Alvöru þjóð í alvöru landi?

Kynþáttafordómar eru það þegar þú færir afglöp, glæpi eða verk eða eiginleika einstaklings eða einstaklinga yfir á þann hóp sem hann er sprottinn upp úr eða tilheyrir hvort sem er kynþáttur, þjóð, trúarbrögð eða litarháttur.  Það virðist vera mönnum nokkuð eiginlegt að detta í þessa gryfju og stafar sennilega af nauðsyn mannsins að flokka umhverfi sitt í tilraun til þess að ná utanum það.

Það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að fjölmiðlar og stjórnmálamenn geti gert sitt til þess að ýta ekki undir kynþáttafordóma.  Hér á Íslandi hafa stjórnmálamenn staðið sig vel. Við höfum verið heppin með stjórnmálamenn eða kannski valið góða stjórnmálamenn að þessu leyti.  Þó hefur aðeins Samfylkingin skrifað upp á skjal ætlað stjórnmálaflokkum í Evrópu þar sem lýst er skýlausum vilja til þess að byggja samfélag án kynþáttafordóma.  Mér finnst fjölmiðlar á Íslandi vera brokkgengir að þessu leytinu til en Morgunblaðið stendur sig vel samanber leiðara blaðsins í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Komdu heill og sæll Baldur. Getur þetta ekki snúist í andhverfu sína. Mér finnst viðbrögðin við skrifum Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur hafa farið úr böndunum. Þar trúi ég að fari vel meinandi kona og mannvinur. Það má ekki innleiða þöggun í það sem brennur á mörgum. Ég setti færslu um þetta hjá mér, en missi trúlega kennarastarfið út af spurningunni í fyrirsögninni :°) Með kærri kveðju, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.9.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, þetta er spurning um að hugsa ekki heimskulega.  Hugmyndin er þessi: það er mannfjandsamelgt að draga aðra í dilka eftir uppruna, litarhættie ða trúarbrögðum.  það á ekki hindra fólk í að fordfæma hið illa hvar sem það birtist. Vil ekki kommentera á GÞH.  hef oft furðað mig á hennar skrifum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Til áréttingar!  það er sjálfsagt og eðlilegt að fjalla um að glæpagengi komi frá Póllandi en að fara svo að tala um Pólverja almennt sem varasaman hóp er í besta falli heimska.

Og þetta á svo við almennt talað að breyttu breytenda. kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

..besta falli hugsunarleysi vildi ég sagt hafa.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þú hugsar aðeins of mikið um rasisma þetta jaðarar við árattu , þetta verður geðveiki hjá sumu fólki að reyna finna rasisma allsatðar og ef hann finnst ekki þá er hann búinn til af þeim aðilum

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.9.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Baldur enn annar öfgavinstri-kommunisti   sem hatar hvít fólk

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.9.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband