Evrópuráðið: Svíar taka við formennskunni!

Svíar hafa tekið við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins.  Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tekur við af Ján Kubis utanríkisráðherra Slóvakíu. Hvert aðildarríki, en þau eru 47, tekur að sér formennskuna í hálft ár í senn. Svíar halda henni fram í miðjan nóvember en þá taka Spánverkjar við. Halldór Ásgrímsson var formaður ráðherraráðsins um aldamótin síðustu sem utanríkisráðherra Íslands.

Svíar einsetja sér í formannstíð sinni að leggja áherslu á að mannréttindasáttmáli Evrópu verði virkur í aðildaríkjum Evrópuráðsins. Þeir ætla sér að vinna kerfisbundið að framgangi mannréttinda, vinna að auknum réttindum barna og leggja áherslu á að réttindi fatlaðra verði virt.

Svíar eru þekktir fyrir það að láta hendur standa fram úr ermum þegar kemur að mannréttindum. Íslendingar gætu margt af þeim lært í þeim efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband