ESB - kjör almennings munu batna !

Það ert nokkuð víst að lífskjör almennings á Íslandi munu batna við inngöngu í ESB.  Það er nokkuð víst að réttindi launafólks verði betur tryggð. Sama má segja um réttindi neytenda.  Hagur íslenskunnar mun vænkast. Íslenskan verður mál meðal mála.  Menningarlíf mun dafna.  Kvaðir um mannréttindi  verða á okkur lagðar. Ekkert bendir til annars en að innganga í ESB verði góð fyrir vöxt og viðgang dreifbýlis. Landbúnaður fær margvíslega vernd.  Það er nokkuð víst að hagur okkar við það að verða sjálfstæð þjóð meðal sjálfstæðra þjóða í ESB mun vænkast á nær sviðum og  örugglega þegar á heildina er litið.  Það er helst að sérhagsmunir hvers konar verði undan að láta.


Alþjóðahús -gott konsept !

Skaði ef Alþjóðahús leggst af.  Þetta er gott konsept sem hefur vakið athygli út fyrir landssteina.  Starfssemi Alþjóðahúss og Fjölmenningaseturs á Ísafirði er eitt af þv í sem ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) hefur hósað. Eitt af því sem er mikilvægt er að miðstöðvar á borð við þessa hafi sterkan prófíl þannig að þeir sem þurfa á þjónustu að halda viti af henni, einnig að þær séu ekki bundnar við tiltekin sveitarfélög en slík mörk gera flókin mál enn flóknari fyrir væntanlega notendur.
mbl.is Slíta samstarfi við Alþjóðahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Racial profiling" í Leifsstöð?

Jens Guð skýrir frá því á bloggsíðu sinni að tollverðir í Sandgerði stöðvi alltaf Víetnamska konu og leiti á henni þegar hún fari um flugstöðina.  Í athugasemdakerfi hans  koma fram svipaðar frásagnir um fólk af sýnilegum minnihlutum sem sé ávallt stöðvað.

Ef rétt er þá beitir tollgæslan ,,racial profiling“ þ.e. gefur sér að fólk sem sýnilega er úr minnihlutahópi sé líklegra en annað fólk til þess að aðhafast eitthvað ólöglegt.  Þetta er eitt form af rasisma. Þessi hegðun mismunar fólki, eykur og styrkir fordóma.  Að áliti Evrópuráðsins er þetta, fyrir utan það að vera óboðlegt,  ekki árangursrík leið í löggæslu og leiðir beinlínis til að öryggisstig lækkar.  Þá sé  vel kunn staðreynd að ,,racal profiling“ skapar reiði hjá þeim sem fyrir verða og kemur í veg fyrir samstarf og samvinnu lögreglu og minnihlutahópa.

,,Racial profiling“ þ.e. að sigta fólk út eftir upprunaútliti  er vel þekkt fyrirbrigði í Evrópu og er eitt af því sem Evrópuráðið (ECRI) hefur gagnrýnt mjög.  Vonandi er þetta ekki tilfellið í Flugstöðinni, en ástæða til þess að athuga það. Þetta getur verið meðvitað og ómeðvitað. Og annað.  Vonandi fá tollverðir tilsögn í þessu svo þeir geti varast þessa augljósu gildru.


Erun skuldsettir auðmenn að kaupa upp íslenskar bújarðir?

Er fámennur hópur manna búinn að eignast 40% af mjólkurkvóta landsmanna? Er fámennur hópur manna skipulega að kaupa upp bújarðir landsins? Það hríslast hrollur um mann við lestur um fyrirtækið Lífsval á Pistlar.com  Samkvæmt þessum pistli hafa félagið og skyldir aðilar keypt á annað hundrað bújarðir, sem fylgja góð hlunnindi t.d. veiði og vatnsréttindi auk jarða með framleiðslurétt í sauðfjárrétt og mjólkurframleiðslu.  Sé þetta rétt gæti orðið erfitt í samningaviðræðum við ESB að fá ívilnanir fyrir íslenskan landbúnað á þeirri forsendu að hér séu rekin fjölskyldubú. 

Annars getur það orðið íslenskum landbúnaði skeinuhætt ef við göngum ekki í ESB með þeim ívilnunum sem þar verða vonandi í boði.  Annars gæti íslenskur landbúnaður staðið uppi berskjaldaður þegar þeir Alþjóðlegu samningar um tollaniðurfellingu sem við höfum þegar skrifað upp á taka gildi.

 

 


Til hamingju Hornafjörður!

Vissi ekki að ég væri svona mikill Hornfirðingur. Stökk hæð mína í loft upp og rak mig í loftið þegar Hornafirðingar sigruðu Skagfirðinga í Útsvari í kvöld.  Vissi svo sem að Þorsteinn á  Skálafelli væri býsna fróður  en að hann ætti svona fróðan son vissi ég ekki.   Og Embla náttúrulega af góðum komin.  Ég  kom að Skálafelli  í sumar og þáði veitingar hjá Þorsteini og Þóru.  Rúnar ,sjö ára, þekkti Þorstein þegar hann sá hann á skerminum. Þetta er maðurinn pabbi sem gaf mér kók, manstu, valt upp úr þeim litla. Það er gaman að þessu, sérstaklega þegar vel gengur.


Er sparifé fólks að brenna upp?

Bankinn skjólstæðings míns segir honum að hann  geti bara fengið 7% vexti og enga verðtryggingu á innlánum nema hann bindi féð í þrjú ár.  Mér skilst að verðbólga hafi verið talsvert yfir þessari upphæð og sé enn.  Hann þykist muna  að vextir af reikningi hans hafi verið þægilega vel yfir  verðbólgu fyrir ári.  Þá þótti þessum gamla manni  kjörin ásættanleg.  Hann kannast ekki við að hafa fengið neina aðvörun um að fé hans væri að rýrna?  Ég má ekki vera að því að skoða þetta. Er þetta tilfellið.  Er fé fólks að brenna á verðbólgubáli á „öruggum“ reikningum? Er það eðlilegt? Hvaða rök kunna að vera fyrir því að bjóða ekki upp á verðtryggingu nema að féð sé læst inni?  Eða vexti sem samsvara verðbólgu?

Ég veit að einhver kunnáttumaður kommenterar  á þetta eða sendir mér tölvupóst?


Verður Steingrímur okkar Roosvelt?

Að Sjálfstæðismenn snúi baki við Siv Friðleisdóttur á þingi Norðurlandaráðs sýnir bara að Framsókn er búin að mála sig út í horn. Það  bitnar óverðskuldað á Siv sem er í hófsamari armi flokksins.  Annars á stjórnarandstaðan í erfiðleikum nú eftir að búið er að landa Icesave og sólin fer að rísa.  Svo mjög sem forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska þess að allt gangi Íslandi í haginn eiga þeir sjálfsagt erfitt með að horfa á það gerast undir forystu núverandi ríkisstjórnar.  Þeirra versta martröð er að vinstri stjórn takist að draga Íslandskerruna upp úr forinni.   Afrek Franklín Delanor Roosvelt á fyrri hluta fjórða áratugarins í Bandaríkjunum er hann hífði þá upp úr kreppunni hafði afgerandi áhrif á pólitíska hugsun þar og valdahlutvöld.  Það sama gæti gerst hér fái Steingrímur frið til þess frá eigin flokksmönnum og ef við berum gæfu til að hlíta ráðleggingum AGS  og halla okkur ennfremur að aukinni samvinnu við ríki Evrópu.


Sá nafnlausi sleppur með gula spjaldið!

Nafnlausi maðurinn  Óli Björn Kárason tekur mig fyrir á vefnum sínum  sem augljóslega hefur það hlutverk að skriðtækla nafngreinda menn sem tala óvarlega um valdaklíkurnar í samfélaginu (að fullorðinn maður skuli taka að sér þetta hlutverk)!!  Sá nafnlausi skal upplýstur um það að Egill Helgason var búinn að vera í sambandi við mig í þrjár vikur áður en ég gat séð af dýrmætum tíma mínum og komið í Silfrið.  Mér finnst Silfrið góður þáttur og tek upp hanskann fyrir það þegar mér sýnist. Hins vegar sækist ég ekkert sérstaklega eftir því  að mæta og hef nokkrum sinnum færst undan.  Annars var þessi skriðtækling ekki mjög alvarleg og sá nafnlausi sleppur með gula spjaldið.


Í hópi sjálfstæðra þjóða ?

Gríðarlegar breytingar hafa orðið á þjóðríkinu síðan 1944. Þá komst Ísland í hóp sjálfstæðra þjóða.  Þá náði ísland þeim áfnaga að verða þjóð meðal þjóða, sitja við sama borð og aðrar sjálfstæðar þjóðir, eiga fulltrúa sinn þar sem málum var ráðið. Þá voru flest mál afgreidd innan þjóðríkisins.

Það má segja að umhverfið hafi gjörbreyst.  Síðan hefur mikið vald færst út fyrir þjóðríkin.  Þjóðir afsala sér valdi til alþjóðasamtaka eða alþjóðastofnana, réttur einstkalinga er tryggður ekki innnan þjóðríkis heldur með alþjóðasáttmálum. Að sitja við sama borð og aðrar sjálfstæðar þjóðir er að taka þátt í ferlinu.  Ósjálfstæð verður sú þjóð sem stendur utanvið en þarf samt að laga sig að reglum sem settar eru í sameiningu.  Gott dæmi  um þetta er það sem hefur verið að gerast undanfarin misseri. Landið stendur utanvið, ræður engu, skilur ekkert,  er ekki í hópnum, verður að sitja og standa eins og aðrir segja.  Getur ekki staðið eitt og sér. Það getur engin þjóð.  Einangrun þjóðarinnar vex.  Henni finnst allir vera vondir og getur ekki skilið af hverju allir eru vondir. Ekki bara Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn heldur einni Danir, Svíar og Norðmenn.  Stjórnmálamenn ala á vitleysunni.  Engin þorir að segja að þjóð sem hlustaði ekki fyrir hrun ætti kannski að hlusta á aðra eftir hrun.  Eða að henni væri réttast að koma sér í hóp sjálfstæðra þjóða ekki með þeim hætti sem var 1944 heldur með þeim hætti  sem er 2009.


Enn eitt karlavígið fallið!

Elín Björg Jónsdóttir frá Læk í Ölfusi er mjög hæf kona og því er gott fyrir samtökin að hún skuli verða formaður þeirra.  Það eru svo önnur gleðitíðindi að nú er enn eitt karlavígið fallið. Lifi jafnréttið. Til hamingju BSRB.
mbl.is Elín Björg kosin formaður BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband