Krútt að hafa forseta sem rifjar upp fornsögurnar!?
17.11.2008 | 17:18
Guðni genginn til hvílu sinnar eins og Njáll forðum og leggst snemma í fletið. Hann skynjar það líkt og Njáll forðum að valdaskipti eru nauðsynleg og óumflýjanleg. Guðni, hversu mikill snillingur sem hann er, skynjaði ekki kall tímans, horfði inn til dala en ekki fram til fjarða, umheimsins. Hreif kotbændur með sér en lét kotungshugarfar stjórna sér. Sat fastur í Flóanum á meðan Framsókn flaug til Brussel. Nú er það bara spurning um Bessastaði eftir þrjú ár. Þegar við hin förum að máta okkur við Evrópu væri krútt að hafa heimakæran forseta sem rifjar upp fornsögurnar og ljóðin.
Guðna verður saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2008 kl. 01:37 | Facebook
Athugasemdir
Guðni ætlar ekki að kafna eins og Njáll forðum.
Bjartur í Sumarhúsum horfði líka inn til dala á sínum tíma.
En þarf forsetinn ekki að tala ensku og eitt norðurlandamál?
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 17:51
Nú þykir mér týra, séra minn!
Þú er þó ekki að gera að því skóna að Guðni Ágústsson verði brenndur inni á heimili sínu, eins og Njáll Þorgeirsson að Berþórshvoli forðum?
En segjum nú sem svo, að andskotum Guðna þyki ekki nóg að gert og leggi eld að húsi hans. Mun sagan af því atviki eiga einhvern samhljóm við Brennu-Njálssögu eftir nokkur hundruð ár?
Blaðamenn Foldarinnar, 17.11.2008 kl. 18:01
Af hverju er bannað að http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item237452/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:20
'Eg er búin að missa þráðinn.
Er Guðni búinn að bjóða kost á sér í næstu forsetakosningum?
Agla, 18.11.2008 kl. 13:23
Ha, ha, þetta er nokkuð góð tillaga...þegar öllu er á botninn hvolft!
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:12
Þorsteinn, ekki ef hann heldur sig heima á Bessastöðum og skreppur í mesta lagi í aðrar sýslur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:13
Finnst ESB-sinnum skömm að fornsögunum?
GlG (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:40
Jónas hefði svarað:
"...Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði.
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður.
Bragðdaufa rímu þylur vesæll maður."
GlG (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.