Klaufaleg staða Framsóknar!

Framsóknarmenn eru búnir að koma sér í klaufalega stöðu með upphlaupum sínum.  Þeir sem vilja vinstri stjórn kjósa auðvitað stjórnarflokkana.  Þeir sem vilja stjórn með Sjálfstæðisflokknum kjósa auðvitað Sjálfstæðisflokkinn. Til hvers að kjósa Framsókn? Til þess að hægt sé að mynda þriggja flokka vinstri stjórn. Hafa þær gefist vel? Til þess að Framsókn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum?  Hefur það gefist vel?
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!

Ómar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 23:23

2 identicon

Ef nógu margir kjósa framsókn er möguleiki á tveggja flokka vinstrisinnaðri en þó ekki öfgakenndri stjórn þar sem Kolbrún Halldórsdóttir er ekki ráðherra.....Hljómar það svo illa

Björn Ingi Ó. (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:43

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Góður punktur...

Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 08:37

4 identicon

Einhver allra ömurlegasta tegundinn af framsóknarmennsku er laumuframsóknarmennskan. Skil ekki tilganginn hjá prestinum með þessum síendurteknum áhyggjupistlum um afdrif þessarar gjörspilltu klíku, sem á lang stærstan þátt í hvernig komið er fyrir þessari vesælu þjóð, ef hægt er að kalla 300 þús. manna ættbálk þjóð. Það er verið að beita hér allskyns aðferðum að mínu mati til þess að koma okkur í þá óhuggulegu aðstöðu, að framsókn og íhald geti myndað stjórn eftir kosningar. Ja, svei, þetta jaðrar við föðurlandssvik!

öskur (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband