Framsókn -mikilvægt afl?!

Ég kaupi ekki Viðskiptablaðið en mér skilst að Valgerður Sverrisdóttir hafi enn verið að tala í þeim anda að við ættum að nálgast Evrópusambandið, tala upp Evruna og gera Ísland nútímalegt.  Halló, hvað er hún að gera í flokki með Bjarna Harðarsyni og Guðna Ágússyni sem berjast fyrir gömlum góðum íslenskum gildum, sveitamenningu og óbreyttri landbúnaðarstefnu og sjá djöfulinn sjálfan í Evrópusambandinu. Einhvern veginn virðist ekkert uppgjör hafa farið fram í þessum níræða öldungi þó svo að tveimur formönnum hafi verið steypt af stampinum á örfáum misserum.

Verði Framsóknarflokkur þeirra Sunnlensku félaga ofáná blasir það við að Valgerður ásamt fjöldamörgum á miklu frekar samleið með Samfylkingunni. Framsóknarflokkurinn sem þjóðlegur málsvari íslenskrar menningar og fornra hátta gæti eftir sem áður orðið mikilvægt fjögur til fimm prósenta afl í íslenskri pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband