Borgaryfirvöld að standa sig!

Og enn minni ég á að Íhaldsstjórnin í Bretlandi er að skera miklu meira niður en vinstri stjórnin hér. Síðast voru þeir að skera niður laun og fjölda lögreglumanna.  Annars eru borgaryfirvöld í Reykjavík að standa sig vonum framar. þetta fólk í meirihlutanum, Gnarr og Dagur og Oddný,  á virkilegt hrós skilið fyrir það að leggja í það að sameina skóla, leikskóla og grunnskóla og spara á allan hátt í rekstri borgarinnar. Eins og fyrri daginn æpa og veina allir og gleyma því að hér varð efnahagshrun og peningar eru takmörkuð auðlind.  Landsbyggðin hefur farið í gegnum sameiningu og niðurlagningu skóla og ekkert að því þó hið sama sé gert í þéttbýlinu þar sem almenningssamgöngur gera allt dæmið auðveldara.  Ofaní kaupið er hreyfing, breyting, já endurskipulagning yfirleitt af hinu góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vilja margir ekki sjá. 

Það þarf að spara og það gera allir og allar þjóðir í dag.

Skiptir ekki máli hvaða stefnu þeir fylgja í theoríu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 13:42

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

prufa

Baldur Kristjánsson, 11.3.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband