Illskiljanlegt mál!

Mér finnst vanta baksviðið í allar þessar fréttir af þessu máli.Er ekkert að marka dómskerfið í Líbýu? Af hverju var verið að neyða fólkið til þess að játa? Var það til þessa ð draga athygli frá sóðaskap á spítölum?  Er þarna rasismi á ferð?  Stunda Líbýumenn bara siðlausa þvingunarstarssemi?  Deyja þarna mörg hundruð börn á ári af völdum alnæmis? Er þetta eina fagfólkið sem hefur verið dæmt til dauða?  Er dauðarefsingum yfirleitt framfylgt? Hvað eru margir teknir af lífi árlega? Fréttirnar af þessu illskiljanlega máli eru yfirleitt sama grunna tuggan eins og enginn nenni að leggjast yfir þetta.

Annars snertir þetta mál okkur Evrópubúa og ástæður augljósar. 


mbl.is Búlgarar segjast reiðubúnir að afskrifa hluta af skuldum Líbýumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já þetta er allt mjög óljóst.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Eitt enn: Fréttavefurinn mbl.is hefur fram að þessu talað um að sakfellda fólkið hafi valdið dauða meira en fjögur hundruð barna og bætur verði greiddar vegna dauða meira en fjögur hundruð barna. Þetta passar ekki við það sem ég hef lesið á erlendum fréttavefjum. Jafnvel í tilviki sem þessu er smit ekki það sama og dauði ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.7.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: halkatla

það er hægt að nálgast greiðargóða umfjöllun um þetta sorglega mál á erlendum fréttasíðum... þetta er bara grátlegt einsog öll önnur mál þarsem börn smitast af aids gegnum spítala

halkatla, 17.7.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: halkatla

"greinargóða" átti þetta víst að vera

halkatla, 17.7.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband