Vinstri grænir þrasa sig niður!

Nú er hin úrsérgegna flokkapólitík komin á fullt. Við skipum okkur í lið, verðum meira og minna dregin í okkar dilka. Sjálfstæðismenn fara að tala með sínum hætti, Samfylkingarmenn með sínum.  Og úrslitin 9. maí eru nokkuð fyrirsjáanleg.  Núverandi tjórnarflokkar tapa einhverju. Forystumenn Vinstri grænna þrasa sig niður í 20%.  Framsókn réttir lítilsháttar úr kútnum, hinir nýju forystumenn of óreyndir.  Frjálslyndir standa í stað. Ný framboð þ.á.m. framboð Lýðræðisbyltingarinnar fá 10-15% atkvæða, því miður, ekki meira, flokksræðið blívur.


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spot on, ef ég má sletta frönsku.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hefur þú trú á að nýtt framboð sé reynt á því sviði sem stjórnmál eru ég hef ekki trú á því að þar komi aðrir fram en sem hafa mikinn metnað fyrir þjóð sína og þeir sem eru hvað mestir hugsjóna menn gengur hvað verst að vinna með öðrum vegna þess að þeirra skoðun er sú eina rétta ég vona að ungafólkið hafi félagsþroska til að vinna með fjöldanum . Það er það sem skiptir máli að vinna með fjöldanum að framfaramálum þannig vinnur samvinnu og félagshyggjufólk eins og þú þekkir. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.1.2009 kl. 20:23

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Því miður Baldur, þú hefur hárrétt fyrir þér og kosningaspá þín mun eflaust ganga eftir. Eftir allt saman erum við það sem við erum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Allt í lagi að spá

.....en eftir svona "hrakfarir" vil ég nú hafa meir trú á "þroska landsmanna" en spáin þín segir til um. ;-)  Svo á nú eitt og annað eftir að ske........áður en að kosningum kemur.

Nei, ekki á sama máli og þín spá  ;-)

Páll A. Þorgeirsson, 27.1.2009 kl. 02:50

5 identicon

Ertu í sannleika að vona, Baldur, að hreyfing með Ástþór Magnússon innanborðs fái meira en 10-15% atkvæða? eða hef ég misskilið eitthvað - eru ekki samtökin Nýjar raddir hluti af þessari hreyfingu?

Mér finnst ástandið alveg nógu slæmt þó að þetta bætist ekki við.

Bestu kveðjur 

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:25

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, ég átti ekki við hreyfingu með hann innanborðs!

Baldur Kristjánsson, 27.1.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband