Jón Sigurðsson og ESB fóbían!

Það er eðlilegt að menn vitni í Jón Sigurðsson á þjóðhátíðardegi ekki síst á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fyrir kemur hins vegar að menn beita honum ótæpilega fyrir vagn sinn og draga þá einfaldar ályktanir af skoðum hans og verkum.  Jón Sigurðsson var t.a.m.enginn einangrunarsinni. Hann vann að sjálfstæði landsins og barðist fyrir frjálsri verslun.  Ekkert í skrifum hans bendir til þess að hann hefði á 21. öldinni verið á móti aðild að ESB svo dæmi sé tekið. Það er svo aftur annað mál hvað mikil fóbía hefur gripið um sig meðal marga vegna hins sárasaklausa ESB.  Ég kom á heimili um daginn þar sem fólkið nötraði og skalf af hræðslu nýbúið að lesa grein þar sem endalokum Íslands var lýst ef gengið yrði í þetta bandalag sjálfstæðra þjóða.  Fullyrt var að innganga þýddi endalok landbúnaðar og að öllum auðlindum okkar yrði rænt. Helst var að skilja á greininni að fólk yrði skilið eftir allsbert og bjargarlaust hér í kuldanum.  Staðreyndin er sú að þegar við göngum í ESB breytist ekkert nema kjör manna batna og verða stöðugri og byggð t.d. á Vestfjörðum eflist ef eitthvað er. Ég veit ekki betur en að landsbyggðin hafi búið við árvissa hnignum síðastliðin tuttugu ár- það er ekki hægt að gera ver.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

"Ekkert í skrifum hans bendir til þess að hann hefði á 21. öldinni verið á móti aðild að ESB svo dæmi sé tekið."

Ef hann vildi losna undan dönum hefði ESB verið honum jafnvel ennþá ógeðfelldara.

Þessi rökfræði þín er eins og Eiríks Bergmanns yfirlandráðamanns á vegum ESB: "Það er fullveldi að mega afsala sér fullveldi!"

Haukur Nikulásson, 19.6.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Rétt athugað, Baldur. Brigsl um föðurlandssvik og gífuryði Hauks Nikulássonar eiga hinsvegar ekki erindi í vitræna umræðu um þetta mikilvæga mál.

Eiður Svanberg Guðnason, 19.6.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hefði maður sem barðist fyrir því að Ísland og Íslendingar myndu sjálfir stjórna sinni löggjöf og sínum utanlands viðskiptum, leggja það til að ganga í bandalag þar sem við ræðum ekki löggjöfinni og væri meinað að eiga í frjálsum viðskiptum eins og við vildum við lönd utan ESB?

vertu ekki að þessu bulli. Jón Sigurðsson barðist fyrir því að Íslendingar gætu verslað við alla. ekki að þeir væru undir einokunar verslun. hvort sem einokunin heitir Danmörk eða ESB skipti þar engu. 

Í ESB getum við ekki gert fríverslunarsamninga við önnur ríki. það er semsagt búið að takmarka frelsi okkar í viðskiptum. ESB inniheldur 500 milljónir manns. fyrir utan ESB standa 6.000 milljónir manns. 

Þeir einu sem eru einangrunar sinnar eru þið ESB sinnarnir sem fyrir ykkar litla líf þorið ekki að standa í eigin lappir og viljið hlaupa til einhvers sem getur hugsað um ykkur og passað upp ykkur svo þið þurfið ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum eða horfast í augum við heimin í kringum um ykkur. 

Fannar frá Rifi, 19.6.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jón var barn síns tíma.

Líklega mundu hann að breyttu breytanda vera harður esb sinni ef hann væri uppi í dag.

En etv ef Jón kæmi í gegnum tímavél skyndilega inní nútímann - þá mundi honum örugglega ekkert lítast á blikuna.

Þyrfti örugglega að fara í mikinn skóla til að átta sig á nútímanum.  Hugsa það.

Fljótlga mundi hann verða afar undrandi á því hvernig sjallaflokkur er búinn að leggja landið í rúst o.þh.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæl Baldur. 

Það voru orð í tíma töluð hjá Sturlu Böðvarssyni fv. forseta Alþingis að vitna til þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar og jafnframt vara við því að við nú framseljum ekki völd okkar og fullveldi útúr landinu.

Það er enginn "fóbía" gegn ESB það er bara mjög mikil og sterk andstaða gegn ESB sem þið aðildarsinnar kallið svo bara"fóbíu".

Samt eru rök okkar andstæðinga fjölmörg og þau sterkustu eru þau að ESB apparatið er hreint tilræði við lýðræði fólksins í aðildarlöndunum og að ESB valdið er steinrunnið skrifræðisapparat sem stefnir að stofnun yfirþjóðlegs Evrópsks Stórríkis.

Þess vegna skiptir það engu máli hvaða samningar hugsanlega munu nást um fiskveiðimál- eða landbúnaðarmál það er bara útilokað að ég og margir aðrir getum nokkurn tímann fallist á það að Ísland gangi í þetta Bandalag.

Það mun aldrei verða friður um það. Aldrei ! Friðurinn er úti í íslensku samfélagi verði þetta mál keyrt svona áfram. 

Mér finnst að þú Baldur og þið skynsamari hluti ESB aðildarsinna ættuð að velta því eilítið fyrir ykkur hvers vegna við mjög margir andstæðingar ESB aðildar erum svona hoppandi reiðir að við tökum okkur óhikað í munn gífuryrði eins og landráðamenn og föðurlandssvikarar þegar þessi mál ber á góma.

Ég hélt nú reyndar prestur góður að þú hefðir nú heldur betur fengið það óþvegið þegar þú fórst í raksturinn og aðrar erindagjörðir uppá Selfoss um daginn sem þú sagðir svo frá hér á blogginu þínu alveg niðurbeigður og steinhissa eftir fjandskapinn og heiftina útí ESB. 

Ég hélt einmitt að það hefði orðið þér góð og þörf lexía til að skilja að þetta er graf alvarlegt mál en enginn svona bara "fóbía".

Er það virkilega þess virði nú þegar þjóðin þarf á öllu sínu að halda og að standa saman í gegnum þessa gríðarlegu erfiðleika, að keyra nú þennan ESB rétttrúnað áfram og splundra þannig þjóðinni. 

Þessi ESB ófriðardula á eftir að verða þessari þjóð dýrkeypt áður en yfir líkur.

Alla vegana helmingur en líklega þó góður meirihluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við ESB yfirráð yfir Íslandi !

Skynsamur friðarins maður eins og þú ættir að sjá að þetta er hreint glapræði.

                            ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !  

Gunnlaugur I., 19.6.2009 kl. 14:23

6 identicon

Ákvörðun um að sækja um og jafnvel ganga í ESB er mjög „stór“ fyrir Ísland og því mikilvægt að umræðan sé fordæmalaus og menn geti velt fyrir sér kostum og göllum sambandsins. Þú hefur oft skrifað málefnalegri greinar Baldur en þessa og ég furða mig á röksemdaskortinum í skrifum þínum um ESB. Þú talar um sárasaklaust samband, samband sjálfstæðra þjóða og fullyrðir án nokkurra útskýringar að hagur sé í aðild að ESB. Það má vera að allt þetta sé rétt hjá þér en væri ekki nær að rökstyðja mál sitt.

Hér eru nokkrar STAÐREYNDIR um ESB

Fullveldi/sjálfstæði

Alþingi hefur látið gera fyrir sig tvær skýrslur um umfang lagasetningar frá ESB í annarri skýrslunni kemur fram að á tíu ára tímabili frá 1994 til 2004 tóku Íslendingar upp 6,5% af regluverki ESB í gegnum EES samninginn. Í hinni skýrslunni kemur fram að árlega sé hlutfall ESB laga að meðaltali 17 prósent af þeim lögum sem sett eru á Íslandi og þá með talið afleidd lög eða lög sem sett eru vegna samningsins en koma ekki beint frá ESB. Það er því staðfest að í dag eru áhrif ESB laga lítil á Íslandi. Í Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi hafa komið út skýrslur sem sýna að allt frá 75%-90% laga sem samþykkt eru á þeirra þjóðþingum komi frá ESB. Það er því ekki hægt að álykta að þessi ríki séu fullvalda þar sem þau hafa ekki lengur ákvörðunarvald yfir eigin löggjöf. Nú skipta völd samt ekki öllu máli þ.e. hverju við myndum ráða innan ESB eða ekki. Það sem skiptir okkur Íslendinga máli er að við ráðum sjálf yfir okkar eigin málefnum og getum mótað það samfélag sem við viljum búa í, það getum við ekki innan ESB.

Sjávarútvegsstefna ESB

Í eigin skýrslum ESB, Grænbók http://ec.europa.eu/fisheries/reform/index_en.htm#, er rætt um algjört hrun á hátt í 80 prósent fiskistofnum og talið er að nærri 30 prósent stofna sé í útrýmingarhættu vegna mikillar veiði. Út frá öllum umhverfissjónarmiðum er þessi árangur ESB skelfilegur og myndi samkvæmt skilgreiningu SÞ kallast umhverfisslys. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur leitt af sér fleiri skip eða um 300 prósent fleiri en í samanburði við USA og Ísland enda eru styrkir til atvinnugreinarinnar bundnir við fjölda skipa og hversu umhverfisvænt eða hagkvæmt er það. Í Grænbókinni er rætt um regluna um hlutfarslegan stöðuleika en hún átti að tryggja að kvótar ríkja héldust að mestu innan eigin landamæra. Það hefur leitt af sér útgerðir hafa einfaldlega skráð skip í þeim löndum sem þau veiða í og allar reglur sem settar hafa verið til að hefta slíkt hafa verið taldar brjóta á fjórfrelsinu samkvæmt evrópudómstólnum. Það kostaði Breta fimm ára stríð við ESB fyrir dómstólum, sem þeir töpuðu, og 100 milljón punda greiðslu í skaðabætur að reyna að loka fyrir kvótahoppið. Ekkert ríki hefur fengið undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegstefnunni og ekkert ríki hefur komist óskaðað frá umhverfisslysinu sem stefnan er. Í lokin vil ég benda á að ESB hefur í 25 ár ætlað sér að breyta stefnunni en ekki enn látið verð að því.

Tollabandalag

ESB er tollabandalag, eins slæmir og tollar eru, en innan múranna er stunduð „frjáls“ verzlun. Hugmyndin var að vara sem framleidd eru á einum stað í sambandinu væri seljanlega alls staðar. Staðreyndin er hins vegar sú að reglugerðir um vörur og staðlar fylgja gjarnan kröfum stórra fyrirtækja og hefta því uppgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Körfur um að a,b og c sé í vörum leiðir til þessa að vörur sem ekki er ætlað að selja um allt sambandið heldur einungis á ákveðnum svæðum eru bannaðar því þær uppfylla ekki ýtrustu kröfur ESB. ESB hefur því og samkvæmt þeirra eigin mælikvörðum dregið úr samkeppni og aukið vægi stórra fyrirtækja. Í því samhengi hljóta smáþjóðir að spyrja sig hvað verði um staðbundna framleiðslu og sérstakar aðferðir við vinnslu á t.d. matvælum.

Lýðræði

Það hefur margt verið sagt um ESB og lýðræði eða öllu heldur lýðræðisskortinn og hallan sem í sífellu virðist vera að aukast. Það þarf ekki að segja nokkrum manni að kjörnir fulltrúar koma lítið að lagasetningu nema þá til að samþykkja og skrifa undir. Mig langar að ræða hræðslu ESB við eigin þegna. Það kom upp sú hugmynd að búa til stjórnarskrá fyrir ESB en hún var felld í Frakklandi og Hollandi en þau lönd leyfðu þegnum sínum að kjósa. Í kjölfarið var ákveðið að hlusta ekki á lýðræðishjalið í puplinum og stjórnarskráin var sett upp í þrjú plögg sem eru nákvæmlega eins og stjórnarskráin fyrir utan 6 greinar sem hafa annað hvort verið teknar út eða breyt. Ekki var kosið í neinu ríki í ótta við að pupullinn segði nei nema á Írlandi og þar sagði þjóðin NEI. Virti ESB þá atkvæðagreiðslu? NEI og nú á að kjósa aftur í október. Afsökun ESB var að fólkið hefði ekki haft réttar upplýsingar um sáttmálan og því þyrfti að kjósa aftur. Það er grundvallarregla í lýðræði að einstaklingar kjósa eftir eigin samvisku og á eigin forsendum. Kjósi menn eftir útliti frambjóðenda, kosningaloforðum, stefnu eða kasti upp á hvað skal kjósa, skiptir í raun ekki máli. Þegar Svíar sögðu NEI við evrunni lét talsmaður ESB hafa eftir sér að þeim væri allt eins gott að segja já því annars þyrfti að kjósa aftur seinna eða þar til svarið væri JÁ.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:03

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Talandi um sjávarútveg - og af því að eg man að einu sinni var verið að tala um tolla þar að lútandi á þssari síðu í tengslum við esb -  og þá hélt einhver því fram a það skipti ekki máli minnir mig.  Auðvitað stórkostleg sóknarfæri í fullvinslu þegar við erum orðnir aðilar.  Gífurleg atvinnusköpun.  Jón gamli hefði stutt þetta.  Hefði séð skynsemina í því:

"Tollar á unnum vörum eru í kring um 20-30% þannig að tækifæri okkar til að fullvinna sjávarafurðir til að skapa atvinnu í fiskvinnslu á Íslandi munu aukast," segir Aðalsteinn Leifsson.

http://www.ruv.is/heim/ahugavert/nanar/store218/item286201/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 15:20

8 identicon

Það þarf að vera einhver fiskur eftir í sjónum til að hægt sé að fullvinna hann. Þar að auki þarf að landa honum á Íslandi. Af hverju ættu erlendar útgerðir að landa fisknum hér á landi þegar það er ódýrara fyrir þá að landa í sínum heimalöndum og vinna fiskinn þar?

Hefur enginn sambandssinna heyrt talað um fríverslunarsamning? Hvað er því til fyrirstöðu að gera slíkan samning um sjávarafurðir við Evrópuríkið?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Prýðisgóð grein Halls Hallsonar um reynslu Nýfundnalands af því að sameinast Kanada er lestur sem ESB sinnum væri holl.

Auk þess er á það að líta að utanríkismál eru byggð á vinskap. Ríki eru ekki vinir, allir samningar ríkja á milli eru eins og hver önnur viðskipti. Drekasvæðið og aðgengi að Norður-Heimsskautsráðinu eru það sem ágirnd ESB snýr að. Á Drekasvæðinu reikna menn með allt að 20 milljörðum tunna af vinnanlegri olíu (vel að merkja bjartsýnustu spár). Ef við (íslendingar...ekki dreift á ESB) fengjum eingöngu 1% af þeim auð, væri um 17 þúsund milljarða króna að ræða. Nokkuð sem myndi útiloka allar skuldir ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, heimila og afgangur yrði samt til staðar (meira hér). Ekki er ég til í að sjá á baki þessa sjóðs.

Viðbótarumbun ESB aðildar, framyfir EES samningin er auk þess allt annað en augljós.

Haraldur Baldursson, 19.6.2009 kl. 15:58

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eiður S. Guðnason ætti ekki að ákveða mikið um það hverjir séu færir um að taka þátt í "vitrænni" umræðu um ESB.

Maður er ekki alltaf tilbúinn að kaupa orð þeirra sem eru búnir að vera á opinberu framfæri alla sína ævi.

Eiður má líka vita að hann, sem sérstakur málfarsráðunautur bloggsins, er ítrekað staðinn að vandlætingu samt pakkfullur af stafsetningarvillum og ambögum í eigin texta.

Þegar jafn stórkostlegt hrun á sér stað vegna græðgi sumra og aumingjagangs annarra er ekkert óeðlilegt að notuð séu stóryrði. Það að nota núverandi ástand til að nauðga okkur inn í ESB er bara landráð.

Ég fæ enn ekki skilið hvernig fólki datt í hug að kjósa flokk sem vill ekki stjórna öðru en því að færa stjórnina til Brussel!

Haukur Nikulásson, 19.6.2009 kl. 16:02

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Vilhjálmur, þú segir:

"Það þarf að vera einhver fiskur eftir í sjónum til að hægt sé að fullvinna hann. Þar að auki þarf að landa honum á Íslandi. Af hverju ættu erlendar útgerðir að landa fisknum hér á landi þegar það er ódýrara fyrir þá að landa í sínum heimalöndum og vinna fiskinn þar?"

Það er nóg af fiski hér við land til að fullvinna hann. Vandamálið er að honum er ekki landað á Íslandi, heldur er hann fluttur út og hann fullunninn þar. Ástæðan fyrir því er að þá komast hjá því að greiða tollana sem fylgir því að flytja hann fullunninn til Evrópu(þar sem mest af okkar fiskur er seldur). Afhverju segirðu að það sé ódýrara að fullvinna hann þarna út heldur en hér heima, hefur eitthvað fyrir þér í þeim málum? Hér geta einmitt verið mikil sóknartækifæri til að fá fullvinnsluna heim til Íslands. 

Varðandi fríverslunarsamninginn sem þú talaðir um. Afhverju ætti ESB að samþykkja einhvern fríverslunarsamning sem hefur aðeins þann tilgang að fella niður tolla sem koma inn í kassann hjá þeirra ríkjum og færa vinnuna frá ESB til Íslands?  Það þætti mér undarlega mikil eftirgjöf hjá ESB ef þeir færu að leggja út í þann leiðangur.

Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 17:08

12 identicon

Það er rétt Jón Gunnar að það er nægur fiskur í efnahagslögsugunni núna en hversu lengur heldurðu að það taki sjávarútvegsstefnu ESB að ganga frá stofnum í kringum landið?

Það tók þá ekki nema 15 ár að leggja miðin í kringum Bretland í rúst.

Varðandi fríverslunarsamninga þá eru þeir sjaldnast einhliða og því ekki ólíklegt að við felldum niður tolla á t.d. landbúnaðarvörum frá ESB í staðin.

Ég gef mér það bara að það sé ódýrara að fullvinna vöruna nær markaðnum sem hún er seld á. Hef ekki séð neinar tölur um að það sé ódýrara að fullvinna vörunu á Íslandi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:39

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já kallinn, þetta líst mér á, fella niður tolla á landbúnaðarvörur. Þú ert bara farinn að tala eins og ESB sinni.

Ég satt að segja held að það verði enginn breyting í Íslenski fiskiðnaði og veiði eftir inngöngu inn í ESB. 1. lagi þá fáum við örugglega Sjávarútvegsráðherrann. 2. lagi, 70% af okkar stofnum eru staðbundnir og við veiðum þá algerlega sjálfir. 3. við fáum aðgang að deilistofnum eins og aðrir. 4. lagi þá finnst mér ótrúlegt að við göngum inn nema við fáum að standa fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB, eða þá að hún taki miklum breytingum við inngöngu okkar.

Veistu það Vilhjálmur, að ég er pottþéttur að þú sért ESB sinni inn við beinið og aðildarsamningurinn verður ekki nándar nærri eins slæmur og þú heldur. Fjandinn hafi það ef þú verður ekki bara orðinn já maður eins og hægri sinnaðir frændur þínir á meginlandinu. Sástu hægri sveifluna í nýloknum evrópukosningunum?

Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 20:45

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fannar frá Rifi sagði hér nánast það sem ég vildi sagt hafa.

En síra Baldur er enginn skuggabaldur, hleypur ekki felur með afstöðu sína, heldur auglýsir hana fyrir alþjóð, jafnvel þótt hann hvað eftir annað sé staðinn að því að hafa ekki lært heima.

Þeir eru ágætir saman, hann og Eiður Guðnason, fv. fréttamaður og ministre extraordinaire et plenipotentiaire, möo sendiherra, báðir jafn-grænir gagnvart þessu valdfreka Evrópubandalagi sem heimtar til sín mestallt löggjafarvald yfir þjóðunum og krefst þess strax í inngöngusáttmálum (aðildarsamningum') ríkjanna, að lög þess (Esb) hafi algeran forgang fram yfir lög þátttökuríkjanna, hvar sem ágreiningur eða árekstrar (conflict) eigi sér stað milli löggjafar ríkjanna og Esb-löggjafar.

Mikið hljótið þið að vera lítillátir, evrókratar íslenzkir, en um leið skeytingarlausir um hag og rétt og reisn ykkar eigin þjóðar. Á að beygja sig fyrir hverju sem er?

Og ótrúleg þessi skrif þín, Baldur, um Jón Sigurðsson forseta. Farðu að lesa hann, eins og ég hef gert árum saman.

Jón Valur Jensson, 20.6.2009 kl. 02:38

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að það sé merki um rökþrot fólks þegar það gríður til að reyna að afsaka eigin skoðanir með að fólk sem er löngu dautt myndi vera sammála þeim. Það er eðlilegt að vitna í texta eftir fólk og reyna að vinna út frá þeim hugsunum sem þar liggja en svona umræða um hvort Jón Sigurðsson myndi vera með eða móti ESB sneiðir framhjá allri hugmyndaumræðu og er því andlega dauð.

Héðinn Björnsson, 20.6.2009 kl. 08:46

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér skjátlast gersamlega, Héðinn. Jón Sigurðsson vildi fá fullt löggjafarvald aftur inn í landið, að við fengjum að ráða okkur sjálf "í vorum eiginmálum", enda ættum við "að réttu lagi fullkomin löggjafarréttindi skilið" (eins og hann ritaði í Nýjum félagsritum, XVIII. árgangi (1858), s. 109). En Evrópusambandið myndi taka af okkur æðsta löggjafarvaldið, eins og sjá má með því að smella á tengilinn í innleggi mínu kl. 2:38, og gera Alþingi að 2. flokks, nei, 3. flokks undirþingi. Og þetta get ég sannað. Þú mátt hrylla þig við, enda er full ástæða til.

Jón Valur Jensson, 20.6.2009 kl. 11:44

17 identicon

Jón Gunnar það að vilja fella niður tolla hefur ekkert með það að vera eins og þið sambandssinnarnir. ESB er tollabandalag og slíku er ég á móti, ég vil versla við allan heiminn ekki bara hnignandi Evrópu. Við fáum ekki neitt örugglega í ESB og gott dæmi um það er að Austurríki hefur verið með sjávarútvegsráðherra, að hvaða sjó liggja þeir aftur?

Þú fullyrðir að ekki verði veiddir staðbundnir stofnar, það er rangt og Írar geta vitnað til um það enda fengu þeir enga undanþágu vegna sinna staðbundnum stofna. Ef Ísland á að fá undanþágu/r þá þurfa öll 27 ríkin að samþykkja þær ef við viljum inn og það þarf að breyta gömlum sáttmálum því nýir sáttmálar mega ekki ganga gegn eldri. Miklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru ólíklegar enda hefur verið rætt um slíkar breytingar frá 1970 og ekkert gerst.

Veistu Jón hvorki ég né aðrir Frjálshyggjumenn í Evrópu erum ESB sinnar og verðum það líklega aldrei.

Það eru öll rök gegn því að ganga inn og þú sem greinilega vilt ganga inn hefur ekki getað fært nein rök með inngöngu né hrakið þau rök sem ég hef m.a. komið fram með t.d. í löngu innslagi hér ofar á í svarkerfinu. Það verður því að álykta sem svo að innganga í ESB sé slæm.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:18

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Voðalega er eitthvað erfitt fyrir suma að skilja.  Maður er bara hissa.  Ég vildi ekki senda menn sem eiga svona erfitt með að skilja sáraeinföld dæmi til að semja við ESB.

Sko, evrópusambandsþjóðir hafa engan sögulegan rétt til veiða innan íslensku lögsögunnar.

Melta þetta svo sem í einn dag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2009 kl. 13:56

19 identicon

Af hverju eru menn að tönglast á þessum með sögulegan rétt?

Það hefur enga þýðingu ef Ísland gengur í ESB. Hvergi í Article 38-47 í Rómarsáttmálanum er fjallað um sögulegan rétt til veiða, einungis sameiginlega stefnu.

Reglan um hlutfarslegan stöðuleika er hvergi að finna í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Reglunni hefur þó verið beitt og var hugsuð sem tímabundin regla og nú hefur komið fram í skýrslu frá sjálfu Sambandinu að reglan virki illa enda auðvelt að komast fram hjá henni t.d. með kvótahoppi. Þá má enn og aftur minna á fimm ára lagalegt stríð Breta við ESB um reglur til að stöðva kvótahopp og halda veiðinni hjá Breskum útgerðum en þeirri deilu töpuðu Bretar fyrir Evrópudómstólnum og þurftu í kjölfarið að geriða 100 milljón pund í bætur og sætta sig stefnu sambandsins.

Hér er áhugaverð skýrsla eftir Dr James Wilkie and associates um áhrif stefnunar á Skotland: http://heimssyn.is/images/stories/documents/a%20warning%20for%20iceland.doc

Hér er skýrsla sambandsins eða Grænbókin:

http://ec.europa.eu/fisheries/reform/index_en.htm#

Ég skora á Sambandssinna að koma með heimildir eða rök fyrir sínu máli.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 16:18

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt rangt hjá þér.  Því miður.  Í rauninni fellurðu. Færð í mesta lagi 2-3 (af 10 mögulegum) og þá mest fyrir viðleitni. 

Sögulegur veiðiréttur er í rauninni ekki nákvæmlega það sama og HS reglan. Eiginlega hin hliðin á henni.    HS reglan fjallar um að ríki fái að veiða úr ákveðnum stofnum í hlutfalli við sem þeir áður hafa gert.   Halda hlutfallslegu jafnvægi.

HS reglan er faktískt, eins og JHB hefur bennt skarplega á, bara varadekk fyrir okkur.  Grunnatriðið er að esb ríki hafa engan sögulegan veiðirétt hér og þessvegna reynir ekki einu sinni á sjálfa HS regluna !

Svo er menn að hræra dáldið saman hugtökum.  Sameiginleg sjávarútvegsstefna esb snýst um sameiginlega stjórnun úr sameiginlegum stofnum.  Allt og sumt.  Öll ósköpin.

Það er líka herfilegur misskilningur í gangi varðandi ákvæðið um "jafnan aðgang" að hafi.  Þetta orðasaband hefur, eins og mál hafa þróast, alls ekki bókstaflega merkingu.  Í upphafi voru aðstæður allt aðrar.  (eg skal útskýra það ef eg er beðinn um sérstaklega)

Eða halda menn að td. Pólland hafi núna bara veiðiaðgang að öllu esb hafsvæðinu hipsumhaps??  Eru menn alveg bara á tunglinu eða hvað !

Ennfremur höfðu Bretar sitt fram í málinu sem þú minnist á en urðu að sjálfsögðu að gæta meðalhófsreglunnar.  Mál breta má rekja til afar frjálslegra reglna þar áður fyrr.   Einnig er kvótahopp ekki ekki svo útbreytt og heilt yfir ekkert vandamál  (misjafnt eftir ríkjum og byggist á reglum innan ríkjanna)

Einnig þýðir ekkert að benda á heimildir ef orðið "heimssýn" er einhvernveginn tengt við það, því hingað til hefur ekkert af viti komið úr þeim ranni og litlar líkur að úr því verði bætt í fyrirsjáanlegri framtíð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2009 kl. 18:00

21 identicon

Ómar ég myndi frekar segja engar heimildir engin einkunn.

Þú segir sögulegan veiðirétt og regluna um hlutfarslegan stöðuleika ekki sama hlutinn en vitnar auðvitað ekki í heimildir.

Hlutfarslega stöðuleika reglan er varadekk samkvæmt einhverri skammstöfun en auðvitað fylgir engin heimild með því frekar en öðru.

Síðan segirðu: „Sameiginleg sjávarútvegsstefna esb snýst um sameiginlega stjórnun úr sameiginlegum stofnum. Allt og sumt. Öll ósköpin.“

En vitnar auðvitað ekki í heimildir. Eigum við að skoða hvað ESB segir sjálft :“ The first common measures in the fishing sector date from 1970, when it was agreed that, in principle, EU fishermen should have equal access to Member States' waters“ Síðan er talað um sögulegan veiðirétt sem síðar varð að hlutfarslegum stöðuleika og er nú á útleið og segir sambandið sjálft: However, in order to ensure that smaller(áherslan á lítil) vessels could continue to fish close to their home ports, a coastal band was reserved for local fishermen who have traditionally fished these areas. Measures were also adopted for a common market in fisheries products. A structural policy was set up to coordinate the modernisation of fishing vessels and on-shore installations.

Þá segir einnig: „All these measures became more significant when, in 1976, Member States extended their rights to marine resources from 12 to 200 miles from their coasts, in line with international developments. Member States also decided that the European Union was best placed to manage fisheries in the waters under their jurisdiction and to defend their interests in international negotiations. After years of difficult negotiations the CFP was born in 1983.“

Með öðrum orðum snýst um miklu meira en „bara stjórnun á sameiginlegum stofnum“

Þá er grundvallarregluna um sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna að finna í Rómarsáttmálanum og hef ég nú þegar vitnað í þær greinar.

Ómar þú talar mjög frjálslega um að þetta og hitt sé sko ekki vandamál og mál Breta var bara klárlega misskilningur og þeir gættu ekki meðalhófs. Hvar eru heimildirnar?

Það eru léleg akademísk vinnubrögð að afgreiða heimildir sem rusl vegna þess hvaðan þær koma. Reglan er sú að menn gagnrýna innihaldið ekki pakkninguna.

Það ætti að vera öllum ljóst sem lesa þetta að þú hefur ekkert fyrir þér í þessu máli Ómar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:07

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ákvæðið um sögulegan veiðirétt er bara reglugerðarákvæði. Það er unnt að fella burt eða breyta inntaki þess, þannig að "sögulegi" tíminn verði lengdur og jafnvel á endanum margfaldaður. Þá gæti hann spannað tímann frá því fyrir útfærslu landhelginnar í 50 mílur 1972 (og 200 1975). Þar með fengju Bretar, Þjóðverjar og Belgar aftur rétt til veiða hér í fiskveiðilögsögu okkar – fyrir utan ýmsar aðrar leiðir, sem þeir hafa til þess í krafti fjórfrelsis- og jafnræðisreglna Evrópubandalagsins. Á öllu þessu eru Esb-dindlar eins og Össur og Jóhanna reiðubúin að taka áhættu og jafnvel fórna – hvað þá páfagaukar eins og Ómar Bjarki Kristjánsson, sýnist mér.

Jón Valur Jensson, 20.6.2009 kl. 20:31

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur, eg hafði einu sinni kennara, merkilegur náungi sá.  Hann sagði eitt sinn: "það er ekki hægt að kenna, þeim sem eigi vill læra" og þetta var viturlega mælt.  Var það nefnilega.

Þú verður að lesa þér betur til um efnið.  Gefa þér tíma.  Kafa dýpra.  Horfa lengra o.s.frv.

Nú, þú mælir td. sem svo:

"Þá er grundvallarregluna um sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna að finna í Rómarsáttmálanum og hef ég nú þegar vitnað í þær greinar"

Ok. hvað segir Rómarsáttmálinn 1957 um þessa ægilegu "sameiginlegu sjávarútvegsstefnu" ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2009 kl. 01:16

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alltaf að bíða eftir því, að Baldur reyni að standa með sínum stóru orðum, en það bólar ekkert á því. Kannski eftir messu dagsins? Ég vona þó, að hann sjái þessa betur í birtu sunnudagsins, því að lengi er von á einum.

Jón Valur Jensson, 21.6.2009 kl. 01:21

25 identicon

Jæja ég sé að þetta er komið niður á þetta plan hjá þér Ómar. Það sjá það allir að þú ert kominn út í horn í þessum rökræðum þ.e. ef rökræður skyldi kallast því þú hefur ekki getað vitnað í eina einustu heimild máli þínu til stuðnings.

Til að svara spurningu þinni: Article 38-47 í sáttmálanum. Ég mæli með að þú fylgir eigin ráði og lesir þig til um það sjálfur.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 03:06

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn taki eftir orðum Vilhjálms Andra: "Þá má enn og aftur minna á fimm ára lagalegt stríð Breta við ESB um reglur til að stöðva kvótahopp og halda veiðinni hjá breskum útgerðum en þeirri deilu töpuðu Bretar fyrir Evrópudómstólnum og þurftu í kjölfarið að greiða 100 milljón pund í bætur og sætta sig stefnu sambandsins." – En 100 milljón pund eru sama sem 21.217 milljónir króna (rúml. 21 milljarður).

Jón Valur Jensson, 21.6.2009 kl. 03:50

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vilhjálmur, ég ? Meina, eg hef ekkert verið að segja (eða gefa í skyn öllu heldur) að eitthvað skelfilegt sé í rómarsáttmála rá 1957 um óhugnalega "sameiginlega sjávarútvegsstefnu.  Það varst þú !

Þetta er algjörlega þitt vandamál.  Not mine.

En hitt get ég sagt að ég býð alveg skjálfandi á beinunum og efast um að ég geti lesið það.  Svo hræddur er ég.  Ætli það sé ekki etthvað svona:  Article 38: "Tilgangur sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu er að stela fiski af íslandi 2009"  Býst við því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2009 kl. 10:55

28 identicon

Já það eru margir sem halda að ESB sé einhver lausn. Þegar gengið er að slíku fólki og það krafið um svör er fátt að finna.

Vilhjálmur ég myndi ekki svara þessum Ómari hann er að reyna að draga þig niður á sinn level. Jón Valur ekki gremja þig á þögn ESB sinna. Þeir eiga það til að þegja þegar þeim verður sannleikurinn ljós eða bulla eins og þessi Ómar, þó þeir viðurkenni hann aldrei. ESB er eins og trúarbrögð, menn ganga fram í blindri trú og afneita öllum sönnunum um annað. Ekki ósvipað og sértrúarsafnaðarliðið í suður og miðríkjunum í USA sem trúir ekki á vísindalegar kenningar og lemur höfðinu við steininn í viðleitni sinni til að sannfæra aðra um sköpunarkenninguna.

Landið (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:03

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta, sem Jón Frímann segir um "seinni hluta 19. aldar" og tilfæringu einhverra landamæra úti á meginlandinu, skiptir ekki nokkru máli í sambandi við löggjafarvald í höndum okkar Íslendinga, dýrmæti þess og sjálfstæðis landsins og arfsins frá Jóni Sigurðssyni. Spraðurbassaskrif með lítillækkandi alhæfingum og niðurmælingu á verðmætustu þjóðréttarlegu ávinningum okkar Íslendinga – í hverra krafti við t.d. færðum út landhelgina í 50 og 200 mílur og öðluðumst jafnvel réttindi þar fyrir utan eins og á Drekasvæðinu – slík spraðurbassaskrif dæma sig sjálf.

Jón Valur Jensson, 21.6.2009 kl. 13:30

30 identicon

Já ég nenni ekki niður á þennan level sem Ómar og Jón Frímann eru á. Ég er heldur ekki að fara að sannfæra þá um eitthvað sem þeir trúa í blindni eins og þú orðaðir það. Það er samt merkilegt að ég vitna í texta sambandsins, lög og skýrslur en það virðist ekki hreyfa við þeim þó þeir séu alveg tómhentir sjálfir og svo fullyrða þeir bara gegn öllum heimildum og heimta að þeir sem lesa sig til og vitna í eitthvað máli sínu til stuðnings skuli takk fyrir fara aftur í bækurnar og lesa betur og lengur þar til þeir eru þeim sammála.

Jón Valur það er synd að fólk skuli ekki hafa betri þekkingu á fullveldishugtakinu og mikilvægi þess að þjóð sé fullvalda og ráði eigin málefnum. Bjarni Ben var lögfróður maður og hafði mikinn skilning á alþjóðasamfélaginu og það var ekki af ástæðu lausu að hann vildi stofna lýðveldi strax 1943. Við skulum ekki gleyma því að kratar líkt og nú og ávalt hafa barist gegn sjálfstæði landsins og verið ólmir að koma okkur í ríkjasamband við aðrar þjóðir.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:03

31 identicon

Það er rétt Jón Valur hann nafni þinn þarf greinilega bara eitthvað að tjá sig. Ég var að forvitnast um þig og las þetta svaka résumé þitt og sé að þú ert mikið lærður maður og þá í Guðfræði sérstaklega. Vona að þú takir ekki til þín ábendingu mína um sértrúarsöfnuði í USA. Ég var að lesa http://frelsi.is/?action=grein_nanar&id=18504 þar sem Kristján segir ,,Vér framgöngum í trú en ekki skoðun‘‘ og ákvað að stela því að hluta frá honum :)

Landið (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:29

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú nú.  Þá verður ekki undan því vikist að horfa í augu þess skelfilega. Hin óhugnalega "sameiginlega sjávarútvegsstefna" í Treaty of Rome 1957:

"Article 38 1. The Common Market shall extend to agriculture and trade in agricultural products. Agricultural products shall mean the products of the soil, of stock-breeding and of fisheries as well as products after the first processing stage which are directly connected with such products."

WTF ! Ha ?  Eg er bara ekkert hræddur !  Hvað er í gangi hérna eiginlega. 

Staðreyndin er nefniega sú að ekkert er minnst á þessi orð "common fisheries policy" Í Róm.  Svo er nú það. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.6.2009 kl. 16:53

33 identicon

Þó ég telji mig mikinn þjóðernssinna og vilji ekki missa einhver völd úr landi.

Að þá þarf grunnur samfélagsins að vera í lagi þ.e. hagkerfið, svo að allt annað geti gengið upp.

Eru ekki flestir sammmála um að krónan sé ónýt vegna smæðar hins íslenska hagkerfisins______?

Hvaða kostir eru þá í stöðunni? Evran eða dollarinn? Eitthvað annað?

Eigum við ekki meiri samleið með Evrópskum gildum en Ameríkskum í flestum málum_____?

Og hvað ætti þá næsta skref að vera???????????????

Ég held málið snúist ekki um það hvort maður sé sammála inngöngu í ESB eða ekki.

Ef skipstjórar ætla að sigla um langan veg; að þá þarf væntanlega að skipta reglulega um olíu; hvort sem sem menn eru sammála því eða ekki;

(og alveg sama í hvað flokki menn eru)

Annars bræðir vélin bara úr sér. (Eins og gerðist=Bankakerfið var orðið of stórt og íslenska hagkerfið bræddi úr sér/ vélin í þjóðarskútunni).

Eins er það með íslenska hagkerfið= Gangverkið/vélin/hagkerfið verður að vera í lagi ef skipið á að geta silglt; þ.e. ÞJÓÐARSKÚTAN.

Málið snýst um tengjast stærra hagkerfi.

T.d. að fá Seðlabanka ESB sem bakhjarl.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 17:24

34 identicon

Mig hryllir við vanþekkingu íslendinga á einfaldri hagfræði og lélegum samlíkingum.

Landið (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 18:04

35 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Jæja, ESB, það er málið. Vonandi taka þeir við okkur sem fyrst svo þessi fjaskennda umræða geti tekið enda og ESB andstæðingar nái niður þrýstingnum og ekki síst að þeim verði ekki að ósk sinni um að breyta Íslandi í N-Kóreu afbrigði, nú eða þá Ískúbu:  

Ingimundur Bergmann, 21.6.2009 kl. 19:39

36 identicon

Og málefnalega umræðan heldur áfram hjá ESB-sinnum

Landið (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband