Sögulegt dómgreindarleysi!

Sjö af hverjum tíu Íslendingum vilja aðild að ESB samkvæmt könnum Fréttablaðisins. Venjulegt fólk er orðið þreytt á þessu samfélagi þar sem menn vita aldrei hvað þeir skulda mikið á morgun og geta ekki gert neinar áætlanir af viti. Fólk er ekki fífl og horfir öfundaraugum til samfélaga Evrópu þar sem miklu meiri stöðugleiki ríkir.  það er sögulegt dómgreindarleysi forystufólks Vinstri Grænna að berjast gegn aðild.  Bandalagið er að sönnu markaðsbandalag en hefur ásamt Evrópuráðinu haft forystu um löggjöf til  verndar rétti launafólks og neytenda og hefur gert mannréttindaákvæði Evrópuráðsins og Sameinuðu Þjóðanna að sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju fór Samfylkingin aldrei fram með aðild að ESB sem raunverulegt kosningamál? Af hverju að kvarta og kveina yfir því að aðrir hafa aðrar skoðanir þegar ykkar helsta vandamál er að þið þorðuð ekki að taka af skarið?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:07

2 identicon

ESB aðild var eitt af aðal áherslumálum Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Því miður eini flokkurinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hæsta atvinnuleysi þróaðra vesturlanda er alltaf í ESB - og er búið að vera það átatugum saman. Að þessu leyti er ESB mjög laskað samfélagslega séð, og þegnar þess eru illa fanir og þreyttir á vonleysinu, og alveg sérstaklega unga fólkið þ.e.a.s það fáa unga fólk sem er eftir í ESB. Ef þú vilt mikið og hátt atvinnulesi þá skaltu ganga í ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þær þjóðir sem nú hafa Evru hafa löngum haft stöðugri efnahag en Íslendingar og er það því ekki neitt sem kom með sameiginlegum gjaldmiðli. Staðreyndin er sú að hvort sem við hefðum verið gengin í ESB eður ei hefðum við ekki getað tekið upp Evru og að slíkt er algerlega ómögulegt eins og staðan er nema þá með aðferðum Svartfellinga, þ.e. einhliða. Einnig er nokkuð ljóst að hvort sem við hefðum verið í ESB eða ekki hefðum við þurft að standa undir skellinum ein að öllu leiti nema hvað Norðulandaþjóðirnar hefðu hjálpað okkuð eitthvað vegna persónulegra tengsla milli almennings landanna eins og einnig er að gerast í dag. ESB hefur ekki tekist á við fjárhagsvandamál sín sameiginlega heldur hefur hvert land þurft að bjarga sér sjálft.

Mikið dómgreindarleysi hefur verið sýnt á undanfarnum árum af þeim sem hafa einkavætt innvið samfélagsins og notað ríkisvaldið til að hlaupist undir bagga með auðmönnunum. Sú stórfellda félagslega aðstoð sem auðmönnum hefur verið veitt í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins stutt af Framsókn og Samfylkingu er nú að sliga þjóðina svo mikið að landsflótti er að skella á. Einkavinavæðingin hrakti fyrst fólk af landsbygðinni vegna kvótabrasks og er nú að hrekja fólk úr landi vegna bankahruns. Þessu verður að linna og VG virðist vera einn flokka að huga að því hvernig hægt sé að hrinda valdi auðmannana sem hafa selt landið erlendum lánadrottnum á vald.

Héðinn Björnsson, 27.10.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband