Eftirsjá að Halldóri

Vitskuld eigum við að hefja undirbúning viðræðna við Evrópusambandið
með inngöngu í huga.  Í mínum huga er ekki nokkur vafi að það
myndi styrkja Íslenskt efnhagslíf ekki hvað síst hag hins almenna
borgara ef við gengjum inn með þokkalegum skilyrðum. Þá er ótalinn hinn
félagslegi ávinningur en flest félagsleg réttindi þ.m.t. mannréttindi á
Íslandi eiga sér evrópskar fyrirmyndir og sumt hefur þurft að reka
ofaní kokið á okkur.  Það er eftirsjá af Halldóri úr íslenskri
pólítík.  Eftir brottför hans er svo að sjá að Samfylkingin sé
eina athvarf þeirra sem vilja skoða þessa leið af alvöru.
mbl.is Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, þú ert á skelfilega rangri braut, Baldur minn. Viltu gera þetta fyrir norrænt samstarf, að gefa upp fullveldi okkar, eða er það vegna conformisma við Samfylkingarforystuna? Hvort tveggja er jafn-slæmt. Jú, ég sé vel þú nefnir aðrar ástæður, en þetta er allt fáfengilegt þegar til lengdar lætur og engu að treysta nema því, að sjávarútvegsstefnu ES ráðum við ekki, en verðum að lúta henni, ef við viljum gerast og vera áfram aðilar. Þetta átt þú allt að vita, jafnskýr maður og þú ert. Ef það er þinn vilji, að landhelgi okkar (fyrir okkur eina) verði skert um 90-99%, þá hlýturðu að vera mikill álmaður eins og ýmsir í þinni Samfylkingu. Æ mig auman! Svo áttu að vita, að ES er á hægdrepandi leið með að gera út af við sig sjálft vegna fósturdrápa og o,7 barna á hvern mann (sem breytir öllu á örfáum kynslóðum, sjá hér). En kannski Evrópusambandið hjari af með því að gerast múslimskt* -- og mælir þú presturinn því bót?

* Þeir eignast þó börn, sem er nú meira en sagt verði um þessar þjóðir í ES sem ætla að verða sjálfdauða.

Jón Valur Jensson, 7.1.2007 kl. 02:47

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 7.1.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband