Hinn íslenski ófriður!

Mestanpart hafa Íslendingar  borist á banaspjótum síðan þeir flæmdu héðan friðsama írska munka. Síðan kom smá friður meðan landið var að fyllast. Þá löng öld ófriðar og ofbeldis- kennd við Sturlunga.  Eftir að landið komast undir erlend yfirráð hóf fámenn íslensk yfirstétt bænda, kaupmanna og embættismanna að kúga illa klædda og hungraða alþýðu manna.  Þjóðinni var haldið í ánauð vistarbands og úrelts hugunarháttar fram á 20. öldina (hver man ekki sjónvarpsþætti Baldurs Hermannssonar). Um leið og hyllir undir fullveldið logar landið í heiftúðugum deilum um fyrirkomulag (uppkastið etc.).  Á þriðja og fjórða og fimmta  tug aldarinnar tókust á heldur rislitlir stjórnmálamenn, komu sér fyrir í skotgröfum sem enn liggja grafnar um landið þvert og endilangt og upp úr þeim gjósa trúarjátningar flokkshollustunnar.  Um miðja öldina rifnar þjóðin í tvennt út af inngöngunni í Atlanshafsbandalagið og fnykurinn af pólítísku hatri allan síðari hluta aldarinnar er stækur.  Á nýrri öld grafa menn skotgrafir út af inngöngunni í ESB og það eina góða við það er að það gæti skemmt hinar gömlu grafir – og bankahrunið - næstum gjaldþrot þjóðarinnar - og hvernig haldið er á á þeim málum öllum gæti enst okkur til ófriðar langt fram á öldina þegar rykið verður löngu sest eftir hina tiltölulega saklausu aðgerð að ganga í ESB.

Hver segir að hér sé leiðinlegt að vera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar fréttirðu, prestur minn, að það væri "saklaus aðgerð að ganga í ESB"? Ég get fátt hugsað mér hættulegra fullveldisréttindum þjóðarinnar og frumatvinnuvegum okkar. Er ekki í lagi að leggja heilann í bleyti um þetta í 10 ár eða svo? Vorum við ekki næstum eina og hálfa öld að berjast fyrir sjálfstæði, fullveldi, lýðveldisstofnun og 200 mílna fiskveiðilögsögu? Varla vilt þú glutra neinu af því niður í vanhugsaðri ímynd(un)arvímu á 2–5 mánuðum?

Svo skil ég ekki þetta um rislága stjórnmálamenn á 3.–5. áratugnum – áttu við, að við eigum þá rishærri nú?

PS. Ég er búinn að svara grein þinni 'Að koma Hitler inn í umræðuna'.

Með jólakveðju,

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 22:22

2 identicon

Það eru menn eins og þú, sem finnast skoðanir annara lítils virði, sem orsaka mestan ófriðinn. Lokaorð greinar í The Telegraph í dag eru:

"The last great era of globalisation peaked just before 1914. You know the rest of the story."

Greinina getur þú lesið hér:

http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/ambroseevans_pritchard/3870089/Protectionist-dominoes-are-beginning-to-tumble-across-the-world.html

Svo skaltu halda því fram að það sé "tiltölulega saklaus aðgerð" að ganga í ESB. Enginn veit hvort sá félagsskapur lifir það, að við sækjum um aðgang.

óþekkur (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:14

3 identicon

Þetta þykir mér nú undarleg sagnaritun hjá þér. Ég fæ ómögulega séð að saga Íslands sé eitthvað frekar mörkuð átökum heldur en saga annarra ríkja - raunar sýnist mér hún öllu friðsamlegri.

Auðvitað hefur verið rifist (rifist en ekki barist) hérna frá því að lýðræðislegir stjórnarhættir tóku að nema land. Stöðugt rifrildi og gagnrýni liggur í eðli lýðræðisríkja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mín söguskoðun er sú að fyrsta höggið sem nefnd yfirstétt Íslands fékk frá 1262 hafi komið frá utanríkisráðherra Íslands 730 árum síðar. Hann lá á því lúalagi að halda víni að óreyndum forsetisráðherranum og fékk hann vegna ölbrests til að koma EES samningnum í gegn um þingið. Það var svo þegar átti að fara að útdeila eignum ríkisins að hann vaknar úr rotinu við að mikið af þessum eigum komust í eigur allskonar manna sem stóðu fyrir utan sýslumannastéttina vegna nefnds samnings.

Tólf ára baráttu hans til að leiðrétta ölbrestinn þekkja allir.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.12.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til þess að bæta svolítið við sagnfræðina (en er hún ekki svolítið vafasöm hjá þér Baldur?) Þá sagði góður Svíi einhvern tímann að hefðum við ekki þjösnast í gegnum þessar ekkisens  Íslendinga sögur svona öld eftir öld, þá hefði þrælslundin hjá þjóðinni kannski orðið minni.

Við það vil ég bæta að kannski hefði orðræðan þá ekki heldur orðið eins hvöss hjá þeim sem leiddust höfðingjasögurnar og þrælslundin.  Og  svo er kannski ekkert að því að umræða sé hvöss? Bara að hún snúist ekki í sífellu um menn en ekki málefni. Eða aukatriði í stað aðalatriða.

María Kristjánsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst þetta undarleg sýn á söguna hjá frjálslynda jafnaðarprestinum.

En hver er ég að dæma hans sögu sem er líklega ekkert mikið sannari  eða lognari en hin um Guð, Jesú og Biblíuna?

Haukur Nikulásson, 28.12.2008 kl. 01:14

7 identicon

Slöpp hjá þér guðfræðisýnin, Nikulás, enda er sú gagnrýni þín órökstudd.

María, Íslendingasögur auka einskis manns þrælslund, og þar er margt sem styður og upphefur hinn sjálfstæða einfara og vegsemd hans.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 01:42

8 identicon

"Um miðja öldina rifnar þjóðin í tvennt út af inngöngunni í Atlantshafsbandalagið og fnykurinn af pólitísku hatri allan síðari hluta aldarinnar er stækur." 

já það er ekkert minna. Ég man ekki eftir öllu þessu "hatri" sem þú talar um.

Þá er það einnig mjög sterkt til orða tekið að tala um pólitískt hatur þegar kemur að inngöngu í ESB.

Aftur á móti eru skilgreiningar sem þessar hefðbundin áróðurstaktík.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 04:13

9 identicon

Eitt er þó víst, Gunnar, að það verður ekki fyrirgefið, ef þessum þingmönnum okkar og öðrum áhrifaaðilum nú (þ.á m. öllum sem stýra dagblöðunum þremur) tekst að troða Íslandi inn í Evrópubandalagið. Þeir hafa það þá ekki sér til afsökunar (eins og mennirnir sem undirskrifuðu Kópavogsvaldaafsalið 1662) að hafa verið tilneyddir og þvingaðir til þessa (þ.e. að láta Ísland innlimast í bandalagið).

En þetta hjá þér um meint "hatur" vegna NATO er alveg rétt – mjög mikill meirihluti Íslendinga var lengst af fylgjandi aðild að Norður-Atlantshafsbandalaginu og yfirgnæfandi meirihluti þegar komið var að aldamótunum. Stækir vinstri menn, sem eru með stærri munn en aðrir að meðaltali, eru hins vegar olnbogafrekir sem fyrri daginn við að endurskrifa söguna eftir sínum kokkabókum, og blekkingaráhrif þess lúsiðna áróðurs ná jafnvel á stundum inn í ritstjórnargreinar dagblaðanna.

Með jólakveðju til þín og þinna.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 13:55

10 identicon

Ég held að gæta megi hófs í orðavali og hatur þykir mér aðeins of sterkt til orða tekið. Hitt er annað mál að þegar að menn temja sér það að færa ekki rök fyrir máli sínu og stimpla skoðannir annara sem áróður þá getur farið illa.

Ég hef ekki ennþá fengið botn í ummæli séra Baldurs;

"Annars vildi ég vara saklaust fólk við myndbandafarganinu sem á að sýna að múslimar/útlendingar/ESB séu vont fólk/varasamir/stórhættuleg samtök. Það er enginn vandi að klippa saman myndbönd og hefur verið iðja öfgamanna um langa hríð.  þeir sem alast upp við heiðarlegar heimildarmyndir verða oft fórnarlömb slíkra mynda."

Hér er varað við myndefni úr EU þinginu. Engin rök eru þó færð fyrir málinu en fólk er varað við.

Ég lít á þetta sem alvarlega órökstudda fullyrðingu. Hvenær hættu menn að færa rök fyrir máli sínu? Hvenær var sú krafa lögð af?

http://www.youtube.com/watch?v=QVeMBNB0cII&eurl=http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

sandkassi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband