Börn ,,costs and benefits"

Kemur ekki á óvart.  Ómeðvitað gætum við að öryggi fólks í réttu hlutfalli við það sem við höfum kostað til.  Þannig hugum við vel að öryggi gröfustjóra og háskólakennara alveg upp að þeim aldri þegar fólk hættir að vera verðmætt en verður byrði.  Og við hugum því meira að öryggi barna eftir því sem þau eldast og við höfum kostað meiru til. Um öryggi ungra barna hugsum við eftir því frekar lítið.
mbl.is Há slysatíðni íslenskra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Hmm. Hljómar alls ekki mjög ósennilega, mér finnst að vísu fréttin vera um einmitt hið gagnstæða: börnin slíta sig (á Íslandi fyrr en annars staðar) frá foreldrunum (eða kannski losa foreldrarnir fyrr um takið) og eru fyrr sjálfstæð og eru að slasa sig meira. Það vantar eiginlega hvort börn undir 11 ára aldri slasi sig einnig meira en börn erlendis, en það var oft viðkvæðið í den!

LKS - hvunndagshetja, 18.6.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldur, lífið er ein samfelld áhættustjórnun.  Allt sem við gerum í lífinu felur í sér áhættu.  Það besta sem við gerum börnunum okkar er að veita þeim ásættanlega öruggt umhverfi til að þróa sína eigin áhættustjórnun.  Ég segi ásættanlega öruggt umhverfi vegna þess að ekkert umhverfi er án áhættu.  Ástæðan fyrir of mörgum slysum á yngri börnum er líklega sú að við fullorðna fólkið erum ekki nægilega góð í að losa umhverfi þeirra við óþarfa ógnir og áhættur fyrir börnin.  Hugsanlega má rekja það til þess að við erum ekki í sömu hæð og þau, en ekki síður til þess að við höfum ekki kennt þeim áhættustjórnunina nægilega vel eða erum sjálf svo áhættusækin að börnin herma eftir okkur.

(Ég tek það skýrt fram að ég nota ekki þetta orðaval, þegar ég ræði þessi mál við börnin mín.)

Marinó G. Njálsson, 19.6.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband