Hrópað að Rögnu !

Mótmælendur komu í veg fyrir það með hrópum og köllum að Ragna Árnadóttir gæti flutt ávarp sitt í Öskju í gær á mannréttindaþingi.  Hópur af ungu fólki hefur nú tekið mótmæli skrefinu lengra en áður hefur tíðkast og kemur nú í veg fyrir að fólk geti talað. Hvað verður næsta skref?

Annars fannst mér merkilegt hvað fjölmiðlar sýndu ráðstefnunni lítinn áhuga. Eru ekki skilyrði til að reka fjölmiðla hér sem hægt er að taka alvarlega? Þarna var m.a. fjallað um ærinn vanda Mannréttindadómstólsins, aðbúnað í fangelsum í Evrópu og kynþáttafordóma í Evrópu. Allt saman verðug viðfangsefni fjölmiðla sem litu á það sem hlutverk sitt að fræða og upplýsa og gefa réttlætinu auga. Og þingmenn létu ekki sjá sig fyrir utan Lilju Mósesdóttur sem var einn málshefjenda.

Í matarskorti tala menn bara um mat.  Í efnahagshruni kemst ekkert annað að en efnahagshrun.  Það er málið. Sjóndeildarhringur þrengist. Vitleysan magnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Mjög sorglegt og alvarlegt mál í alla staði.  Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 10:01

2 identicon

Ég er sammála hverju orði. Það er sitt hvað mótmæli og skríllslæti.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er kannski alvarlegt en ekki eins alvarlegt og brottvísun flótamannanna. Það var komið í veg fyrir að einstkalingar geti lifað við mannsæmandi aðstæður. Fáir finna að því á bloggi, það finnst víst fáum sorglegt,  en menn froðufella alveg yfir þessum mótmælum. Og hélt svo ráðstefnan áfram án þess að menn minntust einu orði á framkomu yfirvalda við þessa flóttamenn rétt eins og menn nefna ekki snöru í hengds manns húsi?

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Ekki ætla ég að dæma við hvaða aðstæður svona menn búa við í Grikklandi, hins vegar hafa þessi skrílslæti skemmt fyrir málstað þessara flóttamanna.  

Bæði var athyglinni dreift frá flóttamönnunum og yfir á lætin og svo spyr maður sig er hvort fólk sem hagar sér svona hafi yfirleitt yfirvegaða yfirsýn á málin.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég bara segi það að ég vil ekki að Ísland verði flóttamanna paradís eins og svo margir ýja að og gera allt til að agentera fyrir. Menn sem mótmála á hvorn veg huldir í framan eru lögbrjótar að ætti að dæma samkvæmt lögum. Ég veit ekki til þess að það hafi verið tekið úr lögum að það sé bannað að hylja andlit sitt.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Skortur á skörungsskap dómsmálaráðherrans, Rögnu Árnadóttur, varð til þess að hún lét upphlaupsskríl svipta sig málfrelsinu. Hvaða svar fengi Ragna hefði hún hringt í lögregluna:"Ragna mín við höfum engan tíma eða fjármuni til þess að eltast við svona mótmælendakvabb, nema náttúrulega þú látir okkur hafa meiri peninga. Við erum með mannskap í því að vinna traust götustelpu frá Litháen, sem vill ekki segja okkur satt um erindi sín hingað til lands, auk þess sem meintir vinir hennar og félagar, sem sitja inni, að vísu, geta aldrei sagt satt orð. Og ekki getum við vísað þessu pakki úr landi, þá verður allt vitlaust, eins og þú veist svo vel. Svo er það allt götuvændið sem færist í aukana (við vitum að vísu ekki við hvaða götur það er) að ógleymdri allri skipulögðu glæpastarfseminni, sem er bara algerlega að vaxa okkur yfir höfuð. Ragna mín málfrelsið verður bara að gjalda í þessum hrikalegu aðstæðum."

Verður geðleysi og aulaháttur stjórnvalda öllu meiri? 

Gústaf Níelsson, 17.10.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: TARA

Það er sorglegt að svona skuli vera komið....en sorglegra finnst mér að fólk hagi sér eins og versti óþjóðalýður og leyfi fóki ekki að tala máli sínu og gera síðan athugasemdir.

TARA, 17.10.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Baldur og þakka þér fyrir síðast, ég var einmitt þarna á ráðstefnunni.

Ef við teljum það ámælisvert að ónáða og hrópa að ráðherra þar sem til hans næst finnst mér skalinn vart ná yfir þann glæp að henda Noor 19 ára ungling eftir hart nær 2ja ára bið hér og öðrum í sömu þörf fyrir skjó,l á vergang í Grikklandi til að verða svo nær örugglega fluttir aftur í þá hættu sem hann flúði. Í Grikklandi leggja stjórnvöld til 300 svefnpláss fyrir alls 50 þúsund hælisleitendur (skv skýrlu Rauðakross Íslands á vef þeirra http://www.rki.is/.)

Sjálfur myndi ég ekki nota þessa aðferð til að tjá mig en get ekki áfellst aðra fyrir það og síst að þeir sem taka ákvöðrun eins og þessa um að henda lífi fólks í ruslið geti kvartað yfir „ónæði“.

,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 16:08

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það hljómar svolítið holt að ráðherra kvarti yfir „truflun“ og vera „svipt málfrelsi“ af fólki sem á engann vettvang til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri annan en þennan og sambærileg úrræði.

Ráðherra hinsvegar getur kvatt sér hljóðs hvenær sem hann kýs hvar sem til almennings næst, t.d. hvnær sem er og fyrirvaralaust í beinni útsendingu frá ræðustól alþingis, ráðherra getur fengið viðtölum í sjónvarpsfréttum þegar hann kýs svo, og við að veifa fingri til þátttastjórnenda væri laust sæti fyrir ráðherra hvenær sem hann vildi í umræðuþáttum. Sama á við um alla prentmiðla, en einnig er ráðherra greið og opin leið allt árið um kring til að ávarpa ráðstefnur, fundi og fyrirlestra háskólasamfélagsins, stjórnmálaflokka og félagasamtaka. Enginn myndi neita ráðherra sem óskar eftir að tjá sig um aðgang og vettvangi.

- Nema í þetta eina sinn.

- Allt öðru máli gengir um þetta unga fólk sem á hvergi vettvang og fær ekki sín sjónarmið flutt brenglunarlaust í fjölmiðlum, hvað þá hælisleitenurnir sjálfir - hvert er raunveruelgt tjáningafrelsi þeirra og vina þeirra í samanburði við ráðherra?

Það sama á við eins og þú ert hér líka að benda á Baldur um allt varðandi mannréttindi og alla sem hafa unnið fyrir mannréttindum, þar á meðal hælisleitendur. - Það er nær vonlaust að fá fjölmiðla til að fjalla um þau mál eða koma þeim sjónarmiðum að eða á dagskrá á Íslandi og hefur verið lengi.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 16:31

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt það sé slæmt að þurfa að senda flóttamenn úr landi, þá gagnast flóttamönnum ekki þótt verið sé með skrílslæti við dómsmálaráðherra.  Það frekar skemmir fyrir en gerir ekkert gagn.  Það væri líka fróðlegt að vita hvort það fólk sem hefur sig mest í frammi væri tilbúið að taka flóttamann inn á sitt heimili og fæða hann og klæða.  Það er auðvelt að krefjast alls af öðrum, en vilja svo ekkert gera sjálfir.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2009 kl. 17:18

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jakob það er undarlegt hvernig öll mótmæli sem eftir er tekið eru sögð skemma málsstaðinn. Þetta hef ég heyrt í 40 ár en ég hef þó aldrei séð árangur af því að mótmæla ekki - þá er það kallað „tómlæti“ og að þögn sé sama og samþykki.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 17:21

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jakob, ég get upplýst þig um það að hópur ungs fólks hefur einmitt skipt með sér verkum nú í meira en ár við að aðstoða hælisleitendur þar, þar á meðal að hýsa þá heima hjá sér og eftir föngum að útvega þeim sjálfstæð herbergi og húsnæði, einnig atvinnuleyfi og vinnu. Einnig að túlka og þýða gögn sem ráðuneytið og útlendingaeftirlitið hefur lagt fyrir þetta fólk á íslensku og beinlínis neitað um enska þýðingu, hvað þá á móðurmál þeirra. Fórfýsi og dugnaður þessara sjálfboðaliða hefur verið og er einstakur og öllum til eftirbreytni.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2009 kl. 17:46

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála Helga Jóhanni.

Ég vil bæta því við að Vesturlönd bera mikla ábyrgð á að þetta fólk er nú að flækjast á vergangi. Ísland getur auðvitað ekki leyst þessi mál eitt en við berum líka ábyrgð. 

Sigurður Þórðarson, 17.10.2009 kl. 21:24

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Um hvað ætlaði Ragna að tala á fundinnum? Mannréttindi? Hún veit nú ekki hvað það er, svo málið er dautt.. Það er allt í lagi að garga á fólk. Það vaknar kanski...

Óskar Arnórsson, 18.10.2009 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband