Löggu stöðin
23.7.2007 | 17:48
Gísli Marteinn er ekki nógu flinkur kapitalisti. Af hverju eru nöfnin á
stöðvunum ekki á uppboði? Stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar t.d.
myndu borga fúlgur fjár fyrir nafn á stoppistöð í nágrenninu. N-1
stöðin, Shell stöðin, Olís stöðin, bensín stöðin Strætó stöðin, ÁTVR stöðin, Löggu
stöðin, Útvarps stöðin, Hreyfils stöðin o.s.frv. Strrætó myndi
fara að bera sig. menn eru ekki nógu snjallir.
stöðvunum ekki á uppboði? Stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar t.d.
myndu borga fúlgur fjár fyrir nafn á stoppistöð í nágrenninu. N-1
stöðin, Shell stöðin, Olís stöðin, bensín stöðin Strætó stöðin, ÁTVR stöðin, Löggu
stöðin, Útvarps stöðin, Hreyfils stöðin o.s.frv. Strrætó myndi
fara að bera sig. menn eru ekki nógu snjallir.
![]() |
Fyrsta strætóstöðin nefnd Verzló" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Athugasemdir
Rétt athugað. Ég vildi að það væri stoppistöð í hverfinu mínu þó svo hún héti Björgun einsog bölvuð sandvinnslustöðin sem dælir yfir okkur sandi allan sólarhringinn og Gísli Marteinn gerir ekki neitt í því bara býr til einhver nöfn!
María Kristjánsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:54
Ágæti séra Baldur! Þarna ertu kominn upp á kant við strætóskipulagið á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekkert endilega nærri neinum þessum kostendum sem þú nefnir líklega sem slíka. Og er ekki meiningin að þessar vistvænu sálir sem ferðast með strætó, rati hver á sinn stað? Þú ert ekki alveg að fatta þetta!
Herbert Guðmundsson, 23.7.2007 kl. 22:55
Þetta er alveg "brilliant" hugmynd hjá þér séra minn. Ég held bara að "fattarinn"hjá Herberti sé eitthvað í lengra laginu, að hann skuli ekki fatta hugmyndina á bakvið "konseptið". Af hverju má ekki fá kostunaraðila?
Jóhann Elíasson, 23.7.2007 kl. 23:04
Takk fyrir stuðninginn Jóhann. Kv. B.
Baldur Kristjánsson, 23.7.2007 kl. 23:09
Saga til næsta bæjar þegar þú ert orðinn ,,betri" kapitalisti en Gísli Marteinn.
Guð forði þér frá því
Sigþrúður Harðardóttir, 24.7.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.