Vinstri miðjustjórn ?
30.9.2009 | 09:06
Þessi ríkisstjórn verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að stjórna þessu landi. Þrátt fyrir ást okkar á þingræðinu og virðingu okkar fyrir samvisku þingmanna verður einhvern veginn að vera hægt að pína út stefnu út úr einni ríkisstjórn. Það verður hlegið í hundrað ár af vinstri stjórnum ef henni tekst að klúðra þessu dæmi.
Kannski er kominn tími á vinstri miðjustjórn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Praktíska miðjustjórn með félagslegri áherslu ekki bundin um of í hugsjónaviðjaðar né of tengd auð- og valdaastétt landsins. Erfitt gæti hins vegar reynst að finna nógu marga þingmenn til að styðja slíka stjórn.
Trójuhestar samtímans ?
29.9.2009 | 11:05
Gáfumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson líkir stjórnmálaflokkunum við Trójuhesta í kommenti við færslu mína í gær. Trója væri þá hinn opinberi stjórnmálavettvangur, stjórnmálaflokkarnir tækið til að smygla sér þar inn, sama manngerðin meira og minna með það markmið helst að sölsa undir sig auð og völd, allavega að verja hagsmuni einhverra, leggja undir sig borgina. Enginn eða lítill munur milli flokka.
Sett fram til skemmtunar örugglega hjá Svani með sannleiksbroddi í. Sjálfur held ég að einn helsti ókostur okkar lýðræðiskerfis sé hvílíkar gryfjur stjórnmálaflokkar verða. Eins og í öðrum túarhreyfingum komast þeir gjarnan á toppinn sem eru harðastir á ágæti sinnar hreyfingar og kjaftforastir um ómöguleika annarra hreyfinga. Hugmyndin um að það besta komi út úr harðvítugum átökum fylkinga virðist ekki eiga við a.m.k. ekki hér á landi.
Hverjir verða ofaná?
28.9.2009 | 10:08
Harðvítug átök standa nú yfir um völdin í íslensku samfélagi. Slík átök eru í öllum samfélögum en aldrei eins gróf og ofsafengin eins og í kreppu þegar allt hefur hrunið. Oftast ná þeir yfirhöndinni sem hafa fjármagnið sín megin. Á ófriðartímum ná karlar aftur vopnum sínum, hörkunaglar sem kalla ekki allt ömmu sína. Konum er hent út í horn.
Á Íslandi eru átökin rétt að byrja. Átökin verða áfram um fiskveiðiauðlindina, um landið sjálft og orkuauðlindirnar. Flest ræðst með sama hætti og á öllum öldum, í leyndum farvegum, samböndum og klíkum. Afbragðsmenn eru vegnir og léttvægir fundnir, foringjar búnir til úr öðrum. Foringjar verða þeir sem hafa vit á því að standa fyrir ákveðna hagsmuni. Lýðræðið er aðeins hluti af leiknum. Þeir sem læra á lýðræðið, leikreglur þess, verða ofaná ef allt hitt er í lagi.
Hvernig gjaldtaka er heppileg?
19.9.2009 | 12:02
Sennilega er best að leggja almennan skatt á alla þá sem ferðast t.d. tengdan flugi og almenningssamgöngum hugsanlega líka bifreiðum. Mjög vafasamt er að hefja gjaldtöku á ákveðnum stöðum, það er bæði dýrt og óhagkvæmt og yrði illa liðið af Íslendingum. Sennilega er e.k. gjaldtaka heppileg leið til þess að hraða uppbyggingu ferðaþjónustunnar item uppbyggingu þjóðgarða bara að gjaldstofninn verði ekki hrifsaður í eitthvað annað fyrr en varir.
Mér rétt datt þetta svona í hug við lestur fréttarinnar. Ég hefði auðvitað átt að vera í nefndinni.
![]() |
Fjalla um umhverfisgjöld í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af baráttu gegn kynþáttafordómum!
16.9.2009 | 10:23
Ég ákvað að setja hér inn fréttatilkynningu frá ECRI til þess að vekja athygli þeirra sem kynnu að vilja fræðast um það sem menn eru að fást við annars staðar og snertir ekki kreppuna hér á landi. Óhætt er að fullyrða að efnahgasástandið í Evrópu hefur leitt til meiri stóryrða í garð innflytjenda, hælisleitenda og annarra slíkra en áður þó að varlegt sé að fullyrða kynþáttafordómar hafi aukist, eða hitt birtingarform þeirra ofbeldið. Evrópuráðið sem er útvörður mannréttinda í Evrópu hefur það markmið að aðildarríki þess verði laus við kynþáttafordóma. Að undanförnu hefur athyglin einkum snúið að þeirri lúmsku birtingarmynd fordóma að fólk situr í raun ekki við sama borð þegar kemur að atvinnu, búsetu, menntun, heilbrigðisþjónustu og þess háttar þó að löggjöf sé á yfirborðinu hin besta.
Tilefni fréttatilkynningarinnar eru skýrslur um Tékkland, Grikkland og Sviss. Tékkar hafa bætt löggjöf sína og sett inn harðari ákvæði gegn kynþáttafordómum. Grikkir sömuleiðis og gert refsingu harðari ef mótív glæps er rasismi. Svisslendingar hafa reynt að taka á hægri bullum í pólitískri umræðu.
The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) released today three new reports examining racism, xenophobia, antisemitism and intolerance in the Czech Republic, Greece and Switzerland. The Chair of ECRI, Eva Smith Asmussen, said the reports note positive developments in all three of these Council of Europe member states, but also detail continuing grounds for concern.
In the Czech Republic, a new criminal code was adopted in 2008, containing more extensive provisions against racism. In recent years the Ombudsman has carried out detailed investigations into cases of possible discrimination against the Roma. Steps have been taken to adjust the education system so as better to meet the needs of socially disadvantaged children. At the same time, however, there has been a disturbing intensification in the activities of extreme right-wing groups. Most victims of racially motivated offences are reported to be Roma. Little progress has been made towards improving the situation of the Roma, who face segregation in schools and housing and discrimination in employment. The issue of forced sterilisations of Roma women has not been adequately addressed yet. REPORT
In Greece, the legislative framework on non-discrimination has been consolidated with the adoption of the 2005 Equal Treatment Act and the 2008 amendment of the Criminal Code making the racist motivation of an offence an aggravating circumstance. In an encouraging development, there have been successful prosecution in recent years against antisemitic and anti-Roma publications. However, on the whole, the legislation prohibiting incitement to racial hatred is still seldom applied and so far, few racial discrimination complaints have been filed due to insufficient legal assistance and information on available remedies. Roma continue to face problems in the fields of employment, housing and justice and the existing Integrated Action Plan should be better implemented. Issues relating to the freedom of association of persons belonging to some ethnic groups have not yet been solved. Significant improvements are called for in the treatment of refugees, asylum seekers and immigrants. REPORT
In Switzerland, measures have been taken to foster the integration of immigrants in areas such as employment, housing and health. The federal bodies in charge of racism and migration have continued to raise awareness on racism and racial discrimination. Steps have been taken to combat right-wing extremism. However, there has been a dangerous growth of racist political discourse against non-citizens, Muslims, Black people and other minorities. Legislation is insufficiently developed to deal with direct racial discrimination, which targets in particular Muslims and persons from the Balkans, Turkey and Africa. Travellers and Yenish communities with an itinerant life style are still faced with a shortage of stopping sites and prejudice leading to instances of discrimination. Legislation governing asylum seekers has been tightened and hostility towards them has increased. REPORT
The reports are part of ECRI´s 4th monitoring round, which focuses on the implementation of its previous recommendations and the evaluation of policies and new developments since its last report. In two years time ECRI will carry out a follow up assesment.
ECRI is an independent human rights body of the Council of Europe which monitors problems of racism and intolerance, prepares reports and issues recommendations to member states.
Alvöru þjóð í alvöru landi?
15.9.2009 | 09:48
Kynþáttafordómar eru það þegar þú færir afglöp, glæpi eða verk eða eiginleika einstaklings eða einstaklinga yfir á þann hóp sem hann er sprottinn upp úr eða tilheyrir hvort sem er kynþáttur, þjóð, trúarbrögð eða litarháttur. Það virðist vera mönnum nokkuð eiginlegt að detta í þessa gryfju og stafar sennilega af nauðsyn mannsins að flokka umhverfi sitt í tilraun til þess að ná utanum það.
Það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að fjölmiðlar og stjórnmálamenn geti gert sitt til þess að ýta ekki undir kynþáttafordóma. Hér á Íslandi hafa stjórnmálamenn staðið sig vel. Við höfum verið heppin með stjórnmálamenn eða kannski valið góða stjórnmálamenn að þessu leyti. Þó hefur aðeins Samfylkingin skrifað upp á skjal ætlað stjórnmálaflokkum í Evrópu þar sem lýst er skýlausum vilja til þess að byggja samfélag án kynþáttafordóma. Mér finnst fjölmiðlar á Íslandi vera brokkgengir að þessu leytinu til en Morgunblaðið stendur sig vel samanber leiðara blaðsins í morgun.
Fjölmiðlar kynda undir fordóma!
14.9.2009 | 08:35
![]() |
Brotamenn frávikshópur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verndum lítt snortin víðerni!
11.9.2009 | 11:31
Ferðaþjónusta er tvímælalaust atvinnugrein sem við ættum að byggja á í ríkara mæli í framtíðinni. Þar ættum við að taka okkur tak og fara að vinnna skipulega og markvisst. Gera okkur grein fyrir markmiðum og leiðum að þeim. Veigamesti hluti þeirrar skipulagnar er að átta sig á því hvað við ætlum að gera við landið. Við ættum t.d. að ákveða að hafa ósnortið víðerni ofan byggðar frá Þjórsá og austur fyrir Lónsöræfi. Engar virkjanir takk á þeim kafla né nokkuð það sem spillir því lítt snerta víðerni sem ég er að vísa til.
Tóbak úr matvöruverslunum
10.9.2009 | 07:51
![]() |
Sker mig í hjartað að sjá unglinga reykja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lónsöræfi!
8.9.2009 | 10:28
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)