21. mars, 2011

Á Íslandi er vart pláss fyrir nema eina umræðu í einu.  það sem ekki er peningamál eða spilling fær engan gaum. Á meðan svelta hin þörfustu mál nema sá flötur þeirra er snýst um peninga. Þetta er auðvitað skiljanlegt.  Fólk talar um það sem það hefur ekki.  Því miður hefur það yfirleitt verið svo með flesta Íslendinga að þeira hafa þurft að tala um peninga, nema þeir sem töluðu um lúxussnekkjur. Nú ætlum við í Þjóðmálanefnd kirkjunnar að grafa upp mál sem verið hefur í umræðusvelti.  Hvað erum við að gera til þess að sporna við því illræmda fyrirbæri kynþáttafordómum.  Við veljum til þess dag sem hefur verið útnefndur Alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum 21. mars. Allt um ætlun okkar á þeim degi fer hér á eftir: 

,,Mánudaginn 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum.  
Af því tilefni boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til málþings undir
yfirskriftinni: Hvar erum við stödd?  Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson fjalla um kynþáttafordóma, afleiðingar þeirra og varnir gegn þeim.  Toshiki er prestur innflytjenda hér á landi, Japani sem býr á Íslandi, og hefur látið einna mest til sín taka á þessu sviði af landsmönnum. Hann fjallar sérstaklega umn mikilvægi þess að berjast gegn kynþáttafordómum. Baldur er sérfræðingur í ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) og mun m.a.fjalla um hvað íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt á þessu sviði og hvað þau gætu gert til þess að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti sem  af þeim leiðir. Þá mun Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði segja frá því sem kirkjan er að gera á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og einstaklinga innan þess hóps og Svavar Stefánsson sóknarprestur í Fella- og Hólasókn skýra frá því sem þau hafa verið að gera til þess að ná til innflytjenda. Fundarstjóri er Inga Rún Ólafsdóttir Kirkjuþingsmaður og fulltrúi í Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar.
 
Málþingið hefst kl 12 og er í safnaðarheimili Neskirkju eða torginu eins og það er kallað, öllum opið og fólk borgar fyrir salinn með því að kaupa súpu eða kaffi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

,,Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti er 21. mars ár hvert en sá dagur er valinn til að minnast þess að 21. mars árið 1960 skaut lögregla í Sharpeville í S-Afríku 60 manns við friðsamlegmótmæli gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda."

Baldur Kristjánsson, 16.3.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband