Össur- hinn íslenski Kennedy?

Össur Skarphéðinsson hefur borið af öðrum ræðumönnum í eldhúsdagsumræðunum í kvöld.  Hann er sá eini sem hefur talað nær blaðalaust. Hann tók þráðinn beint upp frá síðasta ræðumanni.  Össur  er sannfærandi og talar um það sem máli skipti. Mjólkurkýr framtíðarinnar sem eru fyrst og síðast sprotafyrirtæki í tækni- og orkugeiranum.

Ég sé Össur fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins, hann er mælskur, gáfaður, hugsar fram í tímann, talar fjölskrúðugt og myndrænt mál. Fer vel í ræðustól eins og Guðjón Arnar Kristjánsson. Hæfilega gildvaxnir  menn eru oft flottir (uppáklæddir), traustvekjandi og sannfærandi. Össur minnir mig svolítið á Edward Kennedy í ræðustól en virðing þess snillings hefur aukist jafnt og þér með aldri og vaxandi mittismáli.

Nú er einhver í pontu sem byrjaði ræðuna sína svona:  ,,Nú er eitt ár liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Margt hefur gerst á þessum tíma..........." Hafa sumir alþingismenn aldrei lesið neitt um nauðsyn þess að grípa athyglina í upphafi ræðu. Össur haltu ræðunámskeið á þinginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Össur er náttúrlega góður í ræðustólnum - -en stundum gleymir hann sér nú dálítið karlinn.   Eigum við ekki frekar að gera Össur að fastafulltrúa í Öryggisráðinu?   Hann mundi tukta þá til fulltrúa stórveldanna og setja ofan í við N-Kóreu og Íran - - um leið og Múgabe og herforingjar í Myamar fá sinn skammt.

Held að hann mundi líka koma á sambandi á milli Kúbu og umheimsins - núna að gengnum CAstró úr embætti

Benedikt Sigurðarson, 27.5.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"Ask not what your country can do for you; ask what you can do for your country" Frægustu ræðuorð   John F. Kennedy, í eiðdaga ræðunni 1961.

Eða var hann kannski að "vitna" til orða Kahlil Gibran sem skrifaði  í  "The New Frontier," árið 1925--- "Are you a politician asking what your country can do for you or a zealous one asking what you can do for your country?"

En ég er eiginlega viss um að setningin "Ich bin ein Berliner" 1963 í Berlín er orginal :)

Þetta gætu verið þröngir skór fyrir Össur að ganga í.

Kveðja,

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össur er feikna-ræðumaður, það sá ég m.a. og heyrði, þegar hann talaði blaðlaust langar stundir og glæsilega á Alþingi um mál Erfðagreiningarinnar og sjúkraskránna. En honum eru afskaplega mislagðar hendur, eins og alþjóð þekkir, og þó að margt í afstöðu hans til orku- og umhverfismála bendi til þess, að hann, gamli Allaballinn, sé nú "lengst til hægri í flokknum" Samfylkingar, eins og Sigurður G. Tómasson og Andrés Magnússon blaðamaður voru sammála um í þættinum 'Vikulokin' á Rás 1 á laugardaginn, þá væri það eins og að hleypa fíl í postulínsbúð að senda hann Össur í Öryggisráðið.

Jón Valur Jensson, 28.5.2008 kl. 01:11

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Össur getur talað, jú mikil ósköp en stundum á hann það til að fara fram úr sér.

Hvernig var það ekki með laxeldið sem hann kallaði stóriðju framtíðarinnar og vildi setja í hvern fjörð? Það draup aldeilis ekki smjör af hverju strái eins og hann spáði, þvert á móti var laxeldisævintýrið hrein martröð fyrir lánastofnanir, hið opinbera og þá einstaklinga sem þar komu nærri. 

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 09:03

5 identicon

Fyrir mína parta eruð þið nú full brattir herrar mínir. Sumir eru t.d. voðalega fegnir í dag að Össur skuli ekki vera landbúnaðarráðherra m.v. samlíkingu hans á ríkisstjórninni og frískum lömbum sem nudda saman hornum að vori. Lömb fæðast ekki hornótt, í besta falli hrútlömb sem fæðast með litla hnúða. Það gildir ekki um stelpu-lömb. Segir það ykkur eitthvað um hugsunarhátt ráðherrans?

Helga Sigrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Helga Sigrún sæl: Þeim sem ekki lesa á blöðum og flytja almennilega þeim verður alltaf á smámistök.  Það er flokkspólitík blinda að höggva (um of) eftir þessu!

Baldur Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 12:27

7 identicon

Blessaður Baldur, minn gamli félagi. Ég man þá tíð... ;o)

Helga Sigrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:21

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Floksspólitísk blinda hefur aldrei hrjáð mig.  kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband