Áhrifalitlir undirviktarmenn!

Ágúst Ólafur var sendur til þings áður en hann lauk námi.  Framsóknarmenn stunduðu þetta að senda menn á þing áður en þeir fóru í skóla. Þetta er auðvitað séríslenskt og er vottur um hnignun Alþingis.  Með tveimur undantekningum sem hétu Gunnar Thoroddsen og Eysteinn Jónsson hefur sagan sýnt að menn hafa ekkert að gera inná Alþingi fyrir fertugt. Ágætis menn verða áhrifalitlir undirvigtarmenn sé látið undan ungæðislegu frampoti þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað úr mínum munni. Dekur-drengir og stúlkur sem aldrei hafa unnið ærlegt handtak og þekkja ekki lífsbaráttuna af eigin reynslu. Þingið núna er fullt af slíku liði.

PMG (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég vil nú samt fá hann Sigmund Davíð á þing þótt hann sé bara 34 ára - 12 árum yngri enn ég!

Held að hann muni verða á kaliberi Gunnars og Eysteins.

Hvenær ætlar þú að koma aftur heim í Framsókn nýrra tíma?

Hallur Magnússon, 28.1.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þetta með "undirvigtina" - er eins og Birgir Guðmundsson orðaði líka ágætlega um einn Framsóknarmann (sem fékk skjótan og endasleppan ráðherraframa) - að hann væri "pólitískur fyrirburi". .

Við Baldur erum á heimavellinum sem Framsóknarflokkurinn skildi eftir þegar "félagshyggjunni" var endanlega og algerlega kastað fyrir róða  - með valdatöku Halldórs Ásgrímssonar.  Enn hefur Sigmundur Davíð ekki sýnt að hann vilji í alvöru endurnýja þann grunn miðju-vinstri með félagshyggjuna í forgrunn.    Við munum hins vegar fagna því - við Baldur og hvetja til þess að samstarf við Framsóknarflokkinn verði stefnumál hjá Samfylkingu jafnaðarmanna - með jafnræði, félagshyggju og lýðræði í forgrunn.

Benedikt Sigurðarson, 28.1.2009 kl. 10:50

4 identicon

Þetta er nú töluvert villandi. Ágúst útskrifaðist í október 2003 með bæði BA próf í hagfræði og embættispróf í lögfræði (tók sex ár, venjuleg námsframvinda væri átta ár). Ég verð nú að segja að þetta er töluverður árangur hjá 26 ára manni sem náði á sama tíma að rækta pólitískan feril og stofna fjölskyldu. Það eru ekki undirvigtarmenn sem ná þessum árangri.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Alþingi á að vera þversnið þjóðfélagsins og stendur ekki undir því ef þar eru bara ellismellir. Ekki frekar en þing eingöngu samansett af körlum eða lögfræðingum svo einhver dæmi séu tekin. í alvöru lýðræði myndi fólkið úr búsáhaldabyltingunni flykkjast inn á þing í næstu kosningum. Nú er að sjá hversu langt er í viðunandi lýðræðisástand á Íslandi og verða næstu kosningar prófsteinn á það.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 11:24

6 Smámynd: Sævar Helgason

Og nú ætlar Guðmundur Steingrímsson að feta slóð forfeðrana og bjóðast til forystu - oddviti- í NV.  Engin reynsla - bara háskólanám að baki og dálítið spilverk . Hann kom inn sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna - en veit einhver um afrekin þar sem gefa tilefni til 1. sætis fyrir NV sem er ekkert smá landssvæði og að mörgu að hyggja. En hann sagðist haf verið talsvert í sumarbústað Í Borgarfirðinum og þekkti því nokkuð til...   Það væri gaman að þessu er tímarnir væru ekki alvarlegir í lífi þjóðar.

Sævar Helgason, 28.1.2009 kl. 11:33

7 identicon

Tharna er ég ósammála ther. Aldur segir lítid til um "vigt" eda thad hvort fólk hefur eitthvad fram ad færa. Ágúst Ólafur hefur ad mínu mati verid einn af theim sem haldid hefur uppi umrædunni um mannréttindi á althingi. Ég spyr, eigum vid thá líka ad setja efri mork, enga yfir sextugt?

Jóhanna Helgadóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:39

8 identicon

Aldur er afstæður.
Þingmenn eiga að vera þverskurður af þjóðinni.
Enginn á að sitja lengur en tvö kjörtímabil í einu.

Ungu þingmennirnir hafa svo sem ekki allir verið að gera eitthvað stórkostlegt - en það hafa hinir eldri ekki heldur gert.

Berglind (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:54

9 identicon

Afskaplega er þetta nú hrokafullt hjá Baldri að afskrifa alla undir fertugu sem ónytjunga sem ekkert erindi eiga inn á þing. Þetta er álíka gáfulegt og að halda því fram að allir múslimar séu hryðjuverkamenn sem ekkert erindi eigi til Íslands, eða að allir prestar þjóðkirkjunnar boði kraftaverk gegn betri vitund og mergsjúgi um leið íslenska skattgreiðendur.

Að afgreiða fólk eingöngu á grundvelli aldurs, en ekki reynslu, menntunar eða fyrri starfa er afskaplega grunnhyggið og seint hefði ég talið þig Baldur með grunnhyggnari mönnum.

Þar með er ég ekki að halda uppi sérstökum vörnum fyrir Ágúst Ólaf.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:57

10 identicon

Baldur og Benedikt: er nú ekki lag til að stofna Samvinnuflokk Íslands, þ.e. þá hreyfingu pólitíska sem hvarf með íhalds-frjálshyggjuframsókninni hans Halldórs? Skilja flokkseigendafélagið og tengslin við S hópinn/Búnarðbankann/kaupþing/kjalar og ég veit ekki hvað allt þetta frjálshyggjudót stofnaði / stal, eftir í Framsókn á nýrri kennitölu og byrja raunverulega frá grunni á Samvinnumennskunni?

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:59

11 Smámynd: Vésteinn Gauti Hauksson

Ég velti bara fyrir mér hvað Framsóknarflokkurinn er að gera......

 Kristallast það ekki í orðum Halls Magnússon:

"Hvenær ætlar þú að koma aftur heim í Framsókn nýrra tíma?"

Hallur er hér að segja berum orðum að Framsókn nýrra tíma er bara fyrirsláttur. Það verða þarna allir sömu gömlu eiginhagsmunapotararnir áfram - Hver er faðir Sigmundar?

Stjórnarformaður Milestone

Var hann í stjórn Gildis?

Er faðir Sigmundar ekki bara í raun skugginn af Finn Ingólfssyni?

Hvernig er ætlast til að drengurinn geti kafað djúpt í málin þegar nafn pabba hans mun dúkka upp í öllum rannsóknum. Halda menn að hann muni heimta dóm á föður sinn og félaga hans ef þeir reynast sekir um eitthvað - ólíklegt verð ég aðsegja.

Vésteinn Gauti Hauksson, 28.1.2009 kl. 12:00

12 identicon

Hér er ég innilega ósammála þér, sr. Baldur, en oft er ég sammála þér eins og þú veist. Ég vil sjá breidd á Alþingi, þingmenn frá 25 ára aldri til sjötugs. Mönnum hættir líka til að hætta alltof snemma. Við þurfum virðulega ölduga á Alþingi en líka ungt og efnilegt fólk með ferskar hugmyndir.

Ágúst Ólafur var kominn með tvöfalda háskólagráður áður en hann settist á þing, gráður sem ættu að nýtast einstaklega vel á löggjafarþinginu. Hann varnn glæsta sigra í varaformannskjöri og prófkjörum. Vandinn var sá að flokksforystan viðurkenndi í raun aldrei þessa sigra hans og Össur tók gjarnan að sér hlutverk varaformanns, án þess að hafa verið kosinn til þess, hafði hafnað því embætti á sínum tíma. Ekki sérlega lýðræðisleg eða drengileg framkoma það hjá hinum biblíufróða iðnaðarráðherra. En statistík hjá Alþingi myndi sýna að Ágúst Ólafur var með allra virkustu þingmönnum, langði fram fjömörg mannréttindamál o.s.frv. Afar greindur maður með ríka réttlætiskennd. Og svo ráðast á hann einhverjir bitrir forstjórar og fara að tala um rödd hans og niðurlægja á afar ómálefnalegum nótum. Margt sem sýnir að það er ekki sérstaklega spennandi að vera þingmaður í dag þó vissulega séu tímarnir sem við lifum núna sögulegir.

Þessi færsla þín, Baldur , lýstir þröngsýni sem sé, að mínu mati furðulegri þröngsýni, sem maður á ekki að venjast hjá þér.

En vel skil ég Ágúst Ólaf að vilja halda utan að afla sér frekari menntunar ofan á þær tvær háskólagráður sem hann hefur þegar. Hann kemur fílefldur tilbaka og ungur aldur getur jú ekki annað en staðið til bóta. Hvort hann á eftir að fá áhuga á pólitík aftur á tíminn einn eftir að leiða í ljós.

Með bróðurlegri kveðju. Sjalom.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:25

13 Smámynd: Auðun Gíslason

Frámunalega vitlaus skrif hjá þér baldur og kemur á óvart að þú skulir setja svona frá þér!  Í fyrsta lagi klikkaru á menntun  Ágústs.  Í öðru lagi virðist þú haldin þessari fyrru, sem haldið hefur verið að þjóðinni sem stóraleik:  Að menn þurfi einhverja sérstaka menntun til að sitja á alþingi.  Það sést ekki á verkum og virðingu Alþingis síðustu ár að þar hefi setið fólk með þessa "nauðsynlegu" menntun.  Ég held því fram, að til að setjast á Alþingi þurfi aðeins að  vera laus, búa að almennri skynsemi og vera ekki siðblindur.  Hver menntun þess þingmann, sem þjóðin treystir best þessa dagana,  Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hún telst víst ekki langskólagengin er það.  Og þetta með aldur er náttúrulega bara bull!

Auðun Gíslason, 28.1.2009 kl. 12:27

14 identicon

Vésteinn, ofboðslega finnst mér leiðinlegt að sjá menn fara með svona bull eins og þú berð á borð fyrir okkur. Annað hvort eru fávís eða illa innrættur. Vona þín og þinna vegna að það fyrrnefnda eigi við og ekki hvoru tveggja. Ég er ekki framsóknarmaður en mér finnst óþolandi þegar menn nota meðul eins og þín. Faðir Sigmundar er ekki stjórnmarformaður Milestone og hefur mér vitanlega engin tengsl við þá Wernerssyni. Þá veit ég ekki til að hann hafi nein tengsl viðskiptalegs eðlis við Finn Ingólfsson. Hann rak, og rekur held ég enn,  hins vegar hugbúnaðarfélag sem heitir Kögun og fékk, að undangengnu útboði, stóran samning við Ratsjárstofnun. Ef menn vilja meina að það geri son hans að óhæfum stjórnamálamanni verða menn að færa einhver frekari rök fyrir því en að fara með lygar eða ómerkilegar upphrópanir

Gunnlaugur (ekki sigmundsson) (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:47

15 identicon

 GUnnlaugur (Ekki sigmundsson)

Það var nú samt skítalykt af því þegar hann keypti kögun þar sem hann sat báðu meginn við borðið.   

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=89604&mode=threaded

steinar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:00

16 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég bið menn að róa sig!  Ég segi lítið annað en að lítið verði  gjarnan lítið úr mönnum pólitískt fari þeir of ungir á þing.  Ég mæli í sjálfu sér ekki gegn því að ungt fólk láti til sín taka. Mér finnst Ágúst Ólafur einnig gott dæmi um það - vel menntaður og gáfaður eins og hann er- að aldurinn og reynsluleysið getur unnið á móti mönnum. Þrátt fyrir góð tilþrif var hann afskiptur af forystunni.

Ég hefði búist við að menn reyndu að hrekja kenningu mína ( sem er í sjálfu sér bresk þó ég geti ekki feðrað hana)  með dæmum sem sýndu fram á hið gagnstæða. Þau eru kannski ekki til?  Það liggur við að ég fari að halda að hún sé hárrétt!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 13:16

17 identicon

Baldur Varð það ekki Ingibjörg sem gekk á svig við Varaformaninn? Er kannski Ingibjörg með sama eðli og Davíð? Tekur Miðaldra konu eins og Þórunni Ísbjarna morðingja fram yfir vel mentaðann mann eins og Ágúst Ólaf. Eða ætlaði hún Deigi B alltaf að taka við af sér. Þá er bara að koma nógu illa fram við Ágúst svo hann hrekist í burtu. Ég held að bæði þú og Benedikt hljótið að sjá að Samfó hefur ekkert gert fyrir fólkið í landinu. Samfó ber jafna ábyrgð á hruninu.

Logi Óttarsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:32

18 identicon

Á sínum tíma fannst mörgum svart fólk ekki eiga rétt á frelsi. Svona hugunarhættir eru á svipuðu level.

friðrik (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:53

19 identicon

Þú segir enginn undir fertugt.

JFK fór þrítugur á þing. Obama var 36 ára þegar hann fór á ríkisþingið. Blair fór þing þrítugur (hann var ekki áhrifalítill þó áhrif hans hafi verið slæm). Clinton var 33 ára þegar hann varð ríkisstjóri.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:34

20 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skora á þig á móti að finna menn sem ekki komu á þing fyrr en eftir fertugt sem höfðu veruleg áhrif á íslenska stjórnmálasögu.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 14:55

21 Smámynd: Skaz

Ég er ekki sammála því að takmarka eigi aldur þeirra sem mega setjast á þing, hins vegar er ég á þeirri skoðun að fólk á ekkert erindi með að sitja lengur en ca. 10 ár á þingi...

Skaz, 28.1.2009 kl. 14:57

22 identicon

Éamon de Valera var 25 ára þegar hann var kosinn á þing, hann varð forsætisráðherra og forseti. Olof Palme var þrítugur þegar hann var kosinn á þing. Joe Biden varaforseti BNA var þrítugur þegar hann fór á þing.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:58

23 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Íslensku dæmin? kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 15:07

24 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir 36 ára.

Ingibjörg Sólrún 37 ára.

Geir Haarde 36 ára.

Ég var að fara í gegnum ráðherralistann, bara Kristján og Björn voru yfir fertugt.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:12

25 identicon

Annars er listi hérna yfir þá yngstu. Maður kannast við þá flesta.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:19

26 identicon

Ég vil bara taka fram að ég sem skrifaði hér fyrsta sinni undir þessu nafni, mínu rétta nafni sannarlega, er ekki sá Gunnlaugur sem tekur það fram að hann sé ekki Sigmundsson og er ég þó ekki Sigmundsson heldur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband