Dalur dauðans!

Í Skotlandi er dalur sem ber nafnið dalur dauðans.  Þar var áður blómleg byggð bænda sem ræktuðu allt mögulegt.  Nú drekka þeir sig fulla um helgar í nálægu þorpi og mæla þorpsgötuna, lifa á styrk frá Evrópusambandinu – svæði þeirra var metið kalt og engan fengu þeir styrkinn til áframhaldandi ræktunar, aðeins styrk til að hætta.

Þetta sagði mér bóndi í röðinni í Bónus áðan og hafði miklar áhyggjur. Hann eins og ég taldi miklar líkur á því að við yrðum komin í ESB fyrr en varir.

Því spyrjum við:  Hver eru samningsmarkmið bændasamtakanna.  Ætla þau að gera eitthvað annað en að spyrna við fótum?  Ennfremur má spyrja.  Var það ESB sem drap dalinn eða var það nútíminn með sínum hraða, samgöngum, opnu landamærum, hagkvæmniskröfum? Túlípanar vaxa jú miklu hraðar í Hollandi en í Skotlandi.

Kannski verður Ísland skilgreint sem heitt svæði og ylræktarbændum íslenskum sköpuð stórkostleg skilyrði. Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessari sögu um Dal Dauðans í Skotlandi trúi ég alveg uppá embættismannastjórnum Evrópusambands skrifræðisins !

Fyrir mér er ESB ekkert annað en náköld hönd Dauðans, fyrir athafna- og atvinnulíf og einnig og ekki síst fyrir lýðræði íbúanna í aðildarlöndunum.

Það er nú mjög í týsku hjá ESB trúboðinu á Íslandi að nota allskyns úrtölur og bölsýni til að koma okkur inní þetta Bandalag með góðu eða illu. Oftast nær eru þessar úrtölur án allra raka.

Nokkur dæmi um þetta eru eftirfarandi:

1. Mér er bara alveg sama bara ef við fáum eitthvað annað en þessa handónýtu stjórnmálamenn til að hafa vit fyrir okkur, þessvegna vil ég að við göngum í ESB.

2. Mig varðar ekkert um fiskimiðin, þau eru hvort sem er einkaeign útgerðarauðvaldsins og það yrði allt annað undir ESB.

3. Við erum hvort sem er svo lítil og með handónýtan gjaldmiðil þessvegna verðum við að ganga í ESB 

4. Ég vil bara að sérfræðingar stjórni hérna hlutunum ekki einhverjir uppgjafa pólitikusar eins og í Seðlabankanum, þess vegna vil ég að við göngum strax í ESB.

5. Ég vil bara ganga í ESB af því ða við erum með handónýta krónu sem gjaldmiðil og ég vil bara Evru strax.

Allar þessar bölsýnis fullyrðingar hér að ofan standast enga skoðun, ja nema síður sé.

ESB er yfirfullt af gjörspilltum nefndum og ráðum sem fyrir fara gamlir uppgjafa pólitíkusar sem nú þurfa ekki lengur að sækja vald sitt beint til íbúanna, heldur eru þeir oftast æviráðnir embættismenn á miklu hærri launum heldur en eitt sinn þegar þeir sátu á þingum þjóða sinna.

Nú sækja þeir völd sín og himinhá laun sín og risnu beint til apparatsins sjálfs en ekki beint til fólksins. 

Talið er að í meðförum nefndanna og spillingarráða ESB tapist árlega 50 milljarðar EVRA sem enginn getur skýrt hvert hafa farið.

Enda hefur það verið svo samfellt undanfarin 14 ár að lögskipaðir Endurskoðendur Evópusambandsins hafa neitað að skrifa undir reikniga Sambandsins vegna þessara glötuðu  himinháu fjárhæða og himinhrópandi spillingarsukks !

Ég er hræddur um að stjórn Íslensku Bændasamtakanna eða stjórn Prestafélags Íslands yrðu fljótlega settar af fyrir svona ráðslag. og spillingarsukk ! 

Meira að segja forstjórinn í Byrginu komst ekki upp með svona sukk nema í örfá ár og nú er hann dæmdur maður.

Svona kerfi munu aldrei standast til lengdar það hefur sagan margsinnis kennt okkur Baldur minn.

Ég spái því að innan ekki svo margra ára verði ESB á ruslahaugum sögunnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:51

2 identicon

Það þarf ekki að fara allaleið til Skotlands til að finna dauðadalina,það eru mörg sjávarþorp úti á landi sem eru merkt dauðanum eftir mörg ár óstjórnar okkar manna og ekki erum við í ESB.

Atli Sigurðarson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:03

3 identicon

Já víst er það Atli, en það eru ekki neinir blómlegir dalir þar sem fólk býr og lifir ennþá í tilgangsleysi og á styrkjum frá ESB eða einhverju viðlíka skrifræðisbatteríi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kontórar leysa allan vanda og - og -málið er dautt.

Árni Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýleg frétt. No comment.

Haraldur Hansson, 30.12.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Tek undir með Atla,- og þó það séu ekki blómlegir dalir þá eru þar yndislegir firðir, og þó fólkið lifi ekki í tilgangsleysi þar þá er það að upplifa kreppuna í annað sinn en nú væntanlega í Reykjavíkinni.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Frímann. Getur þú frætt okkur sem búum í dal heimskunnar (ég bý innan ESB) hvernig stendur á að endurskoðendur neita að skrifa undir ársreikninga 14 ár í röð, ef allt er svona flott í ESB?

Þú getur þá kannski í leiðinni sagt mér hvernig það stenst að innleiða evruna og stjórnarskrána án atkvæðagreiðslu? Verðlag hér í Hollandi er komið hátt í sömu evrutölu og var í gyllinum, jafnvel þótt evran hafi verið rúmra tveggja gyllina virði fyrir sjö árum.

Og að lokum, þegar yfirleitt er kosið, er kosið áfram þangað til rétt niðurstaða fæst og síðan ekki meir?

Villi Asgeirsson, 31.12.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Ár & síð

Dalur dauðans - væri ekki fínt að vera prestur þar?

Ár & síð, 31.12.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jón Frímann, býrðu á evrusvæðinu? Hefurðu notað evrur daglega frá því þær voru teknar í notkun, og gjaldmiðilinn sem hún tók við af þar á undan? Ef ekki, bið ég þig að láta það eiga sig að tala um þjóðsögur. Lífið er enginn átómatískur dans á rósum ef maður hefur evru.

Villi Asgeirsson, 31.12.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband