Helstu dægurpennar landsins !
23.10.2009 | 12:31
Áður fyrr hurfu, þeir sem ekki voru frystir sem sendiherrar, menn í athvarf sitt, stundum svekktir, stundum mæddir . Nú er öldin önnur. Á tímum Internetsins hverfa menn ekki hægt og hljóðlega í Hlíðina sína. Nei, tölvan er með og þeir halda áfram á vettvangi dagsins. Þetta er svo auðvelt. Þrýst á hnapp og skoðunin , efni máls jafnvel orðið aðalumræuefnið. Gamlir ritstjórar og gamlir stjórnmálamenn verða helstu dægurpennar landsins.
Atlagan að Agli !
21.10.2009 | 11:57
Það er ekki nokkur vafi á því að Silfur Egils er langbesti umræðuþáttur um þjóðmál frá upphafi íslensks sjónvarps og raunar sá eini sem er uppi nú á dögum. Síðan í Hruni hefur Egill haft burði til þess að vera ekki kerfislægur. Í uppleggi þáttarins hefur hann stutt þann almenning sem er fórnarlamb hrunsins, það fólk sem hafði e.t.v. það eitt gert af sér að kjósa yfir sig vonlaus stjórnvöld. Þeim stjórnvöldum hefur Egill ekki hlíft og því síður þeim útrásarvíkingum sem flugu um heiminn á einkaþotum og eru nú með allt niðrum sig. Af þessum ástæðum er fróðlegt að sjá hverjir eru nú að færa sig fram á sviðið og veifa mótmælaspjöldum gegn Silfri Egils. Þar veifa menn löngu úreltum og aflögðum skilningi á hlutleysi Ríkisútvarpsins. Hvernig heldur fólk að umræðan yrði ef þeir réðu ferðinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2009 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mannréttindastarf innan ESB !
20.10.2009 | 15:06
Eitt af því góða sem mun fylgja aðild okkar að Evrópusambandinu er aukið eftirlit með mannréttindum. Stofnunin innan ESB sem skiptir sér af því heitir Fundemental Rights Agency (FRA) og er m.a. í samstarfi við samsvarandi nefnd Evrópuráðsins ECRI. FRA hefur nú beint sjónum sínum að kjörum Roma fólkisins og ,,Travellers innan Evrópsambandsins og komist að því að þessir hópar verða fyrir misrétti í aðgangi að húsnæði, aðstæður þeirra eru ömurlegar og þeim er oft vísað úr landi eða milli landa án réttmætrar ástæðu. Þá kemur það fram að Roma fólkið veit oft ekki um rétt sinn. Nánar fyrir forvitna um mannréttindi innan ESB http://fra.europa.eu Þar er meðal annars fjallað um mansal á börnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tek ofan fyrir Steingrími og Jóhönnu !
18.10.2009 | 16:43
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hrópað að Rögnu !
17.10.2009 | 09:56
Mótmælendur komu í veg fyrir það með hrópum og köllum að Ragna Árnadóttir gæti flutt ávarp sitt í Öskju í gær á mannréttindaþingi. Hópur af ungu fólki hefur nú tekið mótmæli skrefinu lengra en áður hefur tíðkast og kemur nú í veg fyrir að fólk geti talað. Hvað verður næsta skref?
Annars fannst mér merkilegt hvað fjölmiðlar sýndu ráðstefnunni lítinn áhuga. Eru ekki skilyrði til að reka fjölmiðla hér sem hægt er að taka alvarlega? Þarna var m.a. fjallað um ærinn vanda Mannréttindadómstólsins, aðbúnað í fangelsum í Evrópu og kynþáttafordóma í Evrópu. Allt saman verðug viðfangsefni fjölmiðla sem litu á það sem hlutverk sitt að fræða og upplýsa og gefa réttlætinu auga. Og þingmenn létu ekki sjá sig fyrir utan Lilju Mósesdóttur sem var einn málshefjenda.
Í matarskorti tala menn bara um mat. Í efnahagshruni kemst ekkert annað að en efnahagshrun. Það er málið. Sjóndeildarhringur þrengist. Vitleysan magnast.
Á verði gegn misrétti - Evrópuráðið og mannréttindi
15.10.2009 | 21:16
Undirritaður heldur smá innlegg um einn legg Evrópuráðsins í Öskju, sem er hús uppí Háskóla á morgun föstudag um, Þetta:
Um miðja síðustu öld, upp úr stríðslokum, verður til margt það sem hefur gagnast okkur vel. Á þessum tíma verða til Alþjóðasamtök og alþjóðlegir sáttmálar. Evrópuráðið er eitt af þessum samtökum og er 60 ára á þessu ári, stofnað 5. maí 1949. Íslendingar hafa verið með frá 7. mars 1950.
Tæpast er ofsagt að Evrópuráðið hafi undanfarna áratugi verið einn helsti útvörður mannréttinda í veröldinni. Eitt af verkfærum Evrópuráðsins í Evrópu er The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) eða Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum eins og hún hefur verið kölluð á íslensku. ECRI er sjálfstæð eftirlitsstofnun (monitoring body) innan Evrópuráðsins sem sérstaklega er ætlað að berjast gegn kynþáttahatri/kynþáttafordómum í Evrópu og mismunun af þeim sökum.
ECRI var sett á laggirnar á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Vín í október 1993 og trúað fyrir því verkefni að berjast gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti, útlendingaótta, gyðingaandúð, og skorti á umburðarlyndi í Evrópu frá sjónarmiði mannréttinda í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu, viðauka við hann og dóma Mannréttindadómstólsins.
Með stofnun ECRI var mörkuð sú stefna að baráttan gegn kynþáttafordómum stæði djúpum rótum í mannréttindabaráttu Evrópuráðsins. Vernd gegn kynþáttamismunun væri grundvallarréttur.
ECRI fæst ekki aðeins við augljós form kynþáttahyggju svo sem aðskilnaðarstefnu eða nasisma. ECRI fæst einng við það form af kynþáttafordómum, sem felur í sér mismunun í daglegu lífi. Það getur falið í sér mismunun gagnvart hópum vegna kynþáttar, uppruna, trúarbragða, þjóðernis eða tungumáls eða samspils þessara þátta.
ECRI skoðar alla þessa þætti frá því sjónarhorni að vernda og efla mannréttindi.
ECRI á að gefa aðildarríkjum Evrópuráðsins raunhæf og hagnýt ráð um það hvernig eigi að fást við vandamál sem stafa af kynþáttafordómum og óumburðarlyndi. Í þeim tilgangi rannsakar ECRI lagarammann í hverju landi að þessu leytinu til, hvernig lögum og reglum er framfylgt, hvort að stofnanir séu til staðar til að aðstoða fórnarlömb kynþáttafordóma, hvernig búið er að minnihlutahópum á sviði menntunar, atvinnu, húsnæðis. Og hlustar eftir tóninum í pólitískri og almennri um ræðu um málefni er snerta þessa hópa.
Tilhneigingar koma og fara. Misjafnt er eftir tímabilum hvað kallar á athygli og aðgerðir. Eitt hefur þó ekki breyst í gegnum árin: Kynþáttamismunun er fyrirbrigði sem ekki hefur horfið og ástæðan er m.a. sú, að dómi ECRI, að löggjöf í aðildarríkjunum þar sem tekið er á kynþáttamismunun, er ekki virkjuð nægilega vel og nýtist því ekki þeim nægilega, sem verða, með einum eða öðrum hætti, fyrir barðinu á kynþáttafordómum eða kynþáttamismunun.
Viðfangsefnið er að útrýma kynþáttahyggju og kynþáttamismunun í öllum ríkjum Evrópuráðsins. Góð lög eru mikilvæg í þeim tilgangi. Þess vegna mælir ECRI með því að ríkin setji sér lög í þessum efnum sem líkleg séu til að virka.
Meginstarf ECRI felst í skýrslum um einstök ríki. Sú síðasta um Ísland var gefin út 2006 þar sem íslensk stjórnvöld fá margar nauðsynlegar ábendingar. Næsta skýrsla er fyrirhuguð 2011.
Fyrir utan skýrslur um einstök lönd hefur ECRI gefið frá sér leibeiningar um hin ýmsu birtingarforn kynþáttafordóma. Nú síðast leiðbeiningar sem gætu gagnast lögreglu í störfum sínum annars vegar og hins vegar um kynþáttafordóma í íþróttum og hvernig bregðast eigi við þeim. Þessar leiðbeiningar mætti að skaðlausu þýða yfir á íslensku.
Í mörgum ríkjum Evrópu eru til og endurskoðaðar reglulega aðgerðaráætlanir gegn kynþáttafordómum. Við ættum að taka það til fyrirmyndar.
Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð á undanförnum áratug. Reynsla annarra þjóða sýnir að við verðum að vera vel á verði til þess að misrétti festist ekki í sessi. Við eigum að fylgjast með því og gæta þess að gæði og réttindi skiptist ekki eftir því hvaðan fólk er, á hvað það trúir eða hver litarháttur þess er. Þjóðfélag án misréttis, þar sem á engan er hallað, hlýtur að vera markmið okkar.
Mogginn minn -frjáls og óháður!
10.10.2009 | 11:16
Það er gaman að lesa Moggann í morgunn. Leiðarinn furðu afslappaður, ekkert barið á ríkisstjórninni. Ég er reyndar ekki sammála leiðarahöfundi að nóbelsverðlaunin séu furðuleg en skil það svo sem vel að menn leggi, að svo komnu máli, misjafnan dóm á mikilvægi sjónarmiða Baraks Obama t.d. um kjarnorkuvopnalausan heim.
Grein Gauta Kristmannsonar í lesbókinni er frábær og sýnir bara hvað Morgunblaðið er frjálst og óháð blað laust við að ganga erinda eins eða neins. Gauti tætir sundur og saman í háði afstöðu formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til Icesave málsins. Skrif hans eru það gáfulegasta sem skrifað hefur verið lengi í Morgunblaðið um þessi mál, en það blasir auðvitað við að við verðum að gera upp skuldir okkar eins og siðuðu fólki sæmir og til að lenda ekki í öðru hruni og viðvarandi fátækt.
Flokkarnir ættbálkar og hagsmunasamtök !
5.10.2009 | 21:48
Því miður koma flokksbönd í veg fyrir það að miðjan fái að ráða í íslensku samfélagi. Færi fólk eftir skoðunum sínum væri létt að mynda sterka miðjustjórn með vinstri áherslu. Samfylkingin ásamt Steingríms armi Vinstri Grænna annars vegar og hins vegar vinstra armi Framsóknar þ.e. Guðmundi Steingríms, Birki Jóni og Siv Friðleifsdóttur. Eftir sætu öfgar til vinstri og hægri. Þorgerður Katrín ætti líklega heima þarna líka.
Gallinn við flokkanna er að þeir eru ættbálkar og hagsmunasamtök og allir flokkar, nema þá helst Samfylkingin, spanna allt litrófið í hverju máli. Og ekkert gengur.
Beiðni um ódýra náð !
5.10.2009 | 08:15
Klisjan sú að biðja Guð um að blessa Ísland er sjálfsmiðlæg og í raun beiðni um ódýra náð. Hafa Íslendingar unnið eitthvað til þess að verða blessaðir? Áratugum saman höfum við gefið minna til fátækra heimshluta en aðrar ríkar þjóðir. Við höfum ekki reynst smáum og hrjáðum meðal okkar neitt sérstaklega vel eins og dæmin sanna. Í föstudagsumræðum er það viðrað við hættum þróunaraðstoð af því að ,,eigum ekki pening! Fólk sem setur slíkt fram mætti lesa dæmisöguna um eyri ekkjunnar. Skipulega höfðum við fé af fólki í erlendum ríkjum í aðdraganda bankahruns og neitum að standa skil á því. Það er svo sem í lagi að biðja um blessun. Betra er þó að vinna til hennar!
Þingmenn þurfa að vera gáfaðir !
2.10.2009 | 08:42
Öðrum þræði setur Ögmundur Jónasson gott fordæmi með afsögn sinni. Ráðherrar eiga að segja af sér af og til og verða aftur óbreyttir þingmenn. Þetta hugtak óbreyttir þingmenn lýsir auðvitað vitlausum hugsunargangi. Það ætti ekki síður að vera virðing í því að vera þingmaður en ráðherra. Það eru einmitt þingmenn sem þurfa að vera gáfaðir. Að hinu leytinu til þá er afsögn Ögmundar slæm því að engum hefði ég treyst betur til þess að skera niður í heilbrigðiskerfinu með eins litlu mannfalli og hægt er. Ögmundur hefur stórt hjarta en hann er þverhaus.