Flottir Argentínumenn!
15.7.2010 | 19:31
Ég gleðst yfir því að Argentínumenn hafi komið á einum hjúskaparlögum. Þeir eru á pari við okkur í þessu. Gleðin lýsti af andlitum þeirra sem fögnuðu. Ég skil ekki þá sem andmæla af trúarlegum ástæðum. Það er skrítin trú að vilja takmarka rétt annarra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað segirðu um flottar Argentínukonur, Baldur? Og ekki vissi ég að trúin takmarkaði rétt annarra? Ertu ekki kominn útaf sporinu drengur?
Gústaf Níelsson, 15.7.2010 kl. 23:49
Það sama verður ekki sagt um þig félagi. kv. B
Baldur Kristjánsson, 16.7.2010 kl. 10:41
Alltaf er gaman að gleðjast með öðrum, en fyrir þann sem nennir að hugsa málið til enda er málið nú nokkru flóknara en þetta. Ég hvet menn til að staldra aðeins við.
Guðmundur Pálsson, 16.7.2010 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.