Vetrarferðin

Það var töfrum líkast að hlýða á Kristinn Sigmundsson syngja Vetrarferðina – ljóðaflokk eftir Wilhelm Muller – tónlist eftri Franz Schuert í Salnum í gærkvöldi – við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Kristinn er stórkostlegur.  Túlkun hans var mild en þó kraftmikil, döpur en þó dreymin, angurvær en þó gleði blandin.  Ég hélt ég yrði þreyttur í fótunum að hlusta á söng án hlés í einn og hálfan tíma en svo varð ekki -ég gleymdi mér. Hlé varð á hinni venjulegu þjáningu – ég leystist upp og mátti þakka fyrir að komast í líkamann aftur að tónleikum loknum.

 Úr prógramminu tek ég þessa speki Halldórs Hansen: ,,það skilur enginn annars manns gleði eða annars manns sorg. Okkur finnst einungis að við séum að nálgast hvert annað, en í raun göngum við áfram hlið við hlið.”

 ,,Enginn er eyland” sagði Kristinn E. Andrésson.  Samt erum við eylönd og stefnum einsömul í átt til  grafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sá er ekki einn á ferð, sem gengur með Kristi.  Ekki frekar en Emmausfararnir.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.1.2009 kl. 11:55

2 identicon

Ég var þarna líka, þetta voru stórkostlegir tónleikar.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi orð sem höfð eru eftir Halldóri Hansen eru reyndar þýðing á orðum hans í dagbók hans 27. mars 1824. Dagbókin glataðist en nokkrar setningar úr henni hafði einn vinur hans skrifað úr henni áður og það er það sem við höfum. Þessir tónleikar fóru reyndar gersamlega framhjá mér. Öðruvísi mér áður brá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á orðum Schuberts sjálfs á þarna að standa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2009 kl. 14:59

5 identicon

" Enginn er eyland" er ad thví mig minnir heiti sjálfsaevisögu dr?Kristins E. Andréssonar og er einfaldlega vel ordud thýding á hinum kunnu ordum enska skáldsins og klerksins John Donne f. 1572.:"No man is an island ...." o s frv og thadan kemur einnig nafnid á bók Hemingways um spaensku borgarastyrjöldina " For whom the bell tolls" 

Á saensku eru ord John Donne eitthvad á thessa leid:
"Ingen människa är en ö alla är en del av fastlandet.... varje människas död förminskar mig, för jag är en del av mänskligheten.. och sänd för den skull aldrig bud och fråga vem klockan klämtar för - den klämtar för dig"

S.H. (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband