Skynsamir San Marínó menn!
23.10.2008 | 16:12
Við værum menn að meiri ef við fengjum óháða erlenda rannsóknaraðila til að fara yfir málin. Í San Marino, sem er sjálfstætt ríki en fámennt er það stjórnarskrárbundið að í Hæstarétti landsins sitji einvörðungu erlendir menn. Þjóðin er of fámenn, segja þeir, til þess að óvilhöll málsmeðferð sé tryggð. Að sumu leyti á það sama við um okkur þó við séum 300 þúsund en ekki 40-50 þúsund eins og þeir. það er eiginlega sjálfgefið þegar áfall verður sem snertir alla helstu valdapólana að við förum slíka leið.
Vill erlenda sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta vissi ég ekki. Fróðlegt.
Svo er það annað mál: Fengist þetta nokkurn tíma samþykkt hér?
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.