Um nauðsyn þess að ganga í Evrópusambandið!
16.3.2009 | 22:31
Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé Evrópuráðskortið þar sem Ísland er upp í vinstra horninu en það kólnar heldur hjartað þegar Evrópusambandskortið þar sem Ísland liggur utanyrir ber fyrir augu. Ísland á heima með þjóðum Evrópu. Það væri hörmulegt ef við einangruðumst frá nútíma samstarfi fullvalda þjóða í Evrópu.
Í menningarlegu tilliti, félagslegu tilliti og efnahagslegu tilliti eigum við best heima með öðrum þjóðum í Evrópu. Segja má að ný heimsskipan sé að taka við af eldri skipan þar sem þjóðir vinna saman til heilla fyrir sjálfa sig og heiminn í heild. Það væri hörmulegt ef við tækjum ekki þátt í því ferli. Aðeins með þáttöku í því ferli munum við varðveita sjálfstæði okkar.
Þegar það bætist við að augljóst að kjör Íslendinga munu batna við inngöngu í ESB þá er vandséð hvers vegna við ættum að standa fyrir utan? Eða af hverju fóru Finnar, Svíar, Danir og Eistar sem voru nýsloppnir úr ánauð þarna inn?
Undanfarið hafa þær raddir verið háværar sem tala þannig að við inngöngu í ESB myndum við afhenda öðrum auðlindir okkar. Þetta er hræðsluáróður. Ástæðulaus hræðsluáróður. Innganga í ESB gefur erlendu fólki ekkert meiri aðgang að íslenskum auðlindum en þeir hafa nú. Íslenskar auðlindir þ.á.m. bújarðir, mannvit og fiskiskip verða áfram á Íslandi. Auðvitað. Vitaskuld.
Sem betur fer virðist stjórnmálaelítan að vera að vakna til vitundar um nauðsyn þess að ganga í ESB. Þjóðin verður á sömu skoðun um leið og elítan fer að tjá sig, sem hún gerir að afloknum prófkjörum.
Segir samlíkingu við Ísland fáránlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert annað en ástæðulaus hræðsluáróður að segja ESB stela auðlindum okkar. Oli Rehn hefur fullvissað þjóðina um að svo sé ekki og telur vel mögulegt að Íslendingar fái undanþágu í sjávarútvegsmálum.
Ég tel lýðræðislegast að kosið verði um sambandið og þjóðaratkvæðagreiðsla fari hér fram fljótlega eftir kosningar. Vilji þjóðarinnar verður að ráða í svo stóru máli tel ég.
Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 22:37
Ísland á að vera frjálst og sjálfráða. Það verðum við ekki innan ESB. Ég bendi á samantekt mína um reynslu Eistlands á blogginu.
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 22:44
Færslan um Eistland heitir: Frelsi ofar öllu
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 22:45
Hilmar
Hvernig er það eigum við að trúa öllu sem Oli Reykás segir eða hvað um öll þessi lög og reglugerðir er varðar sameiginlegar auðlindir innan ESB?
Hvenær byrjar svo næsta ároðursstríð hjá ykkur (ESB sinnum) fyrir New World Governance, One World Government og New World Order?
EU Calls For 'New World Governance'
Gordon Brown New World Order Speech
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:56
Elinóra
Talandi um ESB og Eistland, hefur þú séð þessi mótmæli og læti í þessum nágrannalöndum Eistlands, eða 2009 Economic collapse.Protests & RIOTS & riauses in LATVIA-Riga, BULGARIA-Sofia & LITHUANIA-Vilnius !!!!!!
Því að ég hef ekkert séð um þetta í fréttum hérna heima
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:09
Óli Reykás, þetta er nú það bezta sem ég hef séð frá þér lengi, Þorsteinn.
En hér á síðunni trónir öfugmælaprestur með sinn illa kveðna föðurlandskveðskap, og er ég farinn að halda, að eitthvað hafi komið fyrir minn gamla skólafélaga.
En nú er mér ekki til setunnar boðið yfir tölvunni, því að dagr es senn upp kominn, og þá dynja hana fjaðrar, eins og þar var sagt, og skal ég aldrei víkja fyrir fantabandalagi þessu, hversu mjög sem skuggabaldrar heimsins mæra það.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 01:00
Jafnvel þótt við fáum góð kjör núna í Evrópusambandið þá þýðir ekki að þau muni verða þannig til frambúðar. Hvað gerist þegar við með hvað 1% vægi í kosningum ESB, viljum mótmæla breyttum reglum (sem t.d. leyfa öðrum þjóðum að veiða við Ísland)? Við getum ekkert gert þar sem vægi við kosningar miðast við íbúafjölda.
Gunnar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:20
Það er undarlegt með þessa ESbésa, að einu rökin sem maður heyrir frá þeim eru að þau við eigum heima með Evrópu menningarlega og viðskiptalega, og svo frá Össuri að við munum fá svo mikla styrki úr ES-brunni.
Við þurfum ekkert að ganga í ESB til að stunda viðskipti við ESB. Við höldum bara áfram að stunda okkar viðskipti eins og við höfum gert. Hvað styrkina varðar þá finnst mér það aumingjalegt af Össuri að sjá framtíð barna sinna í að vera að þiggja ölmusu úr lófa þeirra Brusslara.
Sigurjón Jónsson, 17.3.2009 kl. 08:47
...eða eins og Hallur Hallsson hefði orðað það, afskekktur og vanræktur útkjálki í Evrópuríkinu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:50
Gott hjá þér, Sigurður, snarpt og meitlað.
Menn eiga að varast að leggja fjöregg sín öll í sömu körfuna, Baldur, fara hægt í að treysta stóra risanum, þótt hann sé afskaplega mikill á velli, meira en 1600 sinnum stærri en við!
Heimsstjórnmál mótast ekki fyrst og fremst af einhverju menningarlegu – það fór nú lítið fyrir siðmenntunaráhrifum glæstustu tónmenningar heims í voldugasta ríkinu þar um tíma, og eins og fyrri daginn, þegar á reynir, ganga stórþjóðirnar hart fram eftir sínum hagsmunum í auðlindaleit og orkustjórnun. Verði Ísland e.k. hérað í Evrópu, mun stjórn okkar málefna mótast af stórríkinu fremur en staðarsjónarmiðum einum sér.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 08:55
"Íslenskar auðlindir þ.á.m. bújarðir, mannvit og fiskiskip verða áfram á Íslandi."
Fiskimið eru auðlind, fiskiskip eru það ekki. ESB vill fá það fyrrnefnda.
Júlíus Valsson, 17.3.2009 kl. 09:22
Ég spyr bara enn og aftur eins og ég hef spurt alla sem eru að mæra ESB.
Hverjir eru þessir rosalegu ávinningar af því að ganga í ESB? hvað græðum við svona rosalega mikið á því? og ekki segja eitthvað sem er ekki í hendi því það eru engin loforð um að allt verði hérna í gulli og grænum skógum.
Sjáðu bara Írland! þar voru spekúlantar að segja að Írland hefur bara 2 kosti í stöðunni eins og hún er í dag, að ganga úr ESB eða að landið fari á hausinn.
p.s. enginn ESBari hefur getað svarað þessum spurningum
kv. Svavar
Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:01
Er ekki bara gott að takast í hendur, lýðræðisþjóð með lýðræðisþjóð? ..Hvers vegna eigum við að standa ein og sér? Erum við merkilegri en hinar þjóðirnar? Það hlýtur að vera kærleiksríkara af þjóðinni að deila eignum sínum með nágrannalöndum en að halda þeim öllum fyrir sig, eða hvað? ..
---
Tja, varðandi fiskiauðlind: Það er löngu búið að gefa kvótann á fárra hendur og virðist enginn hugur þeirra sem ráða að deila þeim meðal þjóðarinnar, hvað þá meðal annarra...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 15:14
Það eru fjölmörg lönd innan ESB sem ESB sinnar geta valið sér til búsetu og leyft okkur sjálfstæðissinnum að dvelja hér í friði.
Palli (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:25
Komið þið sæl; Síra Baldur - sem þið önnur, hér á síðu hans !
Síra Baldur ! Er enn; að bíða svaranna, við næst síðustu færzlu þinni, reyndar.
Hilmar Gunnlaugsson ! Ert þú virkilega; að taka trúanlegan, og mæra; finnska föðurlandssvikarann, Olla þennan Rehn ?
Þorsteinn Schveing; og þið Jón Valur ! Ekki lakara; að ganga að ykkar varðstöðu vísri, sem fyrr - gegn ESB trúboði Síra Baldurs, sem annarra velunnara þessa gamla nýlenduvelda bandalags, sem leppríkja bandarísku heimsvaldasinnanna.
Jóhanna; enn einn, spjallvina minna ! Hygg; að þú hafir lítt, gefið gaum, að ábendingum mínum - mörg undafarin misseri, um sterkt einingarbandalag okkar; með : Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, hvert yrði jú; margfeldi að auðlegð náttúru verðmæta (ekki skal heldur, gleyma menningarverðmætunum), miðað við ESB damminn, gott fólk. Hver var að tala um; að við værum EIN, á báti, þegar nægir kostir bjóðast, og hugnanlegri en Fjórða ríki þýzku rummunganna, gott fólk.
Síra Baldur ! Reyndu, að fara að athuga betur, jarðtengingu þína (sá gul/græni, manstu = jarðsambandsvírinn), áður en þú leggur upp í, enn einn leiðangurinn - til lofsöngva, fyrir gömlu nýlenduveldin, suður í Evrópu !
Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:33
Jóhanna, sá er slæmur ráðsmaður eigna fjölskyldu sinnar eða þjóðar, sem fellst á að láta leggja þær undir erlent vald. Rök þín, ef rök skyldi kalla, eiga allt eins við um innlimun okkar í ríki Noregskonungs á 13. öld eins og evrópska stórríkisins, þar sem Þjóðverjar ráða mestu, á 21. öld.
Kvótamálin verða í vinnslu, og mjög mikilvægt er, að nýtt ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar komist inn í stjórnarskrána. Þú og þinn maður í Nýju afli gefizt upp við það verkefni, ef þið stuðlið að þvi, að Ísland afsali æðstu löggjafarréttindum sínum í hendur Brusselvaldinu.
Svo tek ég undir með innleggi Palla kl. 15.25.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 17:08
Óskar, þú ert ávallt skemmtilegur í þinni framsetningu - ég játa það að ég hef ekki lesið um hugmyndir þínar um samband við aðrar þjóðir. Tek ofan af fyrir þér að hugsa út fyrir rammann, en það eru ekki allir sem þora það.
Jón Valur, það er stór munur fyrir ráðsmann að deila með sér eignum sínum eða fyrir hann að leggja þær undir vald einhvers.
Auðvitað yrði þetta heldur ekki einstefna, heldur gagnkvæmt hagsmunabandalag. Samningar fela vissulega alltaf í sér einhverja bindingu, en sum binding er af hinu góða. Við erum aðilar að mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, það bindur vissulega hendur okkar, bindur þær til að stunda mannréttindi.
Átta mig ekki á, í okkar yfirstandandi efnahagslega árferði með ónýta krónu hringlandi í vösunum, þeirri hræðslu að vilja ekki einu sinni skoða þá samninga sem Efnahagsbandalagið mögulegu býður upp á, því vissulega eru sum bönd af hinu góða og blessunar fyrir báða aðila og má þá t.d. nefna hjónabandið! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 18:19
Evróubandalagið er ekki bara band, heldur yfirríki sem tekur af okkur ráðin í mörgum mikilvægustu málum og stýrir för okkar úr því. Áttarðu þig ekki á því, Jóhanna? Kynntu þér þá, hvað Gunnar Rögnvaldsson hefur skrifað um síminnkandi hlut þjóðanna í EBé í pólitískum ákvörðunum sem varða þær sjálfar – margt umræðuefnið er dottið þar út úr kosningabaráttu og innanlandsstjórnmálum, af því einfaldlega að frumkvæðið og forræðið á ýmsu mjög mikilvægu er komið til Brussel.
Svo er þetta alger rússnesk rúlletta og fáfengilegir spádómar, nei, áhættusækni, að treysta á, að yfirríkið ætli að verða gott við okkur og að við komum þar út í einhverjum plús!
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 11:26
Jóhanna"..það er stór munur fyrir ráðsmann að deila með sér eignum sínum eða fyrir hann að leggja þær undir vald einhvers.
Þetta ESB allt saman er ekkert annað en rugl, ef eitthvað er þá snýst þetta allt einmitt um að koma öllu vald yfir til EU commission( framkvæmdarvalds ESB) og dómstóla End of Nations - EU Takeover the Lisbon Treaty The End of Nations 01 The End of Nations 02
Creeping EU Totalitarianism The last days of democracy? Nigel Farage on who's who in the EU commission
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:12
Hafði 1 EURO í hendinni áðan og skoðaði evrópukortið sem er á annarri hlið myntarinnar. Þar er Ísland ekki með á Evrópukortinu þótt Noregur sé með. Raunar fannst mér þetta fínt. Að þetta sýnir best að Ísland er EKKERT í augum Evrópusambandsins. Við erum bara hafsvæðið, fiskurinn. Landið er "ekkert" í augum ESB. Við eigum að vera glöð og ánægð að vera ekki með!
Baldur Gautur Baldursson, 19.3.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.