Mannréttindastarf innan ESB !

Eitt af því góða sem mun fylgja aðild okkar að Evrópusambandinu er aukið eftirlit með mannréttindum.  Stofnunin innan ESB sem skiptir sér af því heitir Fundemental Rights Agency (FRA) og er m.a. í samstarfi við samsvarandi nefnd Evrópuráðsins ECRI.  FRA hefur nú beint sjónum sínum að kjörum Roma fólkisins og ,,Travellers” innan Evrópsambandsins og komist að því að þessir hópar verða fyrir misrétti  í aðgangi að húsnæði, aðstæður þeirra eru ömurlegar og þeim er oft vísað úr landi eða milli landa án réttmætrar ástæðu.  Þá kemur það fram að Roma  fólkið veit oft ekki um rétt sinn. Nánar fyrir forvitna um mannréttindi innan ESB http://fra.europa.eu  Þar er meðal annars fjallað um mansal á börnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

"FRAT" er eitt af ótal mörgum svokölluðum skrautfjöðrum og leyfisskyldum- og skráðum undir apparötum ESB skrifræðisins sem engu koma í verk til bjargar mannréttindum eða þeirra sem lítils mega sín innan kefisins sjálfs eða gagnvart gengdarlausu ótéttlæti sjálfs ESB kerfisins sem þau sjálf standa fyrir og verja í bak og fyrir.

Kerfi sem reisa múra til þess að verja völd sín gegn lýðnum og minnka lýðræðið kerisbundið jafnt og þétt eins og með Lissabon sáttmálanum munu alltaf á endanum falla og sagan mun dæma þau og verk þeirra á ruslahauga sögunnar.

Akkúrat svoleiðis virkar allt ESB apparatið !

Gunnlaugur I., 20.10.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Bið menn að halda ró sinni hvort sem þeir eru að segja eitthvað af viti eða ekki.  BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 20.10.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband