Kiðlingarnir sjö!

Ég er búinn að gefa saman allmörg hjón í dag á þessum blessaða degi 7/7 2007. Það má vel vera að talan 7 sé heilagari en aðrar tölur. Svo er sagt! Dante taldi svo vera og Pyþagóras taldi þá tölu fullkomna.  Talan er líka summan af þremur og fjórum og þrír er heilög þrenning og frumefnin eru fjögur.  Þannig má halda lengi áfram. Drottinn hvíldist..., dagarnir eru sjö, himnarnir eru sjö og kiðlingarnir eru sjö.  Reyndar er sagan um kiðlingana sjö, sagan sem við foreldrar lesum fyrir ung börn okkar full af gagnlegum tilvísunum um hættur og voða heimsins þó hún eigi ekki endilega við þegar til hjónabands er stofnað...og þó, þetta er viðvörunarsaga um erfiðleika og bág kjör einstæðrar móður sem sagt geitamömmu, sem þarf að skilja börnin sín eftir ein heima, um svikula feður sem sagt hvar er geitapabbi?, um svartar og hvítar loppur, sú hvíta er eins og mamma auðvitað, um hvar sé best að fela sig og hvar ekki og um það hvernig fara megi með (karlkyns) úlfa sem eitt hafa til saka unnið að hafa satt hungur sitt, um huglausa bakara, um heimilið sem heilagt vé og svo mætti lengi telja. 

Allt voru þetta frábær hjónaefni sem ég gaf saman í dag enda fólk með bæði ásetning og skipulagsgáfu sem skipuleggur sig svona fyrirfram og velur dag með þessum hætti og hefur vit á að velja prest eins og mig, þetta voru ekki sóknarbörn, þau hafa sjálfsagt farið annað ef þau hafa gift sig á annað borð.

Og ég er ósköp feginn núna.  Næsta törn verður ekki fyrr en 7/7 2077.  Framsýnir ættu eiginlega að fara að panta sal og kirkju fyrir barnabörnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já og voru ekki dvergarnir hennar Mjallhvítar líka sjö?

Annars var Jón Steinar bloggvinur minn að fræða mig um að sú Mjallhvít sem Disney lanseraði í teiknimyndinni hér um árið var sköpuð af Íslendingi og fyrirmyndin var kærastan hans sem líka var Íslendingur.

Íslendingar segja sko sjö!

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband