Vandræðalegt?

Af hverju er málið hið vadræðalegasta?  Sigríður Björk gerir það eina rétta í stöðunni.  Það er ekkert vandræðalegt við það að lýsa sig vanhæfan. Mættu fleiri gera, fyrr og sîðar.


mbl.is Faðir ríkislögreglustjóra tengdur rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður í Brattholti!

Tek undir þetta með Ingibjörgu. Ekki er minnst orði á baráttu Sigríðar fyrir Gullfossi en vakin er athygli á því á skilti Umhverfisstofnunar, á fjórum tungumálum, að hún hafi þótt frîð sýnum á yngri árum!! 


mbl.is Fríð sýnum en engin baráttukona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólmavík - þar sem lognið á lögheimili

Ók til Hólmavíkur í gær. Fór Holtasvörðuheiði, Hrútafjörð, Bitru og Kollafjöð þ.e. norður Strandir. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er geysilega falleg leið. Útsýnið þegar keyrt er niður í Kollafjörð er þannig að manni líður á kafla eins og maður sé innan í póstkorti. Leiðin heim til höfuðborgar um Steingrímsfjarðarheiði, Saurbæ og Dali er líka stórfengleg. Á leiðini norður rifjuðum við upp bæjarnöfn, nöfn á eyjum, fjöllum og dölum en mundum ekki annað úr bókmenntum en framhjágöngu Þórbergs sem er dásamleg frásögn. Athygli vakti að ekki er búið að slitleggja nema um helming leiðarinnar norður Strandir og um leið hvað maður er orðinn mikið verri í því að keyra á möl frá því sem áður var. Úr þessu þyrfti að bæta því þetta er,eða ætti að vera, öflug ferðamannaleið. Þessi hringur – vow. En frösku kartöflurnar í Staðarskála ollu vonbrigðum. Ég var í sveit á Bálkastöðum hjá Eiríki og Sigríði þegar Staðarskáli var opnaður 1960 eða 1961 og borða þar alltaf þegar ég er á ferðinni í minningu Magnúsar stofnandi staðarins. Hitti Eyjólf, tvíburabróður Arnars, en þeir voru fimm ára gerpi þá, bræður Óla Jóns sem er jafnaldri minn. Ég man að við stukkum 3,75 í langstökki. Þetta eru börn Gunnars og Jóhönnu sem bjuggu í hinu húsinu. Þekkti ekki Eyjólf en hann þekkti mig. Glöggur.

Enn þá til?!

Er bloggið mitt virkilega ennþá til. Ef svo er þá byrja ég að nota það aftur þó í smáu verði til að byrja með. Ég vil byrja á því að heilsa öllum sem hér eru. 


,,Racismi" - Fyrirlestur fluttur 21. mars á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum.

 Í hugtakinu ,,racismi“ fekst kynþáttahyggja sem er sú skoðun að kynþættir hafi ólíka eiginleika og þá erum við að tala um eiginleika eins og greind, hæfni og skapferli. Ég nota oftast kynþáttafordóma yfir hugtakið ,,racismi“  sem má útleggja sem (neikvæða) fordóma gagnvart fólki af öðrum kynþáttum.  Oft/stundum er ,,racismi“ þýtt sem kynþáttahatur sem er þá fjandskapur gegnvart fólki af öðrum kynþætti sem álitinn er lakari eða óæðri.    Afleiðing af ,,racisma“ og bundinn honum órjúfanlegum böndum er  kynþáttamisrétti fólk nýtur ekki hæfileika sinna en er metið af stöðluðum hugmyndum um kynþátt sinn og situr því ekki við sama borð og aðrir.   Í hugtakinu ,,racismi“ er nefnilega sú vitund að réttlætanlegt sé að meðhöndla fólk með misjöfnum hætti eftir kynþætti.  Nú er skylt að taka fram að  mannréttindastofnanir eru farnar að nota hugtakið ,,race“ eða kynþáttur í gæsalöppum vegna þeirrar hugmyndar(staðreyndar) að mannkynið sé allt einn kynstofn/kynþáttur sem það er auðvitað þegar allt kemur til alls. Náskylt ,,racisma“  er hugtakið ,,xenofóbía“ sem er útlendingaótti.  Hugtakið ,,racismi“ hefur líka verið notað í stærra samhengi þ.e. að segja þegar litið er á fólk með mismunandi augum og /eða það beitt misrétti ekki bara vegna kynþáttar,  heldur einnig uppruna, þjóðernis, litarháttar eða trúar.  Í mannréttindasáttmálum (t.d. mannréttindasáttmála Evrópu) er bætt við kyni,  fæðingarstað, tengsl við minnihlutahópa, eign eða nokkurn annan status, þegar misrétti er bannað.  Í refsilöggjöf er hérlendis og víða er bætt við kynhneigð.  En kyn og kynhneigð hafa ekki verið felld undir regnhlífarhugtakið ,,Racisma“.

 

Viðauki númer 12.

Í íslensku stjórnarskránni hljóðar mannréttindaákvæðið svo: ,,Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.”

Þarna er ekki inni kynhneigð.

Af því að hér eru staddir tveir fulltrúar í komandi Stjórnarskrárnefnd (Arnfríður Guðmundsdóttir og Örn Bárður Jónsson) má beina því til þeirra að hugleiða hvort að við ættum ekki að taka inn í stjórnarskrána viðbót nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar fortakslaust mismunun gagnvart lögum af hvaða ástæðu sem er. (ómálefnalegri ástæðu sem er:  það má t.d. ráða konu til að hafa eftirlit með kvennasturtum og tveggja metra mann ef hægt væri að sýna fram á að starfið krefðist tveggja metra manns og menntun og færni og réttindi eru auðvitað málefnalegar ástæður).  Íslendingar drukku kampavínið þegar þessi viðauki var samþykktur í Róm árið 2000 og tók gildi 1. apríl 2005 en aðeins helmingur af þjóðum Evrópu hafa staðfest hann og ekki Ísland en ég tek eftir því að nýju ríkin í Evrópu eins og Montenegro hafa samþykkt samninginn og eru þar með komin lengra en mörg stofnríki Evrópuráðsins eins og Ísland.  Það hefur verið fullyrt við mig að viðauki nr. 12 breytti engu vegna ákvæðisins sem er í stjórnarskránni en dómarar við Mannréttindadómstólinn segja það rangt – þessi viðauki er eitt af aðaltækjum hans og tekur af öll tvímæli í mörgum tilvikum um rétt einstaklinga í ríkjum sem hafa samþykkt viðaukann- eykur borgaraleg réttindi í þeim ríkjum, ekki síst hvað varðar kynjamisrétti sem þrífst hér en væri harðbannað samkvæmt viðauka nr. 12.

 

Kynþáttafordómar hérlendis!

En er mikið um kynþáttafordóma?  Þó að fordómar og óvinátta sé rík meðal manna eru ekki eiginleikar eins samúð, forvitni, umburðarlyndi, samræður og samvinna enn ríkari eiginleikar í fari okkar.  Vissulega, en fordómar virðast þrífast í sérhverri menningu. Ástæðan getur verið ótti við hið óþekkta og einnig þörf til að auka samheldni í hópnum.  Í Þjóðríkjum eða þjóðarhópum hreinum brýst rasisminn út sem átök eða óvinátta milli hópa en í blönduðum samfélögum fyrst og fremst sem átök inna hópsins þar sem minnihlutahópar verða auðvitað undir nema eitthvað sérstakt komi til.

Svo við höldum okkur bara við Evrópu og þar með Ísland þá er eru ekki lengur hrein þjóðríki til staðar.  Öll ríki Evrópu þ.m.t. Ísland eru meira og minna blönduð fólki af ýmsum uppruna sem játar mismunandi trú.  Þessum samfélögum er því lífsnauðsyn að kveða niður ,,racisma” eigi þar að þrífast gott og göfugt mannlíf.

 

Baráttan gegn kynþáttafordómum!

Við höfum einkum tvenns konar aðferðir til þess að berjast gegn kynþáttafordómum eða ,,racisma” (og nú fer ég hratt yfir sögu tímans vegna).  Það er að mennta fólk og þá first og fremst börnin og það er að hindra misretti með löggjöf, almennri löggjöf og refsilöggjöf.  Mikilvægt er að börnin læri að ganga að fjölbreytileika í umhverfi sínu sem vísu og umgangist þar með hvert annað aðgreiningarlaust. Þarna held ég að gott starf sé unnið í leikskólum landsins og sunnudagaskólanámsefni kirkjunnar er til fyrirmyndar.  Og ég vil einnig nefna námsgagnastofnun sem hefur unnið gott starf í þessa veru. En það er ekki nóg að mennta börnin.  Það verður að segja þeim til sem kenna þeim, kennurum.  Gallinn við okkur Íslendinga er að við vitum allt um allt og ég hef ekki enn hitt Íslending sem veit ekki allt um allt í þessum efnum. Og það verður líka að kenna lögreglumönnum, lögfræðingum og dómurum að þekkja kynþáttafordóma. (þessar lögstéttir halda alltaf að þeim séu sérfræðingarnir og að þeirra venja sé sú eina rétta en samanburðarrannsóknir hafa sýnt að að lögfræðingar og dómarar eru oft eins og blindar mýs þegar kemur að þessum efnum (ekkert síður en aðrir).  Ofangreint hefur íslenskum stjórnvöldum verið ráðlagt.  Þeim hefur einnig verið ráðlagt að setja eina löggjöf um bann við mismunun.  Eins og nú er eru ákvæði dreifð í lögum t.a.m. í stjórnsýslulögum, lögum um réttindi sjúklinga, lögum um skyldunám, póstþjónustu, útvarpslögum, lögum um persónuvernd, svo helstu dæmi séu nefnd.

Það er mælt með samræmdum bálk af tveimur ástæðum: Svo að þeir sem eiga að framfylgja lögunum svo sem lögreglumenn, lögfræðingar og dómarar eigi hægara með að vita af tilvist þeirra og átta sig á þeim annarsvegar og hins vegar að þolendur misréttis – að það sé ljósara fyrir þeim - að þeir geti leitað réttar síns.

 

Embætti umboðsmanns

Eitt atriði vil ég nefna annað af fjöldamörgum.  Að komið verði upp embætti umboðsmanns sem taki við og fáist við kvartanir er lúta að ,,racisma.”  Slíkar stofnair eru í öllum öðrum ríkjum Evrópu.  Við höfum umboðsmann Alþingis er sagt.  Það er ekki nóg. Reynsla að þjóðanna er sú að slíkir umboðsmenn virki first í þessum efnum ef racismi er höfuðviðfangsefni þeirra, ekki aukaverkefni.

Sömuleiðis að baráttunni gegn ,,rasisma” verði gert hærra undsir höfði í stjórnsýslunni.

Birtingarmyndir ,,racisma”

En er ástæða til að hafa áhyggjur. Já. Hvert sem litið er sér maður rasisma. Týnum upp nokkrar fyrirsagnir frá umliðnum misserum: ,,Faðir og sonur flýja Ísland vegna kynáttaáreitis“

,,Fjölmenni í göngu gegn rasisma“

,,Maður handtekinn vegna kynþáttaárásar“

Mismunun kemur fram á ýmsa vegu:  Fólk starir/það er snögglega búið að ráða í stöðuna þegar þú birtist/Fullir Íslendingar áreita afgreiðslustúlki á bar/tala ensku af því að hún er dökk/segja: þið eruð ágætisfólk.

.Fimm ára dóttir konu sem bloggar kvartar yfir því heima að enginn vilji leika við sig ,,af því að ég er brún“. 

Rannsókn á Akureyri sýnir að börn erlendra foreldra eru tvisvar sinnum eins líkleg til þess að vera fyrir einelti en börn innfæddra.

8% af innfæddum börnum telja sig verða fyrir einelti

12% með einu foreldri erlendu

16% ef báðir foreldrar eru af erlendum uppruna

Móðir í Reykjavík hefur sagt mér frá því að svört dóttir hennar komi oft grátandi heim eftir setningar eins. ,,Hunskastu heim grýlan þín“, ,,svarta merkikertið þitt, hvað ert þú að gera hér.“  Gjarnan sagt þegar enginn annar heyrir til. 

Sjálfur rakst ég bókstaflega á konu í ELCO sem var öðruvísi á hörund en ég.  Við rákumst saman og ég sagði ,,sorry“ Fékk til baka á hreinni og klárri íslensku með áherslu; ,,fyrirgefðu“.  Skammaðist mín, þó ég gæti alveg sett mig í mín eigin spor (og ég er búinn að fyrirgefa mér).  Hæfileiki heilans til að flokka til að einfalda lífið getur komið sér vel en er varhugaverður.

Birtingarmyndir ,,racisma“ eru margar.  Fólk af erlendum uppruna fær ekki eðlilegan framgang í vinnu. Fólki erlendis frá er frekar sagt upp. (Atvinnuleysi meðal Pólverja hér er nú 20%). Unglingar af erlendu bergi brotnir hætta frekar í skólum.  Fólk verður fyrir einelti og ýmis konar áreiti.  Fær ekki leigt.  Fær ekki bestu borðin.  Er niðurlægt. Allt þetta er til. Allt þetta hefur fólk upplifað.  Kvörtunarleiðir eru ekki augljósar.  Saksóknarar nota ekki heimildir í lögum. Yfirvöld gera lítið með leiðbeiningar virtustu stofnunar Evrópu í þessum efnum ECRI.

Afleiðingin er sú að hér þróast þjóðfélag sem verður samdauna kynþáttafordómum. Þar sem fólk af erlendum uppruna býr í ákveðnum hverfum, veður fyrir einelti, vinnur óþrifalegusti störfin. Nýjar kynslóðir vaxa upp við þetta sem sjálfsagðan hlut og finnst ekkert tiltökumál og það gildir einu hvort að menn verað lögfræpingar, dómarar, stjórnmálamenn eða eitthvað annað.

 

Við þurfum að taka miklu fastar á þessu svo að þetta verði ekki.  Hafna mismunun. Byggja réttlátt þjóðfélag.

 

Fjöldi fólks af erlendum uppruna

 

Lengst af voru hér fáir innflytjendur svo sem á öðrum jaðarsvæðum búsetu.  En þeim hefur fjölgað ört.

 

2004 voru innflytjendur 12.061

2006  16.689

2008  27240

2009 28644 og eru þða flestir

Og eru í dag 2011 25.693 töluvert fleiri en þeir voru 2007 þrátt fyrir kreppu.

 

Þetta mun vera um 8.1% mannfjöldans.  Vanmetið sennilega vegna ónógra upplýsinga um eldri Íslendinga en þessi tala gæti þýtt það að fjórðungur til fimmtungur Íslendinga sé tengdur fólki erlendis frá nánum fjölskylduböndum eða sjálft með uppruna í útlandinu stóra.

 

Heimildir:

Orðabók menningarsjóðs

Tölur Hagstofu

Skýrslur ECRI

Rannsókn á Akureyri 2010. Unnið við Háskólann á Akureyri sem hluti af alþjóðlegri rannsókn.

 

 

 

 

 


Í minningu 69 mótmælenda!

Evrópa er fjölmenningarsamfélag. Í öllum ríkjum álfunnar, þar með talið á Íslandi, eru fjölmennir hópar innflytjenda sem fóstra menningu upprunalandsins og aðlagast smátt og smátt menningu heimalandsins.

Hugmyndir um að ólíkir menningarheimar renni áreynslulaust saman á tveimur til þremur kynslóðum hafa reyndar ekki gengið upp. Þriðja kynslóð innflytjenda hefur ekki tileinkað sér ekki mál og menningu upptökulandsins í nægilegum mæli og heimalöndin hafa ekki opnað faðminn nógu vel. Gettó hafa orðið til, einkum meðal ungra múslima.

Þjóðamósaík Evrópu er margbrotin og flókin. Hefðbundin landamæri draga nokkur mörk milli þjóða en eru alls ekki afmarkandi. Tyrkir lifa í Þýskalandi, Serbar í Montenegro, Ungverjar í Búlgaríu og áfram í það óendanlega. Hugtakið ein menning – eitt ríki á ekki við. Fjölmenning er staðreynd þó að menn deili um tungumál, blæjur, búrkur og krossa. Þó að sumum þyki óþægilegt að fólkið allt um kring sé ekki allt eins á litinn eða játi ekki allt sömu trúna og tali ekki allt eins „þróað“ mál og afi og amma þá eru þeir fleiri sem njóta fjölbreytninnar og aðkomnir hafa á öllum tímum í sérhverju ríki auðgað menningu þess lands sem hefur tekið þá upp á arma sína.

Í dag 21. mars er einmitt alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum og um leið gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Í tilefni dagsins boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til hádegismálþings í safnaðarheimili Neskirkju. Þar munu Toshiki Toma og undirritaður ræða um kynþáttafordóma og íslenskt samfélag og Magnús Erlingsson og Svavar Stefánsson segja frá því hvernig kirkjan nálgast innflytjendur. Allir eru velkomnir. Málþingið hefst kl. 12:00.


21. mars, 2011

Á Íslandi er vart pláss fyrir nema eina umræðu í einu.  það sem ekki er peningamál eða spilling fær engan gaum. Á meðan svelta hin þörfustu mál nema sá flötur þeirra er snýst um peninga. Þetta er auðvitað skiljanlegt.  Fólk talar um það sem það hefur ekki.  Því miður hefur það yfirleitt verið svo með flesta Íslendinga að þeira hafa þurft að tala um peninga, nema þeir sem töluðu um lúxussnekkjur. Nú ætlum við í Þjóðmálanefnd kirkjunnar að grafa upp mál sem verið hefur í umræðusvelti.  Hvað erum við að gera til þess að sporna við því illræmda fyrirbæri kynþáttafordómum.  Við veljum til þess dag sem hefur verið útnefndur Alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum 21. mars. Allt um ætlun okkar á þeim degi fer hér á eftir: 

,,Mánudaginn 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum.  
Af því tilefni boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til málþings undir
yfirskriftinni: Hvar erum við stödd?  Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson fjalla um kynþáttafordóma, afleiðingar þeirra og varnir gegn þeim.  Toshiki er prestur innflytjenda hér á landi, Japani sem býr á Íslandi, og hefur látið einna mest til sín taka á þessu sviði af landsmönnum. Hann fjallar sérstaklega umn mikilvægi þess að berjast gegn kynþáttafordómum. Baldur er sérfræðingur í ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) og mun m.a.fjalla um hvað íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt á þessu sviði og hvað þau gætu gert til þess að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti sem  af þeim leiðir. Þá mun Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði segja frá því sem kirkjan er að gera á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og einstaklinga innan þess hóps og Svavar Stefánsson sóknarprestur í Fella- og Hólasókn skýra frá því sem þau hafa verið að gera til þess að ná til innflytjenda. Fundarstjóri er Inga Rún Ólafsdóttir Kirkjuþingsmaður og fulltrúi í Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar.
 
Málþingið hefst kl 12 og er í safnaðarheimili Neskirkju eða torginu eins og það er kallað, öllum opið og fólk borgar fyrir salinn með því að kaupa súpu eða kaffi."


Hvar erum við stödd?

Eftir viku, mánudaginn 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum.  Af því tilefni boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til málþings undir yfirskriftinni: Hvar erum við stödd?  Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson reyna að greina í hve miklum mæli kynþáttafordómar dafna hér á landi og svara því hvað við erum að gera til þess að berjast gegn þeim og hvað við gætum gert.  Toshiki er prestur innflytjenda hér á landi og sá Íslendingur sem hefur látið einna mest til sín taka á þessu sviði. Baldur er sérfræðingur í ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) og mun m.a .fjalla um hvað íslenskum stjórnvöldum hrefur verið ráðlagt á þessu sviði og hvað þau gætu gert til þess að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti sem  af þeim leiðir. Þá mun Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði segja frá því sem kirkjan er að gera á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og einstaklinga innan þess hóps.

Málþingið hefst kl 12 og er í safnaðarheimili Neskirkju eða torginu eins og það er kallað, öllum opið og fólk borgar fyrir salinn með því að kaupa súpu eða kaffi.


Svartfellingar vilja í ESB!

Ég sé að Össur Skarphéðinsson er í Ungverjalandi á fundi forystumanna Evrópusambandsins og hitti þar sérstaklega utanríkisráðherra Svartfjallalands. Svartfellingar sækja nú eins og við um aðild að  Evrópusambandinu og mikil samstaða er meðal þeirra um að komast þar inn.  Þeir eru nýbúnir að kljúfa sig frá Serbíu(2006) og vilja nú tryggja sjálfstæði sitt og framfararir í landinu með því að taka fullan þátt í samstarfi sjálfstæðra ríkja í Evrópu.  Ég var í Montenegro um daginn á vegum Evrópuráðsins. Það var gott að koma þar sérstaklega fyrir Íslending.  Ísland var fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Montenegro. Það glaðnaði yfir andlitum þegar ég var kynntur komandi frá Íslandi. Í haust var ég í Litháen.  Það er líka gott að vera íslendingur þar. Við vorum einnig fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.  Voru ekki kratar utanríkisráðherrar í báðum tilfellum hér.  Alltaf þegar þeir eru í utanríkisráðuneytinu gerist eitthvað athyglisvert.  Nú er Össur þar, hæfur og reyndur, vonandi göngum við í ESB á hans tíma, samferða Montenegro.  Það yrði frábært.


Uppeldisrof!

Það varð uppeldisrof á níunda áratugnum.  Þá hættu íslendingar endanlega að ala upp nýjar kynslóðir.  Báðir foreldrar voru farnir að vinna úti. Bæði kom til sjálfsögð og eðlileg jafnréttisbarátta og svo þurfti þess smám saman til þess að standa undir félagslegum kröfum.  Á árunum 1976 til 1996 gjörbreyttust velmegunarviðhorfin.  Normið var að eiga góða bíla, sjónvörp, tölvur, íbúðir stækkuðu, sumarhús spruttu upp, hesthús byggð. Foreldar í dag sem voru að alast upp þá ólust upp sjálf, fengu ekki í vöggugjöf arf kynslóðanna, siði og siðvit og eru náttúrulega eru ófær um að skila einu eða neinu til sinna barna. Úr þessum arflausa jarðvegi sprettur fólk sem telur allt í lagi að vera vítisenglar, úr þessum jarðvegi spruttu útrásarvíkingarnir og úr þessum jarðvegi spretta núverandi stjórnendur Arion banka.  þetta fólk hefur enga tilfinningu fyrir þeim sáttmála sem batt Íslendinga saman.  Það þekkir varla mun á réttu og röngu.  Það hefur ekki lesið Íslendingasögurnar og Laxness, hvað þá Þórberg og það heldur að Bjartur í Sumarhúsum hafi verið hetja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband