ekki allir meðlimirnir heldur kirkjan sem stofnun) sem setur stopp á það. 

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 16:05

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í frumvarpinu segir orðrétt að Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.

Mannréttindi segirðu, hvað um mannréttindi þeirra sem vilja fá sálgæslu presta fyrir börnin sín? Er í lagi að troða þau niður í svaðið.

Þessi 70-80% var ágiskun, en byggir á því að yfir 80% eru skráð í lúterska kirkju og ég reikna með að þau vilji flest fá þjónustu og fræðslu presta fyrir sín börn.

Hvaða skoðanakannanir hafa verið gerðar um aðskilnað ríkis og kirkju og hvernig aðskilnað er verið að tala um? Ég vil t.d. sjá fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju, en ég vil ekki láta kasta kristilegu siðgæði út í hafsauga og setja einhvern fjölmenningarsora í staðinn.

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 16:44

67 identicon

Theódór, þeir sem vilja sálgæslu presta fyrir sín börn er í lófa lagt að gera það utan skóla.
Er þetta kirstilega siðgæðið þitt, ég gef ekki mikið fyrir það; it sucks

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:58

68 Smámynd: Ingólfur

Theódór, er eitthvað meira í lagi að troða á mannréttindum 20% þjóðarinnar, eða þó þau væru bara 2%?

Annars hefði ég haldið að þessi 80% fengju kristilega sálgæslu í kirkjunum.

Það er ein í hverju hverfi/þorpi og þessi 80% ættu nú að vita hvar sín kirkja er. 

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 18:11

69 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ingólfur, ef þú hatar þjóðkirkjuna, hvers vegna ertu þá að berjast gegn trúboði og kristilegu starfi almennt? Trúleysingjar hafa, með hatursáróðri sínum, komið í veg fyrir dreifingu Nýja testamenta Gídeon- félagsins, sem eru samtök kristinna manna úr ÖLLUM kristilegum trúfélögum og ekki á vegum þjóðkirkjunnar.

Mér finnst ekkert að því þó prestar bjóði upp á ákveðna þjónustu, sem ég tel að flestir vilji nýta sér og ef foreldrar vilja endilega brjóta þau mannréttindi á börnum að meina þeim að heyra um frelsunarboðskap Jesú Krists, þá mega þau það víst. Þá á bara að bjóða upp á eitthvað annað fyrir þau börn á meðan.

Ég tel þó skárra, eða ekkert verra að prestar fái aðgang að börnum, heldur en kennarar sem eru haldnir ranghugmyndum trúleysis, eða frjálslyndis í siðferði, svo lengi sem prestarnir boði ekki sérkenningar síns trúfélags, eða gangi erinda sinnar kirkju eða nýti sér aðstöðu sína til framdráttar hagsmunum hennar.

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 20:09

70 Smámynd: Ingólfur

Ég vil biðja þig um að gera mér ekki upp skoðanir, hvað þá hatur í garð ákveðinna trúfélaga. Ef það er mannréttindabrot ef foreldri boðar ekki börnunum trú á Jésú, er það þá ekki mannréttindabrot að boða ekki öll önnur trúarbrögð líka, frá islam að norrænu guðunum?

Ég veit ekki til þess að kennarar séu á skipulegan hátt að boða trúleysi.

Ef prestarnir eru ekki í krikjunum til þess að ganga erinda sinnar kirkju eða trúfélags, eru þá kennararnir ekki betur fallnir til þess að fara með það starf?

Ingólfur, 1.12.2007 kl. 20:16

71 identicon

Ég hef fylgst með þessari umræðu undanfarið og langar til að leggja orð í belg.

Elvar segir í innlegi 43:

„Boðskapur Krists var friðarboðskapur og kærleiksboðskapur. Ég skil ekki með nokkru móti hvernig þeir sem kalla sig trúlausa (virðast þó þurfa á haldreipi að halda), geta hamast svona á móti honum. Vegurinn sem Kristur sagði okkur að ganga er þröngur og við eigum mörg erfitt með að tolla á honum, hvort sem við erum "trúaðir" eða "trúlausir". Ég hef engan séð bjóða upp á gæfusamari veg fólki til handa.“

Ég persónulega hef ekkert á móti Jesú Kristi sem slíkum. Ég hef hins vegar ansi margt á móti kirkjunni. Þótt að boðskapur Jesú Krists hafi verið fallegur, þá á hann bara ekkert skylt við hina kristni kirkju. Eða eruði að segja mér að kirkja sem hefur þúsundir og fleiri þúsundir mannslífa á samviskunni, fari eftir fagnaðarerindinu sem hún þykist vera að boða? Það hafa fleiri manneskjur látið lífið af hendi hinnar kristnu kirkju heldur en í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni samanlagt. Þá skiptir ekki máli hvort við erum að tala um kaþólska kirkju, lútherska eða rússneskju rétttrúnaðarkirkjuna, nú eða gyðingdóm eða íslam ef við viljum geta jafnræðis. Þetta er allt sami grautur í sömu skál um leið og þetta er sett upp í kerfi sem miðar að því að viðhalda sjálfu sér. Og ég vil ekkert kirkjuna inn í leik- og grunnskóla. Af nákvæmlega þessari ástæðu.

Elvar segir líka: „Ég hef engan séð bjóða upp á gæfusamari veg fólki til handa.“

Nei? Ok, bara sem dæmi, ætla ég að benda þér á eina bók, sem heitir „Bókin um Veginn“. Þetta er ekki trúarrit, heldur meira í átt við Hávamál, skrifuð af manni nokkrum sem hét Lao Tse. Þetta er afskaplega falleg bók, en gildin í henni eru reyndar keimlík þeim gildum sem Jesú Kristur boðaði, til dæmis leggur Laó Tse mikla áherslu á æðruleysi, hófværð og umburðarlyndi. Samt er ekki verið að gera skurðgoðamyndir af þessum gaur, eða verið að drepa fólk í nafni hans, né plokka pening á sjónvarpsstöðvum af andlega veiku fólki, í nafni hans. Og gettu líka hver var uppi á undan? Jebb, Jesú Kristur var ekkert að finna upp hjólið neitt.

Theódór segir í innleggi 61:

„Geturðu nefnt mér eitthvað eitt gott úr öðrum trúarbrögðum, sem ekki er að finna í kristni?“

Já, það get ég. Í kristindóm er fyrsta boðorðið: Þú skalt ekki aðra guði hafa. Guð er afskaplega afbrýðisamur út í aðra guði og refsar þeim sem voga sér að iðka önnur trúarbrögð harðlega. Boðskapurinn er skýr: Öðrum trúarbrögðum skal ekki sýna neitt umburðarlyndi. No tolerance stefna.

Þessu er öðruvísi farið í hindú  og búddhatrú. Þar er umburðarlyndi númer eitt tvö og þrjú, líka gagnvart öðrum trúarbrögðum. Í hindú er frekar reynt að finna það sem líkt er með trúarbrögðunum, eða þeim hreinlega skellt inn í þann hrærigraut sem trúin er (og af hverju skyldi hún vera það? Jú, því hún boðar umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum). Pæling: hversu margir skyldu hafa verið drepnir í nafni Búddha? Hmmmm....

Meira að segja í hinniumdeildu trú, íslam, er kafli þar sem kveðið er á um að sé manneskja sanntrúuð skipti engu máli þótt hún kalli guð sinn annað en Allah, því þá búi Allah í hjarta hennar og þar með er hún hólpin. Kannski erfitt fyrir suma að trúa, þar sem íslam hefur frekar komist í hámæli vegna annarra og heldur óumburðarlyndari setninga sem má finna í Kóraninum, sem það gildir það sama um Kóraninn eins og Biblíunna, þar er bæði góðan og slæman boðskap að finna.

Og þar er punkturinn minn: Í biblíunni er bæði góðan og slæman boðskap að finna. Hvernig getur nokkur haft á móti því að taka út illa skilgreinda setningu sem kveður á um „kristilegt siðgæði“ og setja í staðinn miklum mun betur skilgreinda klausu sem kveður á um „umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi“. Hvað er svona agalegt við það??

Lilja Sif Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:59

72 identicon

Hin evangelísk lútherska kirkja er þjóðkirkja okkar og ber stjórnvöldum að styrkja hana og vernda.  Þannig hefur það verið lengi og hefur gengið vel.  Stjórnarskráin mælir ekki bara fyrir um þetta, heldur um trúfrelsi og bann við mismunun.  Það ætti því að opna skólana fyrir öllum trúfélögum, sem þar vilja stunda trúboð, ef skólarnir eiga að vera opnir fyrir trúfélögum, smáum eða stórum, á annað borð.  Flestir sjá, hverskonar fuglabjargstrúboð gæti þá komist inn í skólana og truflað þar alla starfsemi.

Þá er spurningin, hvort við getum styrkt og verndað þjóðkirkjuna án þess að hún sé í skólunum.  Ég tel að svo sé.  Kirkjan getur verið utan skólans og tekið við þeim sem þangað vilja koma.  Hún þarf ekki að sækja sálir inn í skólana.  Fræðsla í kristnum fræðum á aukinheldur ekki að vera á hendi kirkjunnar inni í skólanum, heldur eiga skólarnir sjálfir að sjá um kennslu í trúarbragðafræðum.  Það væri t.d. við hæfi að verja umtalsverðum tíma í samfélagsfræði í það að kenna viðhorf helstu trúarbragða.  Hin evangelíska kirkja þyrfti auðvitað verulega mikið pláss í þessari kennslu, vegna fjöldans sem tilheyrir þeim söfnuði, þótt vissulega megi einnig segja að varla þurfi að kenna trú sem blessuð börnin aðhyllast áður og hljóta því að þekkja mikið til strax frá frumbernsku.

Ég vil þó fara hægt í þessum málum.  Best væri að ná um það samkomulagi að kirkjan og önnur trúfélög virtu aðskilnað menntakerfis og trúfélaga nema þegar svo ber til að skólayfirvöld þurfa að kalla til sérfræðinga í tilteknum trúarbrögðum til að sinna fræðslu um þau undir eftirliti og á ábyrgð skólans. 

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:09

73 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér finnst fullmikið notað orðið "trúleysingi" í þessari umræðu. Það að trúa ekki ritningu trúarbragða sem heilagan sannleik eða treysta innihaldi þeirra gerir mann ekkert endilega að trúleysingja. Það er vel hægt að trúa á einhvern Guð eða einhvers konar æðri mátt án þess að aðhyllast einhvern forritaðan söfnuð eða hreyfingu. Þá kann ég betur við orð eins og "vantrúaður", "vankristinn" eða "efahyggjufólk" Við erum ekkert endilega "trúlaus" þó trú okkar á bókina sé ekki eins sterk eða viðamikil.

Þess vegna finnst mér rétt að kenna sögu trúabragða á hlutlausan hátt í skólum og láta boðun eiga sig. Ég tel mig langt því frá að vera öfgafullan.

Páll Geir Bjarnason, 1.12.2007 kl. 22:38

74 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skal viðurkenna að ég veit lítið um þennan Laó Tse sem Lilja Sif nefnir. Því hefur ekki verið haldið fram hér að allt sem Kristur kom með hafi verið nýtt. Hann var að skerpa á mörgu því sem var í Gamla testamentinu, en varpaði nýju ljósi á boðskapinn.

Ef Lilja er svo hrifinn af hindú og búddatrú, þá hvet ég hana til að flytja til Indlands, þar sem sár fátækt og eymd ræður ríkjum, þar sem enginn hjálpar betlurunum sem eru að svelta á götum Kalkútta, af því að þeir telja að örlög þeirra sé karma þeirra, af því að þeir voru svo vondir í 3. eða 4. síðasta lífi sínu.

Ef hún er hrifin af Íslam þá ætti hún að flytja til Írans, Sádí-Arabíu, þar sem hendin er höggvin af þjófum, eða til einhverra þeirra héraða þar sem Sharia lög Íslams eru í gildi. Þar njóta konur svipað mikilla réttinda og virðingar og hundar.

Reyndar kemur hún ekki með neitt gott úr öðrum trúarbrögðum, en bendir á eingyðisboðskap Biblíunnar, sem er ekki í öðrum trúarbrögðum. Það er rétt að Biblían boðar að það sé einungis til einn almáttugur Guð. Hvernig geta verið til tveir almáttugir Guðir?

Theódór Norðkvist, 1.12.2007 kl. 22:49

75 identicon

Það er ekki mjög málefnanlegt Theódór minn að í fyrsta lagi gera mér upp skoðanir og segja að "ég sé svona hrifin af hinu og þessu" og í öðru lagi segja mér að "flytja þá bara til annars lands", landa þar sem vissulega bjátar mikið á, en það kemur umræðunni bara ekkert við. Ég svaraði þeirri beiðni að nefna eitt gott úr öðrum trúarbrögðum sem ekki er að finna í kristni, ég nefndi það líka að alveg nákvæmlega eins og í kristni er bæði boðað illt og gott í langflestum trúarbrögðum. Það að þú getir ekki svarað betur fyrir þig en þetta er leiðinlegt þín vegna en mér þætti vænt um ef þú héldir þig við að vera málefnanlegur þrátt fyrir það.

Og eingyðisboðskapur eða fjölgyðisboðskapur, skiptir ekki máli; umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum, eða þá trúleysi, er bara nauðsynlegur þáttur í tilverunni. Það er bara staðreynd, og sérstaklega í því samfélagi sem við búum í í dag. Því eru þetta gild rök, Theódór. Hvort að það eigi svo að vera einn, tveir, þúsund eða enginn Guð, er svo hvers og eins að ákveða persónulega fyrir sig.

Lilja Sif Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:45

76 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Theódór, það ríkir mikil fátækt í afríku og suður Ameríku þar sem er kristni...hvernig dettur þér í hug að nefna svona dæmi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:51

77 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hreiðar...

"Hin evangelísk lútherska kirkja er þjóðkirkja okkar og ber stjórnvöldum að styrkja hana og vernda."...

Þetta ber að afnema sem snarast að minu mati...þjóðin er vaxin uppúr svonalöguðu og getur vel valið sér sjálf, persónulega kristni!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.12.2007 kl. 23:54

78 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég bið Lilju Sif velvirðingar fyrir að gera henni upp skoðanir, það var ekki ætlunin. Það breytir þó ekki því að hindúatrúin á karma-lögmálið veldur því að fátæklingum er síður hjálpað út úr neyð þeirra og íþar sem Íslam ræður ríkjum er konan lítið meira en húsdýr. Það á að dæma átrúnaði af ávöxtum þeirra, ekki bara yfirlýsingum.

Önnu bendi ég á að kristni er tiltölulega ný af nálinni í Afríku. Þar er þó sennilega einhver almesti krafturinn í útbreiðslu kristninnar í heiminum og afrískir trúboðar eru í fullri alvöru að ræða það að gera út trúboða til að fara til Evrópu vegna þeirrar afkristnunar sem er að verða í söddum og feitum þjóðfélögum þar.

Hvað Suður-Ameríku varðar þá hefur kaþólsk trú verið ráðandi þar, en áherslur hennar eru ólíkar mótmælendatrú að mörgu leyti. Ég tek fram að ég tek undir það sjónarmið að það er ekki rétt að hið opinbera hygli einu trúfélagi á kostnað annarra, kristinna sem ókristinna. Það er atriði sem mætti taka á, án þess að rífa í sundur hinar góðu undirstöður kristninnar.

Úr því við erum að tala um samhengi kristni og lífskjör, þá er mjög áhugavert að skoða hinn efnahagslega uppgang ýmissa Austur-Asíuríkja. Uppgangur Suður-Kóreu er athyglisverður í ljósi þess að þar hefur kristniboði orðið mjög vel ágengt og velgengni annarra ríkja er hægt að skýra með tryggð við kristin gildi eins og dugnað og samviskusemi, þó kristin trú sé ekki áberandi þar.

Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 00:22

79 Smámynd: Ingólfur

Theódór, nú ætla ég að vera einlægur og viðurkenna þá trú mína að heimurinn yrði betri án trúarbragða. Ég tel að án trúarbragða yrði meiri friður og meiri framfarir í heiminum. Ég veit að þú ert mér þar ósammála og það er allt í lagi.

Hins vegar viðurkenni ég það að trú er persónulegur réttur hvers og eins, og því dytti mér ekki til hugar að koma í veg fyrir að eitthver stundaði sína trú, svo lengi sem hún brýtur ekki í bága við lög eða almenn siðgæði.

Ég gagnrýni kirkjuna vissulega harkalega, en aðeins vegna þess að ég tel að hún brjóti íllilega gegn mannréttindum, aðallega trúfrelsinu, með ýmsum hætti.

Ef hún hættir því, þá skal ég hafa mig hægan. 

Mér sýnist þú vera sammála því að hið opinbera, og þar með skólarnir, eigi ekki að hygla einni trúarstefnu á kostnað annara og því sé ég þarna samkomulags grundvöll.

Það er bara spurning um þessa undirstöðu kristninnar sem þú talar um.

Heldurðu ekki að þessar undirstöður haldi þó að við innleiðum alvöru trúfrelsi? Ég held að það sé alveg öruggt að það verði áfram bannað að drepa og stela eftir það og jólin verða sjálfsagt haldin hérna í 1000 ár í viðbót. 

Ingólfur, 2.12.2007 kl. 00:57

80 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guði sé lof (ef hann er til ) að áherslurnar eru ólíkar í kaþólsku (sem ég er alin upp í ) og Lúthersku...en...hvað um framhaldið?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:07

81 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek fram vegna þess sem Ingólfur Harri skrifaði, að ég tel að ríkið eigi ekki að mismuna trúfélögum, en það er annað mál hvort eigi að mismuna trúarstefnum. Ég vil til dæmis ekki veita satansdýrkendum sömu réttindi og fríðindi og kristnum trúarsamtökum. Ég tel að við eigum að standa vörð um okkar kristilega grundvöll og helst styrkja hann frekar en hitt.

Að flestu leyti er ég samt á móti allri mismunun, ef hún er á grundvelli trúar, litarháttar, kyns o.þ.h. og hún er ekki nauðsynleg til að vernda borgarana eða menningarlegan grundvöll okkar þjóðar. Jafnræðisreglu á að gæta eftir því sem kostur er.

Anna, hvað áttu við þegar þú segir "en hvað um framhaldið?" 

Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 02:29

82 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gleymdi að svara Ingólfi um undirstöður kristninnar. Jú, ég tel að það eigi að vera trúfrelsi, annars er ekki alvöru frelsi. Ég myndi reyndar ekki sjá eftir hinum heiðna eða ókristilega hluta jólanna, jólatrjánum, skrautinu, jólasveinunum og mammonsdýrkuninni í kringum þessa hátíð.

Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 02:34

83 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok Thódór flott...en pældu pínulítið í því hversu gífurlega miklum fjármunum ríkiskirkjan myndi tapa við að fólk færi að hugsa sjálfstætt um trúmál???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.12.2007 kl. 02:46

84 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson 

Sigurður Hólm Gunnarsson, 2.12.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband