Þegar haustar kemur vetur vonbrigðanna!
9.6.2008 | 08:20
Frammarar komnir í gírinn.. Nú þekki ég mína menn. Spila betur en hitt liðið og tapa. Það er hinn frumkristni hugsanagangur. Rúlla ekki yfir aðra. Sjá til þess að aðrir fari glaðir heim. Við erum svona fórnarar, við Frammarar.
Það er hins vegar allt með öðrum brag hjá okkur í Tottenham Hotspur. Sumarið er okkar tími. Þá vinnum við okkar stærstu sigra. Þá kaupum við snillinga. Núna efnilegasta drenginn hjá Barcelóna. Nítján ára snilling. Þegar haustar kemur vetur vonbrigðanna, ellefta, tólfta sætið og nýr þjálfari. Svo leggjumst við aftur í sigurgöngu næsta sumar.
Í þeirri miklu grein körfubolta á ég einnig mína menn, Þeir klæðast grænu og eru Bolton Celtics. Og við unnum Lakers aftur í nótt. Glæsilegt. Ég hvarf aftur til áranna upp úr 1980 og sá fyrir mér Larry Bird, Kevin McHale og Róbert Parish. Nú höfum við eignast nýja þrenningu sem ég er ekki búinn að læra nöfnin á. En það kemur.
Kosturinn við að vera eldri en tvævetur er að maður man blómatíma liðanna sinna. Spurs 1961. Frammarar undir stjórn Ásgeirs Elíassonar 1985-1990 og Boston Celtics á níunda áratugnum. Maður þarf blómatíma af og til og getur þá lifað kreppuna af. Á meðan þrengir að hjá manni í boltanum njóta aðrir sigra. Þannig á það að vera.
Því miður vinna samt ekki allir. Hvorki í boltanum eða í lífinu sjálfu. Stundum spila menn bara einfaldlega illa úr lífi sínu. Stundum eru menn eins og Frammarar. Spila vel en tapa samt. Það er eiginlega versti verkurinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hélt fyrst þú værir að tala um Framsóknarflokkinn!
Það passaði svo lýsingin :)
Hallur Magnússon, 9.6.2008 kl. 11:05
Það hélt ég líka.
Gísli Tryggvason, 9.6.2008 kl. 15:01
Nú hækkar þú í áliti hjá mér Baldur og hefur þó verið í ágætu áliti lengst af áður þó að auðvitað skrifir þú óttalega vitleysu inn á milli eins og við öll. En að þú haldir með Tottenham Hotspur og Boston Celtics líka sýnir að þú veist þínu viti á vettvangi íþróttanna. Stuðningur við Fram fyrirgefst meira að segja vegna þess. Sjálfur hef ég haldið með stórveldi KR löngum og lék þar eitthvað í yngri flokkum og svo að sjálfsögðu Selfyssingum sem nú munu loks fara alla leið upp í efstu deild í sumar, trúi ég og treysti. Ekkert lið skorar eins mikið og Selfyssingar um þessar mundir.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:11
Veriði rólegir Gísli og Hallur. það kemru að Framsókn sem var meginflokkur en er nú smáflokkur.
Gunnlaugur! Er fótboltalið á Selfossi?
Baldur Kristjánsson, 9.6.2008 kl. 15:40
Ég hringdi barn í dreifbýlinu í Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar og bað um fótboltabúning. Fékk sendan einn með rauðum og hvítum röndum. Var tjáð af einhverjum að þetta væri Stoke búningur. Til þess að uppfylla lágmarkskröfur þessarar fyrirferðamiklu umræðu sagðist ég alltaf í framhaldi styðja Stoke. Síðan fóru þeir alltaf neðar og neðar ofan í táradalinn, en auðvitað fékk þetta nýjan tilgang þegar það varð Íslendingalið. Nú er það búið, en ekki ástæða til að láta alveg af barnatrúnni í þessu frekar en öðru. Áfram Stoke... og Sindri! Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 9.6.2008 kl. 16:24
Sæll Baldur!
Gladdi mitt íþróttahjarta að sjá að þínar taugar í íþróttunum liggja á sömu slóðir og mínar, þ.e. two out of three!! Er Spursari og Bolton maður. Hef líka jákvæðar tilfinningar fyrir Frömurum í Reykjavík þó þar slái mitt hjarta með ónefndu liði á norðurlandi.
Það sem þú skrifaðir um Framarana þína er á sömu nótum og mér finnst stundum Spurs leikmenn hugsi.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.