Stjórnarskráin; Vantar jafnréttisákvæði!

það vantar jafnréttisákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins. Evrópuráðið leggur til í meðmælum frá 13. febrúar 2007 að verndarákvæði gegn kynþáttafordómum verði sett inn í stjórnarskrána.   Sú hugsun þarf að koma vel fram í stjórnarskrá að allir séu jafnir fyrir lögum og að misrétti verði ekki liðið hvort sem er vegna kyns, kynhneigðar, kynþáttar, uppruna, litarháttar, trúarbragða, þjóðernis eða nokkurs annars.  Í raun og veru er um það að ræða að taka upp viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu en þann viðauka hafa Íslendingar skrifað undir en ekki innleitt í íslenska löggjöf. Á þessari jafnréttishugsun byggjast lýðræðissamfélög vesturlanda og á henni hvílir allt starf Evrópuráðsins. Á jafnréttishugsjóninni ætti íslenskt samfélag að hvíla hvað sem öðru líður.

 


mbl.is Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, jú, en forréttindi ykkar uppsveitarmanna verða afnumin!

Baldur Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 18:21

2 identicon

gæti ákvæðið ekki litið nokkurn veginn svona út:

 Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

?

HS (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 07:18

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Æji ég held að það sé of langt gengið að negla niður smáatriði í stjórnarskrá, þetta á að liggja í lögum landsins. Stjórnarskráin á að vera tímalaus.

Miklar breytingar liggja nú fyrir alþingismönnum að gera: breyta landinu í eitt kjördæmi, gera persónukosningar mögulegar, aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald, gefa ekki sjáfstæði landsins burt til fjölþjóðaríkja, auka vald forseta Íslands, tryggja lýðréttindi, skilja að ríki og kirkju....    Mikið sem þörf er á að gera!

Baldur Gautur Baldursson, 4.2.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jafbnréttið er grundvallaratriði nafni og er að finna víða í stjórnarskrám ef ekki alls staðar með eingverjum hætti. Það er ekki að sástæðulausu sem ECRI mælir með þessu. HS er mjög nálægt þessu - mig minnir að viðauki nr. 12 (sem Mannréttindadómstóllinn byggir staf sitt á) sé nánast svona. kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.2.2009 kl. 09:56

5 identicon

Mannréttindi þurfa að vera heiðskýr bæði í lögum og stjórnarskrá landsins.  Það er eina leiðin að mínum dómi.  Ef ekki, er of mikil hætta á mannréttindabrotum og mistúlkun grárra laga.

EE elle (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:12

6 identicon

65. gr. stjskr.: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Er þetta ekki bara nægilegt? Þarf maður ekki að skoða stjórnarskrána og athuga hvað í henni er áður en maður kvartar yfir því hvað vantar í hana?

FHS (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:20

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það þarf að uppfæra þessa grein, bæta í hana kynhneigð og galdraorðunum...né neinu öðru leyti. Og hnykkja á banni við kynþáttafordómum.  Hver ert þú annars FHS - þú gætir orðið nothæfur maður ef þú kæmir fram.  Þakka þér fyrir að hnjóta um pistilinn minn. Bestu kveðjur.  B

Baldur Kristjánsson, 4.2.2009 kl. 17:33

8 identicon

Þetta er fyndin fyrirsögn, í ljósi 65. gr. stjskr., sérstaklega þar sem ekki er minnst á greinina í pistlinum undir fyrirsögninni.

Annars væri "...né neinu að öðru leyti" fulldjúpt í árinni tekið. Undir það félli allt, sem hugsast getur - t.d. aldur og menntun. Þá væru, áður en við vissum af, 8 ára strákar farnir að stjórna bifreiðum og lögfræðingar farnir að stjórna Seðlabankanum!

Steindór (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:52

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

..né neinni annarri ómálefnalegri ástæðu....Takk fyrir að lesa og hafa álit.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 11:55

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég skal alveg viðurkenna að ég las tilmæli Evrópuráðsins en fletti ekki upp hvernig þetta var orðað í stjórnarskránni. það var kjánagangur hjá mér að skrifa eins og engin jafnbréttisákvæði væru til staðar. Þá komuð þið til skjalanna, málefnalegir og yndislegir og það var gott. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 11:58

11 identicon

Ég játa líka að hafa gert sömu mistökin og Baldur Kristjánsson.  Og það er nú gott að vita að ávæðin eru þarna.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband