Jón Bjarnason og aukakílóin!

Ég legg til að ræðutími á Alþingi verði takmarkaður. Jón Bjarnason var næstum búinn að drepa mig í gær.

Ég var á hlaupabretti í World Class fyrir framan sjónvarp og Jón Bjarnason úr Vg var að halda ræðu.  Ég sá að Bjarni Harðarsson var næstur á mælendaskrá.

 Þar sem Bjarni er með skemmtilegustu og gáfuðustu mönnum ákvað ég að hlaupa á brettinu þangað til Jón væri búinn.

 Iðulega hélt ég að Jón væri að klára.  Alltaf þegar hann sveiflaði gleraugunum og tók smá dans í púltinu hélt ég að hann væri að verða búinn.

Aldeilis ekki. Jón stakk sér aftur á kaf í ræðuna af endurnýjuðum krafti. Svona gekk það.

Ég var hins vegar staðráðinn í að hlaupa hann af mér!

 Eftir fimm korter skreiddist ég örmagna af brettinu og var studdur í sturtu. Þegar heim kom var Jón enn að rífa niður fjárlagafrumvarpið.

 Það jákvæða í þessu var að ég léttist töluvert og anda dýpra en áður.

-------- 
Nú ber ég mikla virðingu fyrir Jóni Bjarnasyni. Hann er einn þeirra þingmanna sem tekur starf sitt alvarlega og kemur málum oft á dagskrá.  Ekki síst málefnum lansbyggðar. En bæði hann og aðrir mættu stundum hugsa til þeirra sem eru á brettinu að bíða eftir næsta manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Harðarson með skemmtilegustu og gáfuðustu mönnum landsins? Er það svona svart?

Rómverji (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef oft heyrt menn ganga lengra með stór lýsingarorð en þarna var gert.

Mér finnst að mönnum eigi að leyfast þetta athugasemdalaust, nóg er nú af geldum mannlýsingum.

Mér finnst Bjarni afburðaskemmtilegur maður og það sama finnst mér um góðan samstarfsmann hans Guðna Ágústsson.

Af vanburðum treysti ég mér ekki í harðar deilur um gáfnafar fólks.

Árni Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 12:47

3 identicon

Þú tekur ekki JBj eða hvað þá BHar á einu bretti!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Baldur : vertu bara þakklátur fyrir að Hjörleifur nokkur Guttormsson er ekki lengur á þingi, ofurmaraþon hlaupari hefði ekki lifað hann af á brettinu. 

Magnús Jónsson, 30.11.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Linda

það eru gleði fréttir að þú trónir enn hérna megin við almættið, þrátt fyrir þolinmæðishlaupið á bretti dauðans (nærri þ.a.s.) hahaha.  Skemmtileg lesning.

Linda, 1.12.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 1.12.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosi hefur aldrei rekið nefið inn í þessar svitastöðvar. Að hugsa sér: að unnt sé að hafa stórfé af saklausu fólki sem vill gjarnan hreyfa sig smávegis. Þurfum við að fara inn í þessar skelfilegu svitastöðvar? Anda jafnvel klukkustundum saman svitafýluna af næsta manni?

Nei Mosi klæðir sig eftir veðri, fer í hlý föt eins og kuldagalla og góða gönguskó. Gengur síðan klukkustundum saman úti í íslenskri náttúru. Gaman er að virða fyrir sér sitthvað sem fyrir augun ber: fugla himinsins, fegurð fjallanna, fossanna,heyra vindinn gnauða um trjágreinar og jafnvel skóginn! ENGIN SVITAFÝLA SEM FYLLIR VITIN  - aðeins það sem náttúra landsins býður okkur upp á.

Síðastliðinn sunnudag lét Mosi aka sér inn í Mosfellsdal. Síðan var gengið mót Kára sem var kannski í 8-9 vindstigum gömlum. Niður með Leirvogsá og lang leiðina fram til ósa! Ekki var mjög mikið dýralíf sem mætti Mosa. hann er ætíð að vænta þess að sjá íslenskan ref í sínu rétta umhverfi en því miður var greni  unnið norðan undir Mosfellinu. Allt sem lágfóta hefur til sakar unnið er að hafa góðan smekk fyrir gómsætu íslensku lambaketi! Neðan við neðstu húsin í Mosfellsbæ voru um dúsin hrafna að leik í vindrokunum. Það er eitthvað sem Mosi getur gleymt sér yfir klukkutímum saman að fylgjast með.

Og engin svitafýla af næsta manni!

Kveðja

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband