Skelfileg meðferð á öldruðum!

Nú er í tísku að tala um heimahjúkrun – það spari að hafa gamalt fólk heima sem lengst – það sé hærra hlutfall af Íslendingum en Svíum á hjúkrunarheimilum.  Staðreyndin er sú –a.m.k. í Reykjavík og nágrenni – að ástandið er skelfilegt.  Allt of margir – allt of veikir aldraðir einstaklingar komast ekki inn á hjúkrunarheimili.  Það er víða neyðarástand vegna þess að allt of veikt og farlama fólk kemst ekki í skjól.  Læknar fórna höndum. Ekkert hefur verið byggt og verið er að breyta rýminu á Hrafnistu í eins manns rými í stað tvegga og þá kemst enginn þar inn á meðan.

Í góðærinu- í frjálshyggjunni – byggðu menn bara til að græða.  Þess vegna er offramboð á rándýrum íbúðum fyrir aldraða en ekkert til af hjúkrunarheimilum – okkur til stórskammar. Ég legg til að ráðamenn biðjist afsökunar og víki fyrir fólki sem ber hag aldraðra fyrir brjósti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvaða Íslendingur myndi láta bjóða sér sambýli með öðrum ókunnugum? Jú þegar maður hefur fengið stimpilinn aldraður, þá er það í lagi að bjóða upp á slíkt. Það hefur alltaf verið litið á aldraða sem vandamál en ekki sem eðlilegan hluta af þjóðfélaginu. Þeir eru bara að þvælast fyrir.

Finnur Bárðarson, 6.3.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér skilst að Jóhanna Sigurðardóttir sé að vinna í því að leysa það dapurlega ástand sem nú hefur skapast. Við skuldum gamla fólkinu okkar að veita því viðunandi lífsskilyrð í ellinni og þar tel ég að ekkert megi til spara.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 17:48

3 identicon

Hverju orði sannara, Baldur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:12

4 identicon

Já, bæði börn og eldra fólík eru víst oft að ´þvælast fyrir fólki´í þessu blessaða landi, ekki virt, ýtt til hliðar.  Það hef ég oft sagt og hef fengið skitkast fyrir það.

EE elle (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:15

5 identicon

Þ.e. eldra fólk.

EE elle (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:17

6 identicon

Þessar rándýru íbúðir eru dæmigerðar fyrir græðgina.  Gat aldrei skilið þessa stefnu, að byggja íbúðir ætlaðar öldruðum sem auðsjánalega voru  jafnframt ætlaðar til þess að hafa af þeim sem mesta fjármuni.  Ömurlegt.  Og nú fækkar raunverulega plássum fyrir aldraða, t.d. á Grund þar sem krafan er einbýli.  Sem er sjálfsagt mál.  En eins og þú segir réttilega hjúkrunarheimili sárvantar. Og  íbúðir á viðráðanlegu verði.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:17

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í hverju er heimahjúkrun fólgin?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband